Fimmtugur á morgunn - Til hamingu með daginn Michael Joseph Jackson

jacko_lHann er frægasti einstaklingur á jörðinni samkvæmt fjölda skoðanakannanna sem gerðar hafa verið á síðastliðnum árum.

Líklega finnst öllum niðurstöðurnar svo ótrúlegar, hvernig er öðruvísi hægt að skýra fjölda þessara kannanna.

Já frægastur allra lifandi í heiminum og frægastur allra sem lifað hafa, frægari en Kristur og Buddha, frægari en Drottningin eða Diana prinsessa.

Hann heitir Michael Joseph Jackson (f. 29. ágúst 1958)og verður fimmtugur á morgunn.

En samt vita afar fáir hvernig hann lítur út í dag. Andlit hans hefur tekið miklum breytingum í fjölda lýtaaðgerða og hann hefur þann sið að fela það með grímu, treflum eða bak við risastór sólgleraugu.

Fyrir nokkrum mánuðum gekk sá orðrómur að hann hefði hug á að flytjast til Englands frá Dubai, þar sem hann hefur átt heimili eftir að hann hrökklaðist frá búgarðinum og dýragarðinum sínum Neverland í kjölfarið þess að hafa verið sýknaður af ásökunum um barnaníð fyrir þremur árum. 

Michael_Jackson_10Sagt var þá að hann hefði áhuga á að taka aftur upp samstarf við bræður sína þá Jermaine, Tito, Marlon og Jackie og endurreisa þar með Jackson five.

Sá orðrómur er nú að fullu niðurkveðinn, enda hefur komið í ljós að Michael hefur ekki talað við bræður sína síðan hann var sýknaður. -

Jafnframt fylgir sögunni að bræðurnir hafi gert sitt besta til að ná í Michael til að rukka hann um 840.000 dollara sem þeir segja hann skulda þeim í stefgjöld fyrir Jackson 5 tónlistina.

Búist er við að bræðurnir stigi allir á svið þegar þeir taka við viðurkenningu fyrir feril sinn á BMI Urban Awards samkomunni 4. sept. n.k. fyrir utan Michael að sjálfsögðu sem sagður er vera afar veikur og bundinn hjólastól um þessar mundir.

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, svo ruglaður maðurinn að það er ekki eðlilegt.

Ekki gaman að vera hann ímynda ég mér, amk. ekki eftir að nefið gaf sig.

Sorglegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Æ aumingja karlinn. Mér hefur alltaf þótt svolítið vænt um hann og vildi aldrei trúa barnaníðinu uppá hann, þó svo að svoleiðis krimmar leynist hvar sem er.

Ég hef aldrei hlustað á tónlist hans nema þekki eitt lag þó, það ér I´m bad....eitthvað

Hann er örugglega mikið skemmdur, bæði á sál og líkama. Þessi fallegi þeldökki drengur orðinn að hálfgerðu snmjóhvítu skrímsli.

Heill þé fimmtugum, Michael Joseph Jackson!Pompom Cheerleader

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.8.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ææ......skelfing að sjá þennan mann.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Gulli litli

Úhuhuhu Im bad!

Gulli litli, 28.8.2008 kl. 11:38

5 identicon

Sko ef hann er orðinn fimmtugur og Madonna líka þá,... bíddu nú við hef ég þá elst eitthvað hmmm........ nah!

En grey kallinn það er sorglegt að horfa á hann í dag, vil frekar muna hann eins og hann leit út þegar hann söng I´M BAD !

Takk fyrir pistilinn,

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 16:58

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Krakkar, ég hef það nú á tilfinningunni að hann hefði aldrei farið út í þessar lýtaaðgerðir ef hann hefði haft minnsta grun um að að hann mundi enda eins og maðurinn með vaxgrímuna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2008 kl. 19:54

7 Smámynd: Brattur

... samdi flott lög... en sorglegt að eyðileggja sig andlega og líkamlega... úff... heppinn að vera ekki frægur...

Brattur, 28.8.2008 kl. 21:31

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hey.. ég og Mæk eigum sama afmælisdag... kúl :)

Óskar Þorkelsson, 28.8.2008 kl. 22:05

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Til Hamingju með daginn Óskar minn, and many moore....

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband