Til varnar forsetafrú Íslands

Þau eru ófá bloggin þessa dagana sem fjalla um Dorrit Moussaieff. Yfirskins-neistinn að þessu bloggbáli er framkoma hennar á Ólympíuleikunum í Bejiing þó margir hafi orðið til að benda á að slíkir neistar virðast oftast tendrast í sömu eldsneytislausu ofnunum og af einskonar pólitískri fyrirtíða-spennu.

DoraThorOgAAÞað er staðreynd að ef við berum saman hvernig makar fyrrverandi forseta gegndu hlutverki sínu og hvernig Dorrit gerir það, ber himin og haf á milli. Þær Georgia Björnsson; kona Sveins Björnssonar (1944-1952) Dóra Þórhallsdóttir; kona Ásgeirs Ásgeirssonar (1952-1964) og Halldóra Eldjárn kona; Kristjáns Eldjárns (1968-1980), þrátt fyrir að vera afar ólíkir persónuleikar, áttu það sameiginlegt að finna sig við hlið eiginmanna sinna sem voru valdir til að sinna embætti sem átti sér enga hliðstæðu í sögu landsins.

Embættið var nýtt og í mótun. Því síður voru til í landinu einhverjar siðareglur um hegðun eða hlutverk maka íslenskra þjóðhöfðingja. Eitt var þeim samt ljóst, öðru fremur, að það voru eiginmenn þeirra sem kosnir höfðu verið til embættisins, ekki þær og á á þeim skilningi grundvallaðist opinber framkoma þeirra öðru fremur.

496153aa212377Þegar að Frú Vigdís Finnbogadóttir var kosinn forseti, riðluðust heldur betur þær fáu hefðir sem mótast höfðu um hlutverk maka forsetans. Fyrir utan að vera fyrsta konan sem kosin var í heiminum til að gegna stöðu þjóðhöfðingja, staðreynd sem dró að henni ómælda athygli heimspressunnar, var hún einhleyp.

Vigdís var heimskona, talað mörg tungumál reiprennandi og kunni sig vel á meðal allra manna hvort sem þeir voru alþýðufólk eða eðalbornir. Hispurslaus og sjarmerandi framkoma hennar ávann henni aðdáendur vítt og breitt um heiminn.

Ég er ekki frá því að íslenska þjóðin hafi hálft í hvoru séð Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur sem einskonar arftaka Vigdísar, jafnvel þótt það væri bóndi hennar, herra Ólafur Ragnar Grímsson sem kosinn var til að vera forseti 1996. -

Vigdis-FinnbogadottirÁfallið sem þjóðin öll gekk í gegnum við ótímabært andlát Guðrúnar, var rétt að sjatna þegar Ólafur gengur að eiga Dorrit Moussaieff 2003. Á þeim forsendum einum átti Dorrit á brattann að sækja hér á Íslandi til að öðlast viðurkenningu þjóðarinnar. Að auki var Ólafur umdeildur sjálfur fyrir að beita í fyrsta sinn sérstökum ákvæðum embættisins sem fram að þessu höfðu ekki verið notuð.

6a4c8dd383afec9Í gegn um pólitískt öldurótið þurfti Dorrit að sigla, læra  að þekkja þjóðina, tungumálið og auðvitað nýja eiginmanninn. Hún hóf fljótlega að beita áhrifum sínum til að koma íslenskum listamönnum á framfæri og nú er svo komið, eins og einhver sagði, að talað er um fyrir og eftir Dorrit, þegar um möguleika íslenskra listamanna erlendis er rætt. Hvar sem hún fer á erlendri grund, ein eða í fylgd eiginmanns síns, bar aldrei nokkurn skugga á framkomu hennar eða hegðun. -

e59dff55a59389Allar raddir sem reynt hafa að velta upp að  Dorrit sé fordekruð  eða reynt að gera hana tortryggilega vegna auðæfa hennar eða fjölskyldu hennar, hafa lognast út eins og hjáróma öfundarraddir jafnan gera.

 Sömuleiðis hafa ásakannir um að vera haldin athyglisþörf þagnað þegar sýnt er hvernig Dorrit hefur tekist að beina ljósi fjölmiðla  fyrst og fremst að Íslandi og íslenskri menningu frekar en eigin persónu.

Um framkomu hennar á Ólympíuleikunum í Bejiing þegar hún fagnaði sigri íslenska liðsins, er efnilega lítið að segja. Það sem kom landinu og handboltaliðinu á forsíðu New York Times var frækilegur sigur smáþjóðar yfir stórþjóð og í tilefni þess fór Dorrit út á völlinn eftir leik og veifaði tveimur Íslenskum fánanum. Gleraugu fólks þurfa að vera með rafsuðustyrkleika pólitísks litar til að lesa út úr þeirri framkomu eitthvað slæmt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þetta Svanur.  Dorrit leyfir sér að vera af holdi og blóði og hrífast með, fyrir það er hún gagnrýnd.   Mér finnst hún bara ágæt eins og hún er og hef gaman að henni.   Hefur þú lesið dagbækur Matthíasar J ?

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Flott grein hjá þér Svanur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.8.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gott hjá þér. kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.8.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég missti alveg af þessu en frétti að hún hefði sagt stórasta í stað stærsta og má hún það mín vegna. Mörg orð í okkar ástkæra ylhæra eru áreiðanlega hræðilegir tungubrjótar fyrir útlendinga og kannski mega þeim leyfast ákveðin sjortkött. 

Baldur Fjölnisson, 27.8.2008 kl. 21:51

5 identicon

Tek undir hvert orð með þér !

Dorit er Ofurskutla !

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:57

6 Smámynd: Guðmundur Björn

Hún er bara eins og hún er og má vera það!

Guðmundur Björn, 27.8.2008 kl. 22:00

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Dorrit er frábær.. takk fyrir þennan pistil Svanur

Óskar Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 22:05

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst Dorrit algerlega frábær og æðisleg......svo gott að vita til þess að forsetafrúin er ofurmannleg og yndisleg. Fjórfalt húrra fyrir henni!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 22:05

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, góður pistill og þarfur.  Ég er ánægð með að finna amk einn sem er sömu skoðunar og ég, sem hef heldur betur aflað mér óvinsælda  hér með því að gagnrýna meðbloggara fyrir fádæma óviðeigandi skrif um forsetafrúna okkar - það er að segja umfjöllunina yfirhöfuð. 

Kolbrún Hilmars, 27.8.2008 kl. 22:14

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dorritt er megadúlla og ekkert annað. Takk fyrir góðan pistil.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 23:03

11 Smámynd: Brattur

Góður pistill... sá ekkert annað en jákvætt við það hvernig Doritt fagnaði sigri handboltalandsliðsins... eins og við öll... vissi ekki fyrr en ég las það hér, að einhverjir í bloggheimum hefðu verið að gagnrýna hana fyrir þetta... ég bara ulla á slíkt...

Brattur, 27.8.2008 kl. 23:10

12 identicon

Dorrit er æðisleg í öllu sínu veldi, ég dáist að henni og hún er flott forsetafrú!! Segi eins og Brattur, ulla á alla neikvæða umfjöllun um Dorrit, slíkt á hún alls ekki skilið, fallega skrifað um hana hérna, takk fyrir þetta Svanur.

alva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:15

13 Smámynd: Gulli litli

Takk fyrir þennann fródlega og skemmtilega pistil. Ég held ad allir íslendingar séu stoltir af Dorrit. Annad hef ég ekki heyrt..

Gulli litli, 27.8.2008 kl. 23:24

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hólmdís; Ekki hægt að segja að ég hafi lesið þær allar, en hef verið að glugga í eitt og anað í þeim.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 23:45

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kolbrún: Eins og þú sérð á þeim sem hér hafa tjáð sig, eru langflestir afar hreyknir af Dorrit og örugglega jafn óhressir með að vegið sé að henni fyrir það eitt að vera hún sjálf.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 23:52

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill Svanur og ég er ánægð með Dorrit

Sigrún Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:55

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka öllum sem hingað til hafa lagt til athugasemdir. Þær eru allar jákvæðar og það er frábært og ég vona bara að þær verði sem flestar þannig.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2008 kl. 00:05

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér hefur þótt það litla sem ég hef lesið af dagbókunum afar ógeðfellt.  M.a. um kostnað við sjúkrahúsmeðferð Guðrúnar Katrínar  sem er auðvitað trúnaðarmál. Það eru pólitískir andstæðingar ÓRG sem gagnrýna Dorrit.  Þetta jaðrar við einelti.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 00:14

19 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég heyrði talað um það að Frú Halldóra hefði alla tíð liðið fyrir Forsetaembættið, sökum hlédrægni og hógværðar sinnar. Það átti illa við hana sviðsljósið.

Dorrit er bara snillingur, kemur með elegans í embættið.... ekkert meira um það að segja.

Góður pistill að vanda Svanur, takk fyrir það.

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.8.2008 kl. 00:39

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Eins og talað út úr mínum munni!

Góður pistill.

Edda Agnarsdóttir, 28.8.2008 kl. 00:54

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góður pistill, ég hef ekkert á móti henni Dorrit mér finnst hún flott kona  alþýðleg og smekklega klædd við öll tækifæri.  Hún er góður fengur fyrir okkur íslendinga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.8.2008 kl. 02:05

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flottur og sannur pistill, takk.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 02:51

23 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Gott hjá þér Svanur að taka til varna fyrir Dorrit.  Tek undir hvert einasta orð í grein þinni.  Þeir eru nægir hælbítarnir sem hafa farið um glefsandi vegna þess eins og Dorrit sýndi okkur að hún er eins og við öll, frjálsleg, laus við snobb, hrifnæm og ófeimin að láta tilfinningar sýnar í ljós.

Prótókollurinn er henni hins vegar eins og hulinn heimur.

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.8.2008 kl. 08:05

24 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góður pistill Svanur. Rógburður og skrif til þess eins að gera lítið og tortryggja forsetafrú vora er lágkúruleg iðja. Eins og þú bendir réttilega á var Vigdís Finnbogadóttir sú sem fyrst breytti ásýnd embættisins. Dorrit er mjög glæsileg kona og verðug þess að vera í því embætti að vera forsetafrú landsins við hlið manns síns forseta Íslands. Embættið er ungt og enn í þróun. Ég er fyllilega sammála því sem kemur fram í pistlinum.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.8.2008 kl. 09:16

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Enn og aftur þakka ég ykkur góðar athugasemdir.

Ég held að þú hafi alveg rétt fyrir þér Hallgerður í því að Dorrit standi vel fyrir sínu, en ég held að líka að það sé alrangt hjá þér að hún "kæri sig kollótta" um hvernig hún sinnir hlutverki sínu sem forsetafrú. Þvert á móti finnast mér dæmin sanna að hún beri hag og hróður þjóðarinnar fyrir brjósti og geri sér far um, eftir því sem aðstæður leyfa, að láta það í ljósi á persónulegan og hrífandi hátt. - 

En þótt hún standi vel fyrir sínu eins og þú orðar það svo vel, er það ekki viðeigandi fyrir hana að hlaupa til handa og fóta til að mæta ósanngjarnri gagnrýni á borð við þá sem mér finnst hún hafa orðið fyrir í bloggheimum síðustu daga. Það er því vel við hæfi fyrir aðra sem þykir vænt um hana og það sem hún hefur gert fyrir land og þjóð, að taka upp hanskann fyrir hana, eins og reyndar fjöldi fólks hefur gert hér og á öðrum bloggsíðum.

Það sem vakti jafnframt fyrir mér var að draga fram í  fáum og fátæklegu dráttum sögulegt samhengi stöðu hennar, ef það mætti verða til að færri sæju ástæðu til að hnýta í hana persónulegum ávirðingum. - Mér finnst líka regin munur á því að "dýrka" eitthvað eða einhvern eða láta hann njóta sannmælis. - Ég verð t.d. að lýsa yfir aðdáun minni á þér fyrir að segja þína meiningu, vitandi að á þessum vettvangi ertu í algjörrum minnihluta.

Með bestu kveðjum,

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2008 kl. 10:20

26 identicon

Ég sé ekkert að því að fólk sé mannlegt þó það sé í einhverri stöðu.
Gefið mér allt annað en snobb og þykjustuleiki.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:30

27 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Vegna athugasemdar Hallgerðar, þá vil ég nú benda á að almenningur er oft þreyttur á merkilegheitunum og snobbinu sem viðgengst meira og meira meðal hinna fínni embættismanna. Þess vegna held ég að fólk sé sátt við fas og framkomu Dorritar, ekki af einhverri dýrkun, kannski vegna þess að hún kemur fram við almenning eins og manneskja ekki embættislegáti.

Mér finnst hún koma skemmtilega fyrir, án þess þó að dýrka hana á einn eða neinn hátt!

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.8.2008 kl. 10:43

28 Smámynd: Héðinn Björnsson

Dorrit er ekki forsetafrú heldur vill bara svo til að hún er gift forseta landsins. Ég skil ekki fyrir mitt litla líf hvað hún þvælast með í opinberum athöfnum forsetaembættisins. Þetta er verulega vandræðalegt.

Héðinn Björnsson, 28.8.2008 kl. 14:07

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Héðinn. Við skulum ekki vera að hártoga þetta neitt, forsetafrú er ekki hefðartitill heldur skilgreining á hjúskaparstöðu eiginkonu forseta landsins. Hún er ekki Frú Forseti eins og Vigdís var kölluð, heldur frú forsetans eða forsetafrúin.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2008 kl. 14:49

30 Smámynd: Lilja Kjerúlf

yessss Svanur þú ert æði

Lilja Kjerúlf, 28.8.2008 kl. 18:55

31 Smámynd: Halla Rut

Góð og vönduð skrif.

Halla Rut , 29.8.2008 kl. 08:40

32 Smámynd: Stella Rán

Flott skrif hjá þér.

Stella Rán, 29.8.2008 kl. 10:54

33 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Dýrkun, ofsatrúarflokkur og Hrói Höttur .. Um hvað er verið að tala ! Þessari veitti ekki af eins og einu föstudags-súkkulaði  Má sem sagt bara skrifa og kommenta um það sem er slæmt, ekki það sem er gott ? Dorrit er mannleg, sem betur fer !

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 29.8.2008 kl. 16:53

34 identicon

Dorrit er mín uppáhaldsmanneskja þessa dagana.  Hún neitar greinilega að beygja sig að hinum hofmóðuglegu siðum sem einhvernveginn hafa myndast í kringum forsetafrúr okkar Íslendinga.  Hennar vegna ljómar embætti forsetans af gleði og léttleika.  Ekki er Ólafur blessaður neitt sérlega slakur eða fjörlegur forseti þótt ég sé þeirrar skoðunar að hann hafi verið sjálfum sér og Íslandi til sóma í embættinu.  En Dorrit gerir ekki annað en að bæta hann upp.

HE (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:58

35 identicon

Sæll Svanur,

Það er nú örugglega þannig að í augum tiltekins hluta þjóðarinnar þá er Dorrit í hlutverki stjúpmömmunar sem þarf að sanna sig í nýju fjölskyldunni. Og eftir atvikum gengur henni vel með suma en verr með aðra.

Svo er það hitt hvort menn líta á þetta embætti og kannski yfir höfuð öll stóru embætti þjóðarinnar sem "royalty" eða að þeir sem þar sitja séu bara eins og við hin, þessi sauðsvörtu. Hvort virðingarstaða sé virðuleg staða eða bara starfstitill. Hvort menn eigi að hegða sér svona en ekki hinssegin.

Þú jafnar aldrei þennan ágreining vegna þess að hann er mjög djúpstæður og þess vegna er þetta blogg þitt sóun á þínum tíma þótt ágætt sé í sjálfu sér.

Ég er líka þeirrar skoðunar að Dorrit þurfi ekki að verja. Hún gerir það best sjálf.

Grétar (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:10

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Grétar og þakka þér athugasemdina, svo og ykkur hinum :)

Íslendingar hafa aldrei verið hallir undir konunga eða slekti sem reynir að líkja eftir konungum. Við erum öll og höfum verið, alþýðufólk og embætti þjóðarinnar eftir að hún varð aftur sjálfstæð, hafa leitast við að endurspegla þann jöfnuð sem meðal þjóðarinnar hefur ríkt til skamms tíma. - Virðing hefur venjulega fylgt virðingarstöðu í samræmi við frammistöðu þess sem embættinu sinnir.

Um virðingarstöður íslendinga hefur því ríkt góð sátt, hvort sem um er að ræða forsetaembættið eða aðrar stöður. Þær ávirðingar sem Dorrit hefur orðið fyrir og mér og fleirum ofbauð, er ekki vegna ágreinings um forsetaembættið, enda gegnir hún því ekki. Hún hefur ekkert starf eða starfsheiti sem forsetaembættinu tengist. Hún er eiginkona forsetans.

Ég hef aldrei heyrt eða séð nein rök fyrir því að meðal þjóðarinnar ríki djúpstæður ágreiningur um þessi atriði. Þú þarft að fræða mig betur um hvernig hann lýsir sér sé hann til.

Um nauðsyn þess að verja Dorrit, vísa ég til svars míns til Hallgerðar hér að ofan.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2008 kl. 11:32

37 identicon

Sæll á ný, hér er svar

Fyrsta paragraf - ég er sammála þér. Það eru það hins vegar ekki allir og þá að því leyti hvernig eigi að skilgreina frammistöðu í virðingarembætti. Sumir leggja meira uppúr prótókolli en aðrir.

Annað paragraf - um "ávirðingar" til Dorrittar vísa ég til stjúpmóðurkenningarinnar.

Þriðja paragraf - nú hefurðu ekki heyrt það? Það er til dæmis ágreiningur um hvort við eigum yfir höfuð að hafa forseta (og frú) meðal annars vegna þess sem þú sjálfur skrifar hér að ofan. Þjóðhöfðingi er eiginlega eins og orðið er skrifað skör hærri en hinir og það er ekki pent fyrir okkur alþýðufólkið að halda úti slíku tildri. Svo eru hinir sem vilja það endilega - (hafa royalinn) - finnst það fínt og þeir vilja sennilega ekki horfa uppá "aðalinn" klofast yfir stólbök og skoppa í sigurvímu um íþróttagólf eins og hvert annað húlligan. Og þeim finnst þá líklega frábært að Margrét Danadrottning skuli eiga innrammaða mynd af Grími rakara sem sonurinn gaf að konunga sið.

Fjórða paragraf - jú trúlega er rétt og fallegt af þér að taka að þér þetta djobb - að verja Dorrit. Enda er hún örugglega ágætismanneskja sem á alls ekki skilið að lenda í einelti úrillra íslendinga sem alltaf hafa allt á hornum sér. Næst skaltu skrifa eitthvað sætt um Ólaf og orðuveitingarnar. En ekki misskilja mig. Ég er sammála honum.

Grétar (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:04

38 identicon

Dorrit getur kennt okkur margt,hún er bara frábær.

Númi (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband