Af Hundtyrkjum og Módjökkum

Það er svo auðvelt að gerast sekur um fordóma án þess að vilja vera það. Sérstaklega þegar maður hefur takmarkaða reynslu af því að umgangast aðra kynþætti og fólk sem ekki er nákvæmlega eins og maður sjálfur.

Þegar ég var að alast upp kallaði fólk svört börn "svörtu kolamolana" með blíðuhreim eins og ekkert væri sjálfsagðara. Afi minn kallaði Tyrki alltaf HUNDTYRKIog var sjálfsagt alveg ókunnugt um að foringi sjóræningjanna frá Alsír sem komu til landsins 1627 og við kölluðum "Tyrki" var hollenskur. (JAN JANZOON)

Þegar ég var að alast upp litu allir gyðingar út eins og Fagin í ÓLiver Twist og kallinn í sjoppunni sem aldrei gaf neitt var kallaður Gyðingur. Maður gat verið "algjör Arabi" ef maður sveik einhvern, Arabar voru lúmskir kallar, alltaf með hnífinn á lofti tilbúnir til að stinga fólk í bakið.

Rússar voru illaþefjandi ruddar, Dani (bauna) talaði fólk um með óttablandinni lítilsvirðingu og svo voru menn fullir út um allan bæ eins Færeyingar á hvolfi.

Í Bandaríkjunum er fordómar svo landlægir að fólk virðist vera farið að sætta sig við það. Vona að sú staða komi aldrei upp á Íslandi. Þessi orð sem ég nefndi heyrast varla orðið. En Kanar eru snillingar í að finna ný uppnefni á fólk.  Þeir kölluðu Íslendinga Módjakka (Mojack- kemur af "more Jack") vegna betliáráttu íslenskra barna sem langaði í meira súkkulaði og tyggigúmmí. Þeir eiga uppnefni fyrir alla en flest þeirra eru bönnuð í sjónvarpi og dagblöðum landsins þrátt fyrir að málfrelsið sé þar eitt af undirstöðum samfélagsins.

Alhæfingar og palladómar eru mjög algeng árátta hjá íslendingum. Kannski af því að við sjálf erum tiltölulega einsleitur hópur. Þegar við þurfum nú að aðlaga okkur "öðruvísi"  fólki sem er að flytja inn í landið okkar, finnst sumum okkar að við þurfum engu að breyta þegar þörfin til að breyta er e.t.v. mest.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Henry

Ég veit ekki hvernig Moskumálið er vaxið.

Bænakallið er í stórum borgum ekki endilega í gegn um hátalarakerfi, gert meira hefðarinnar vegna en gagnsins vegna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband