Undirbúningur fyrir átökin við Ísland hafinn.

"Démarche" er það skjal kallað sem er formleg diplómatísk yfirlýsing á stefnu, skoðunum og óskum einnar ríkisstjórnar til annarrar eða til fjölþjóðlegra samtaka. Skjalið er afhent formlega til viðeigandi fulltrúa þeirrar ríkisstjórnar eða samtaka sem það er stílað á. - Tilgangur þess er að reyna hafa áhrif á stefnu þeirrar ríkisstjórnar eða mótmæla gjörðum eða stefnu hennar.

Íslensku ríkistjórninni hefur nú borist slíkt skjal sem undirritað er af ríkisstjórnum 26 þjóðlanda, flestum evrópskum, í því skyni að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Sjá frétt.

iceland-whalingHvalveiðar eru yfir höfuð, eins og allir vita, afar umdeildar. Fyrir almenningi í flestum löndum Evrópu er málið mettað tilfinningum og oft eru rök og  vísindalegar niðurstöður að engu hafðar þegar það ber á góma.

Í ljósi erfiðrar fjárhagslegar stöðu Íslands og Icesave samninganna, sem  Gordons Brown vill gera að pólitískri lyftistöng fyrir sig og sinn flokk, þjónar þessi fordæming á hvalveiðum Íslendinga sem liður í að sverta orðstír þeirra og svipta þá samúð almennings. - Næstu vikur og mánuði munu ávirðingarnar eflaust verða fleiri og fjandsamlegri.

Slíkur áróður er nauðsynlegur undanfari harðnandi pólitískra átaka á borð við þau sem framundan eru á milli Gordons og íslensku ríkisstjórnarinnar út af Icesave klúðrinu.

Staða Íslands í samfélagi þjóðanna hefur breyst mikið síðustu ár. Í þorskastríðinu þegar við áttum í deilum við Breta um auðlindir hafsins, var landið mikilvægt NATO og USA frá hernaðarlegu sjónarmiði. Sú staða er nú fyrir bý og ekki lengur hægt að reiða sig á mikilvægi geópólitískrar legu landsins og stuðning USA eða annarra landa við okkur af þeim sökum.

Bæði Bretland og USA eru þekkt fyrri að hunsa alþjóðleg lög í samskiptum sínum við aðrar þjóðir og fara sínu fram eins og þeim sýnist, einkum gegn þjóðum sem lítið mega sín. -


mbl.is 26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nú hefði verið gott ef við hefðum skynjað okkar vitjunartíma sl. vor og gengið frá þessu ICESAVE klúðri á grundvelli þess samnings sem þá lá fyrir. Það er alltaf að koma betur í ljós. Við erum greinilega að gefa vaxandi höggstað á okkur.

Alþjóðleg pólitísk staða okkar er gjörbreytt  frá því USA hafði hér bækistöð vegna hernaðarlegs mikilvægi landsins.  Við erum vopnlaus og einangruð.

Sævar Helgason, 3.10.2009 kl. 17:55

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, eftir því sem "baráttan" um Ísland harðnar, þeim mun augljósara verður að eftir einhverju er að slægjast.

"Vopnlaus og einangruð" þjóð er ofmælt af Sævari, því það eru alltaf tveir kostir í stöðunni þegar manni og/eða þjóð, er stillt upp við vegg: Annaðhvort gefst viðkomandi upp strax eða grípur til varna.

ESB líst áreiðanlega ekki á horfurnar um aðildarsamþykkt íslendinga þrátt fyrir handrukkunartilburði og hótanir vegna Icesave. Sennilega er hvalveiðimálið þeirra plan B.

Hvað gerum við þá? Réttum upp hendur eða veifum OKKAR plani B?

Kolbrún Hilmars, 3.10.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

ESB er algjörlega á bandi Breta hvað Icesave varðar. Ef þeir væru það ekki mundu þeir þurfa að standa reiknisskil á gölluðu regluverki sínu gagnvart Íslandi sem er ormadós sem enginn vill opna.

AGS er algerlega á þeirra bandi líka og það hefur verið ljóst frá upphafi að frágangur á Icesave er skilyrði fyrir fyrirgreiðslu frá þeim.

Það eina sem Gordon Brown og Darling hafa áhuga á er að styrkja stöðu sína heima fyrir og það gera þeir með að slá sig til riddara út á Icesave.

Varnir Íslands eru litlar en það mætti t.d. reyna að sýna David Cameron spilin og fá hann til að nota þetta sjónarspil gegn Gordon í kosningabaráttunni og fá að launum, ef hann vinnur, einhverjar tilslakanir á samningum.

Satt a segja held ég að það sé orðið of seint að gefast upp og Íslendingar verði að súpa seiðið af óeiningu stjórnmálamanna sinna og  þessum tilraunum sínum til að setja skilmála í samninginn sem mundu gera hann okkur léttbærari. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.10.2009 kl. 22:04

4 identicon

Að leika sér í garðinum með stóru krökkunum hefur verið draumur íslenskra stjórnmálamanna. Síðast átti að fara í öryggisráð sameinuðu þjóðanna og við kostuðum hundruð milljóna til að sannfæra þjóðir heims um að við ættum þar erindi. Nú erum við eins og freki krakkabjáninn sem var hrint í drullupollinn og hljóp grenjandi heim. Klagandi og bendandi á þá sem voru vondir við okkur. Ég er sammála Sævari að stóri risa stóri frændi okkar og vinur er farinn og enginn er hræddur við okkur lengur. Við stöndum ein. Því miður.

Ingi (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 22:44

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það hefur engin þjóð sérstakan áhuga á Íslandi og okkar málum, flestir hugsa um sig og sína.  Við megum ekki mistúlka kurteisi útlendinga þegar þeir sýna okkur áhuga.

Hvalveiðar eru pólitísk mál í Evrópu og Ísland er eina Evrópuþjóðin sem stundar hvalveiðar því er kastljósinu beint hér.  Icesave er hluti af pólitísk viðkvæmum reglum um innistæðutryggingar innan Evrópu.  Írar og fleiri voru látnir tryggja allar innistæður í írskum bönkum bæði í útibúum á Írlandi og innan EES  svæðisins.  Öll lönd gátu staðið við þetta nema Ísland.  Innan EB er talið að það sama eigi að ganga yfir öll EES/EB löndin.  Þetta snýst ekkert um Ísland sérstaklega eða nýlendukúgun heldur einfalda jafnræðisreglu.

Það er hreinlega barnalegt að halda að útlendingar sitji og plotti gegn Íslandi eins og einhverjir miðaldaprinsar.  Fólk er allt of upptekið til þess.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.10.2009 kl. 23:00

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bandaríkin eru líka á þessum lista. "The UK and 25 other countries including the US, Germany, France, Portugal and Spain..."

En talandi um hvalveiðar og vesenið því viðvíkjandi - þá man eg eftir í gamla daga, þ.e. þegar dæmið var allt að byrja fyrir alvöru, andstaða alþjóðasamfélagsins við hvalveiðar og pressa á þeim yrði hætt o.s.frv. - þá man eg vel eftir umræðu á íslandi þar sem margir töldu að einfalt mál væri bara að útskýra fyrir þjóðum heimsins he mikil snilld hvalveiðar íslendinga væru.  Allt væri víndalegt og sona og stofnar ekki í hættu o.þ.h.  Þetta töldu sumir að væri bara einfallt að sannfæra fólk útí heimi um með herferð í blöðum eða eitthvað álíka.

Nefnilega málið sko með suma  íslendinga.  Svo ótrúlega óraunsæir eða draumórakenndir á köflum.

Þeir sem sagt föttuðu ekki aðalmálið,  að fólk útí heimi var einfaldlega á móti því fyrst og fremst að stórhveli hafsins væru drepin og allra síst í atvinnuskyni  (enda er tekið fram í frétt Tele. að hvalkjötið verði ekki einu sinni etið á Ísl. heldur flutt til Japan)

En með stöðu íslands fyrr á tímu og skjól Bandaríkjanna, þá er það nú málið.  Ísland komst upp með ýmislegt á kaldastríðsárunum.  Einfaldlega vegna þess að USA sá sér hag í því.

En með þorskastríðin sérstaklega þá er nefnilega oft gert mikið úr þeim en málið er að í raun var um að ræða þróun sem smá saman ríki heims féllust á.  Td. tóku Bandaríkin sjálf forystu þessu viðvíkjandi eftir stríð (Truman-yfirlýsingin)  er þau lýstu yfir að Bandaríkin áskyldu sér yfirráðarétt fir landgrunni utan landhelginnar og tekið fram að landgrunnið næði allt að 200 mílur út.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. " víndalegt" á að vera vísindalegt og  USA sá sér hag í því að halda íslendingum þokkalega góðum og þótti tilvinnandi að láta eitthvað eftir þeim og beittu sér í þágu landsins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það þarf að þekkja íslensku hvalveiðisöguna til þess að vita að íslendingar hafa aldrei verið stórtæk hvalveiðiþjóð.

Árið 1915 var sett hvalveiðibann á Íslandi; til þess að stöðva hvalveiðar útlendinga en íslenskir áttu sjálfir engin hvalveiðiskip. Árið 1948 var banninu aflétt og íslendingar veiddu sjálfir hval hér við land þar til næsta hvalveiðibann tók gildi árið 1982.

HVALREKI er orðið; forfeður okkar sóttu nefnilega ekki sjóinn til þess að veiða hvalinn, þeir fengu hann afhentan beint uppí fjöru. Enn í dag kallast það hvalreki, ef einhver verður fyrir óvæntu happi.

Það er svo sem ekki von til þess að hvalveiðiandstæðingar erlendir geri sér grein fyrir þessu ef innlendir þekkja sjálfir ekki hvalveiðisöguna.

Kolbrún Hilmars, 4.10.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband