Útópían ÍSLAND

Árið 1516 kom út pólitísk satíra eftir Tómas nokkurnMore, þar sem hann lýsir hinu fullkomna samfélagi og nefnir það Útópíu.Útópíu fann Tómas stað á eyju skammt undan ströndum Suður- Ameríku þar sem áður hét Sanskúlottía. Svo sannfærandi þótti lýsing Tómasar á þessu ímyndaða sæluríki að fjöldi manna (Bretar aðallega) trúði að það væri raunverulega til og reyndi að bóka sér far þangað. Enn í dag notum við orðið Útópíu til að lýsa hástefndum og oftast óraunhæfum draumum um betra þjóðfélag. En hversu margir mundu nú til dags vilja lifa í Útópíu Tómasar?

Útópíu er líst á þann hátt að það minnir um margt á Ísland á mismunandi tímum, einskonar hræðilega blöndu af fortíð og nútíð.

Athafnasamir íbúar Útópíu höfðu náð að breyta auðnum og harðbýlu landi í akra og engi og lært að nýta sér auðlindir þess með harðýðgi og mikilli vinnu.

Í Útópíu tíðkaðist þrælahald, púritanískt viðhorf til vinnu, herþjónusta var skylda,  ríkið stundaði njósnir og það sem eflaust þætti verst, engan bjór var að fá. - Hvert heimili hafði tvo þræla sem fengnir voru úr röðum hertekinna óvina eða höfðu unnið sér eitthvað til saka og verið dæmdir í þrældóm. Þeim sem frömdu sjálfsmorð var hent í díki. Vinna var undirstaða útópíska samfélagsins. Eiginkonur voru undirgefnar mönnum sínum, einkaeign var ekki til, engir peningar voru í umferð, engin tíska (allir gengu eins til fara) og andlitsfarða mátti ekki nota né óþarfa skraut í hýbýlum sínum.

Við þetta stutta yfirlit um Útópíu kemur í ljós að þættir hennar voru einnig hluti af draumum mikilla "hugsjónamanna" og um leið glæpamanna. Þar á meðal eru Stalín, Mao, Phol Pots, Pinochet og svo auðvitað Hitler. - Allir ætluðu þeir að "hreinsa" soldið til áður en Útópíu-uppbyggingin hæfist fyrir alvöru, komast á núll punktinn svokallaða. Tabula rasa.

Í hugum margra útlendinga er Ísland Útópía. Hér er allt grænt og gróið, hreint og fágað og Heim Sigurrósar svífur yfir vötnunum meðal hamingjusamasta fólks á jörðinni.

Svo kemur áfallið. Fréttir berast nú frá Íslandi af kylfum, tárgasi, mótmælum, efnahagslegu óstöðugleika, trúarlegum fordómum, útlendingahatri og einsleitishyggju, arðráni og óréttlæti.  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

EInhvers staðar, örugglega í einhverri af fjölmörgum vísindaskáldsögum um útópíur, var fleygt fram að allar Útópíur séu ekki annað en tjald yfir dystópíur. Það má því leiða hugann að því hvort tjaldið sé ekki byrjað að rifna og það illilega.

AK-72, 25.4.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Satt er það Erlingur, allt of fáir:)

Tíndu ættkvíslarnar eru svona táknrænt talað fyrir allan þorra mannkyns sem hefur glatað trú sinni eða blandað hana mannakenningum. Hugtakið "stighækkandi opinberun" er Bahai hugtak og felur í sér þá heimssýn að öll megin trúarbrögð heimsins séu liðir í einni allsherjar opinberun frá sama Guði, skammtaða mönnunum eftir móttökugetu þeirra á hverjum tíma. Það væri samt fróðlegt að fá að vita hvaða meiningar þú hefur um málið. Takk fyrir innlitið og athugasemdina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.4.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband