"hrydjuverk" og fordómafull skjaldborg um þau.

Trúarlegir fordómar eru almennari á Íslandi en halda mætti. Það sést best á viðbrögðum margra sem halda úti trúarlegum bloggsíðum, þegar reynt er að sporna við þessum fordómum samanber þegar Blog.is gerði síðu sem gekk undir nafninu "hrydjuverk" að fylgja settum reglum bloggsins.

Jafnvel sögufróðir menn sem er fullkunnugt um hversu lævísir trúarlegir- og kynþátta-fordómar geta verið, telja aðgerðir blog.is "sögulegan" atburð og reyna á hræsnislegan hátt að slá skjaldborg utan um fáfræðina og óvildina í nafni tjáningarfrelsis.

Efist fólk um skaðsemi hrydjuverka-bloggsins, ætti það að setja skóinn á hinn fótinn og prófa að skipta út nokkrum orðum. Setja t.d. gyðingar, þar sem múslímar eru/voru nefndir, eða Kristindómur þar sem Íslam stendur/stóð.

Ætla mætti að út kæmi algjör merkingarleysa, en svo er ekki. Þvert á móti því miður. Í ljós koma allar þær rangfærslur og lygar sem eru gyðingum svo kunnuglegar úr dagblöðum Þýskalands á þriðja áratug síðustu aldar og ákúrur sem í kristnum eyrum hljóma kunnuglega þegar saga páfadóms og kristindóms er skoðuð "gagnrýnum" augum.

Flestir íslendingar tilheyra Evangelísku Lútersku Þjóðkirkjunni og hún heitir svo af því að hún styðst við túlkun Marteins Lúters á kristnum trúarbrögðum. Afstaða hans til Gyðinga eins og henni er lýst í bók hans "Gyðingar og lygar þeirra"hefðu alveg passað inn í "hrydjuverk"  ef orðinu "Gyðingar" væru skipt út fyrir "Múslímar." Engum dettur samt í hug að íslendingar séu raunverulega sömu skoðunnar og Lúter eða að þeir hagi sér samkvæmt því sem hann boðar.

Ég vil eining minna á að verstu þjóðhreinsanir sem framkvæmdar hafa verið í heiminum síðan að helförinni gegn Gyðingum lauk í heimstyrjöldinni síðari, var beint gegn múslímum í Bosníu á síðasta ártug síðustu aldar. -

Flestar af þeim síðum sem "hrydjuverk-bloggið" vitnaði í voru síður frá kristnum fundamentalistum og stofnunum sem var falið að réttlæta hernaðarbrölt vesturlanda með Bandaríkin í farabroddi í löndum múslíma. Þeir sem tekið hafa upp fána "hrydjuverka" og birta núna svipaðar eða sömu sögubjaganir og ósannindi sem einkenndu þá síðu, eru lýsandi fyrir vel heppnaðan stríðsáróður þeirra.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Geturðu bent á ósannindi sem Skúli skrifaði á blog sitt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, það get ég Gunnar. Málið er bara að sanna það því það hefur verið fjarlægt.

Hann reit t.d. langa grein um uppruna orðsins Allah og sagði það tengjast mánagyðju sem hafði verið til staðar þegar Múhameð hóf boðun sína. Hann héllt því fram að orðið Allah þýddi ekki "GUÐ". Hann fór mörgum orðum um merkingu orða í Kóraninum sem voru augljós ósannindi til að sýna fram á að mannillska vær innbyggð í Íslam. Hann fór ýmsum háðsyrðum um Íslam og múslíma líka.

Hann sagði líka að ég væri laumumúslími af því ég tók upp hanskann fyrir Íslam, sem eru ósannindi. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Linda

Svanur lestu þú ekki hvað er skrifað um kristni á þessu bloggi, eða á ég að fá mér lögfræðing og krefjast þess að þeim síðum taktu eftir síðum í fleirtölu verði lokað. Ég held nú ekki.  Þú tilheyrir Bahai (afsk þetta er sjálfs ekki réttskrifað, get bara ekki munað það) þessi trú tekur stóran hlut úr Íslam, annan hlut úr Kristni. það mætti alveg heimfæra á þig að þú værir laumu múslími eða laumu kristinn, Múslímar hinsvegar í Íran og Íraq hata ykkur og ofsækja ykkur eins og þeim sé borgað fyrir það.  þegar Skúli kallaði þig laumumúslíma þá hefur hann verið tala um sakir  trúna sem þú stundar, ekki satt? þið eru með fæturna í mismunandi menningar heimum trúarlega séð, kallast að hanga á grindverki í minni trú. Eh hvað um það, þú veist mæta vel að orðin sem hann þýddi voru ekki hans eigin, hví lætur þú svona, heldur þú virkilega að fólk hafi ekki lesið það sem skrifaði og þeir sem vildu fá þetta á frummáli leitað í viðeigandi texta sem hann vísaði í.  Ég gerði það, enda kaupi ég ekki allt sem einhvern sannleika, læt reyna á slíkt með því að nota heilann sem Guð gaf mér.  Ég sé að þú ert að reyna vera réttlátur í málflutningi þínum og þú mátt eiga það, en, þú ert því miður ekki hlutlaus, ekki frekar en ég þegar ég hafna alhæfingum þeirra sem ráðast að minni trú.

kv.

Linda, 19.4.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Linda.

Ég hef aldrei mælt því bót að ráðist sé á eina eða aðra trú á þeim nótum sem Skúli ræðst að múslímum og Íslam. Það er staðreynd engu að síður að árásir á kristna trú hér á blogginu kemur aðallega frá þeim sem kalla sig trúleysingja. Þeir virðast þó þegar á reynir standa gegn allri trú og ekki bara kristni þótt gagnrýni þeirra beinist einkum að henni vegna fjölda kristinna í landinu og þeirri menningu sem þeir sjálfir eru sprottnir upp úr. Ef þér finnst að þinni trú vegið á sama hátt og Skúli vó að Íslam áttu rétt á því að gera eitthvað í málinu. En um leið viðurkennir þú að það sem Skúli aðhafðist hafi verið óréttmætt.

Mér finnst eitthvert óbragð af því að segja, Já hann var bara að þýða annarra orð. Það sem hann þýddi úr Kóraninum var ranglega þýtt og nánast ætíð slitið úr sínu rétta samhengi. Það sem hann þýddi eftir aðra var níð og ósannindi og ætíð lagt upp á versta veg. Hann gerði þennan óhroða að sínum með því að taka undir hann.

Skilningi þínum á Bahai trú er því miður svolítið ábótavant, því á þeim forsendum sem þú gefur þér er jafnrétt að segja að þú sért laumu-gyðingur bara af því þú sem kristin manneskja viðurkennir Móses sem boðbera Guðs.

En Það sem Skúli átti við var allt annað og á rætur sínar að rekja til óssiðs sem kallast "Taqiyya" og á rót sína að rekja til Shi´a grein Íslam en er nú líka meðtekinn og stundaður af öðrum greinum Íslam. Um er að ræða vísvitandi heimildavillu sem ætlað er að vernda Íslam eða múslíma. Kitman er einnig annað og mildara form af slíkri heimildavillu.

Hlutleysi mitt eða ekki hlutleysi felst í því að ég viðurkenni guðlegan uppruna allra trúarbragða og get ekki orða bundist þegar að vegið er ómaklega að guðlegum boðberum þeirra, sama hvaða nafni þeir nefnast.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 17:56

5 Smámynd: Linda

Svanur þú segir hér:

Ef þér finnst að þinni trú vegið á sama hátt og Skúli vó að Íslam áttu rétt á því að gera eitthvað í málinu. En um leið viðurkennir þú að það sem Skúli aðhafðist hafi verið óréttmætt

Þetta kalla ég snilldarlega vel unnan útursnúing, ég hinsvegar er alfarið á móti allri ritskoðun og það á við kritík á minni trú, þetta má víst ekki innan Íslams eða öfga Íslams,(nema að sú krítik sé jákvæð) sem hann talaði gegn, "hryðjuverk" innan Íslam eru ódæði og það má vel tal um þau. Rétt eins og það er talað um grúppur sem ákalla Drottinn og hata litaða og reyna réttlæta slíkt í orðinu. Eða má bara tala um öfgar þegar það kemur að túlkunum ritninga Gyðinga og Kristinna mann.

tökum sem dæmi eftirfarandi orð ur Qur'an:

Sura (4:11)- (Inheritance) "The male shall have the equal of the portion of two females"(see also Sura (4:176)).

Sura (2:282)- (Court testimony) "And call to witness, from among your men, two witnesses. And if two men be not found then a man and two women"

Er hægt að réttlæta þetta með orðum fyrir fram eða aftan? Þetta er það sem öfga Íslam trúir og vitanlega wahabismin þar sterkastur, en má ekki ræða þessa hluti?

Ég viðurkenni alveg að skilningur minn á Bahai er ábótavant, það þýðir samt ekki að ég hafi engan skilning, eða ertu að gefa það í skin, ég er ekkert laumu gyðingur, ég hinsvegar ágrædd á hið réttláta tré sakir trúar á Jasúa, sami stofninn, ég neita því ekki og tel að Kristnir ættu að skoða gyðinglegu arfleið sína betur, ekki horfa framhjá henni. En það er önnur umræða.

Vísvitandi villu, ertu ekki að grínast, hvað með Hadith og það sem þar stendur t.d. um konur innan Íslam, skoðum þau orð, bara nokkur.

Bukhari (6:301) - "[Muhammad] said, 'Is not the evidence of two women equal to the witness of one man?'  They replied in the affirmative.  He said, 'This is the deficiency in her intelligence.'"

Bukhari (6:301) - continued- "[Muhammad said] 'Isn't it true that a woman can neither pray nor fast during her menses?' The women replied in the affirmative. He said, 'This is the deficiency in her religion.'"  Allah has made women deficient in the practice of their religion as well, by giving them menstrual cycles. 

Bukhari (2:28)- Women comprise the majority of Hell's occupants.  This is important because the only women in heaven ever mentioned by Muhammad are the virgins who serve the sexual desires of men.  (A weak Hadith, Kanz al-`ummal, 22:10, even suggests that 99% of women go to Hell).

Bukhari (62:81) - "The Prophet said: "'The stipulations most entitled to be abided by are those with which you are given the right to enjoy the (women's) private parts (i.e. the stipulations of the marriage contract).'"  In other words, the most important thing that a woman brings to a marriage is between her legs.

Bukhari (62:58)- A woman presents herself in marriage to Muhammad, but he does not find her attractive, so he "donates" her on the spot to another man.

Er eitthvað hægt að réttlæta þessi orð með því sem stendur fyrir fram eða aftan þau, er hægt að réttlæta svona orð yfir höfuð. 

Hlutleysi þitt, kæri Svanur er ekki eins skírt og þú vilt halda fram, en það er allt í lagi mín vegna, þú mátt alveg trúa því sem þú vilt.  En engin getur verið fullkomlega hlutlaus.  Ég þakka þér ágætis spjalli, en eins og ég sagði við vinkonu mína, ég er búin að ræða og mun í framhaldi af öllum þessum skrifum, dunda við mínar eigin pælingar á minni síðu. hafðu það sem allra best.

kv.

Linda, 19.4.2008 kl. 19:14

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kæra Linda.

Það sem þú kallar "snilldarlega vel unnan útursnúing" er ekkert annað en bein rökleiðing orða þinna.

Hvað varðar ójafnrétti kynja í lögum Íslams, er ekkert um þar að þrátta. Frá mínu sjónarhorni og flestra vestrænna manna er um klárt ójafnrétti að ræða. Þessi lög sem orðin eru að mikilli tímaskekkju voru á sínum tíma mikil framför og lagabót þegar að Múhameð setti þau. Konubörn sem voru frumburðir fengu ekki einu sinni að lifa fyrir tíð Múhameðs í Arabíu. - En þessi lög eru eins og ég segi og trú mín boðar, ekki hæf í dag. Það sama á við um lög Kristinna og Gyðinga hvað jafnrétti varðar.

Að vitna í Hadíðurnar eins og um heilagt orð sé að ræða er líkt og þegar fólk vitnar í Talmútur Gyðinga eða spakmæli kristinna dýrlinga. Það er ekki trúarleg skylda neins múslíma að fylgja orðkviðum Hadíðanna. Ef ég ætti að telja upp t.d. samþykktir kirkjuþinga um konur og stöðu þeirra í gegnum tíðina mundi sjálfsagt lyftast á þér brúnin. Um tíma var víst vafamál í þeirra huga hvort að konan hefði sál. Úrelt lög eru úrelt, hver sem setti þau. Um það erum við væntanlega sammála.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 19:47

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Skúli var duglegur að þýða það sem að honum var rétt.  Þetta er sennilega einn stór galli í fari okkar mannanna.  Við erum löt að eðlisfari og tökum þvi fegins hendi þegar einnhver réttur okkur brauð eða bita.

Trúmál eru svipuð kynlífi milli tveggja karla í strætó á háannatíma.  Ekkert mál að gera það en þú vilt alltaf meira.   

Björn Heiðdal, 19.4.2008 kl. 22:47

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Björn.

Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta tvennt sem þú nefnir er sambærilegt, ég hef ekki reynsluna. En ef þú segir það hlýtur það að vera rétt.

Hvað þýðingar Skúla varðar, voru þær að mestu skrumskæling.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 23:30

9 Smámynd: Sigurður Árnason

Sæll Svanur.

Ef þú skoðar vel Íslam þá sérðu að trúin er ólík öllum öðrum og er ekki hægt að bera hana saman við neina aðra. Íslam er líka eina trúarbragðið sem gerir út á önnur með nafni í heilagasta trúarriti sínu og það gerir ekkert annað en að valda sundrungu. Ég tel að íslam hafi verið fundinn upp til þess að stjórna fólki, en ekki til að gera gott endilega.

Það voru mannúðlegri trúarbrögð á þessu svæði fyrir. Íslam á ekki við í dag, en kristnin á við í dag, en kannski ekki eins og hún er sett upp af trúarsöfnuðum í dag. Orð Jesús munu standast tímana og ég er ekki kristinn eða set mig undir eitthvað trúarbragð. En þetta er einfaldlega sem ég hef fundið sjálfur eftir að Lesa trúarrit margra trúarbragða. Þú finnur villur í öllum trúarbrögðum, sama hvaða trúarbragð það.

En Íslam var ekki gerð af manni með guðsvitund, Því sá maður mundi ekki haga sér eins og Múhameð. Berðu hegðun Múhameðs saman við hegðun Báhalluah, báb, Jesús, Búddha, Krishna þá sérðu einfaldlega allt aðra hegðun. Lestu hvernig hann var í hadith, en ekki bókum eftir Múslima sem reyna að fegra sannleikann. Ég lenti í því að fá bók eftir múhameðs gefins frá múslima og hún stóðst engan veginn við Hadith, sem er áreiðanlegasta heimild um Múhameð, Bókin var einfaldlega lygi.

Kveðja Sigurður 

Sigurður Árnason, 20.4.2008 kl. 01:14

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Aftur Sigurður.

Alltaf gaman að fá tækifæri til að útskýra mál sitt á málefnalegan hátt.

Hadíðurnar eru alls ekki ábyggilegar heimildir þótt sagt sé að í þeim finnist ummæli Múhameðs og sögur af honum. Þær eru notaðar sem slíkar veit ég og ekki hvað síst af þeim sem þurfa að réttlæta hverskyns ofstæki. Ábyggileiki þeirra hefur verið dregin í vafa, ekki aðeins af vestrænum trúfræðingum, heldur og íslömskum.

Það er ekki hægt að skilja lög og ráðsályktun Múhameðs með því að setja á þau vestrænar nútíma mælistikur. Til að skilja menninguna þarf einnig að hafa talsverða þekkingu á Arabísku.

Eins og þú veist hafa Bahaiar þurft að þola ofsóknir af hendi múslíma allt frá fæðingu trúarinnar í Persíu fyrir 165 árum. Í Bahai trú er samt að finna fjölda útskýringa sem gerir okkur kleift að skilja hvað vakti fyrir Múhameð á sínum tíma og hvernig múslímum tókst að misskilja það og mistúlka, líkt og einnig varð hlutskipti kristninnar á miðöldum.

Bahá´ú´llah fullyrðir að Múhameð hafi verið guðsinnblásinn boðberi líkt og Krishna og Gautama og það er útilokað fyrir Bahaia að leifa sér að gera mun á milli þeirra. Trúarbrögðin voru ætluð sem þrepa-lærdómur fyrir mannkynið til að leiða það fram yfir öld Kalí og inn í Guðsríkið. Við erum enn á leiðinni þangað. Múhameð var falið að koma með lög og reglur sem mundu fleyta mannkyni á það stig að sameining þjóða yrði möguleg. Félagslegar kenningar hans og lög (sem ávalt breytast við komu nýs boðbera)verður að skoða í ljósi þessa markmiðs.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 01:37

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Linda, vegna orða þinna um múslimska ákvæðið "The male shall have the equal of the portion of two females", þá bendi ég þér á, að hliðstætt ákvælði var í íslenzkum erfðalögum allar götur til 1850. Ennfremur fengu vinnukonur ekki nema hálf laun vinnumanna nokkurn veginn út alla 19. öld.

Jón Valur Jensson, 20.4.2008 kl. 09:38

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætlaði nú að segja eitthvað um Skúlasíðuna um leið. Fyrirsögn þín hér, Svanur Gísli, er raunar hálf-villandi, því að Skúli berst gegn hryðjuverkum )þú hefur þó eflaust meint: hrydjuverk.blog.is). En afstaða mín til þessa lokunarmáls kemur fram í eftirfarandi innleggi á vefsíðu, sem kannski fáir hafa séð:

  • Kæri Skúli, mér þykir það mikill skaði að missa þig af Moggablogginu. Það er ekki aðeins tjón þitt, heldur lesenda þinna, sem og lesenda annarra bloggara, þar sem þú hefur lagt inn athugasemdir og góð innlegg. Þær umræður, sem þú hefur tekið þar þátt í, verða eins og hálf-vængbrotnar og illskiljanlegar, eftir að þín innlegg eru horfin þaðan – menn að rökræða málin og þú þar með, og aðrir svara þér, en nú er sú umræða skert eða niður skorin eftir á! Það er ekki svo, að eldri vefsíður almennt séu einfaldlega liðnar og tröllum gefnar; við vísum í þær aftur og aftur, eftir því sem nauðsyn ber til, og margar þeirra koma fram, þegar fólk er að gúgla sér upplýsingar, bæði greinahöfundar, framhaldsskólanemendur og annað fólk í upplýsingaleit.
  • Ef einhvern tímann þarf að takmarka málfrelsi einhvers, er affarasælast að biðja viðkomandi að skera burt meiðyrði eða annað það í grein(um) eftir hann/hana, sem hugsanlega brýtur lög, en hitt er afar róttæk og raunar altæk aðferð að þurrka burt allar vefsíður viðkomandi – með allri þeirri vinnu, sem hann/hún hefur í þær lagt – og sömuleiðis með öllum þeim upplýsandi rökræðum sem fram hafa farið á því vefsetri í kjölfar greina og pistla viðkomandi manns. Þar með eru í raun skorin burt öll framlög allra þeirra gesta, sem heimsótt hafa þær síður. Þetta er í raun svo ótrúlega róttæk aðgerð, að mann sundlar við tilhugsunina, og myndu margir taka þessu sem afar þungu andlegu áfalli, ef þeir sjálfir stæðu í sporum Skúla nú. Það er þó gott til þess að vita, að fyrirhyggja hans var þvílík, að hann á allt þetta efni afritað.
  • Ég veit, að þessari sömu aðferð var beitt við einhverja grófa nýnazistasíðu, að leggja hana niður, en hygg víðs fjarri, að henni verði á nokkurn hátt líkt við Moggablogg Skúla. Þar að auki var sú nazistasíða tiltölulega nýtilkomin, en Skúli hafði bloggað lengi og lagt geysilega vinnu í þetta. Missir okkar allra er mikill, eins og sést af framansögðu, og á það jafnt við þá, sem eru honum að mestu sammála, og hina, sem deila með honum einungis sumum skoðunum og afstöðu, en öðru ekki. Jafnvel andmælendur hans hafa misst málfrelsið sem þeir höfðu á síðum hans ...
  • Henry (Promecius) lagði nýlega niður síðu sína (og stofnaði nýja), sem og Sindri Guðjónsson, báðir eftir að þeir turneruðust frá kristindómi. Þar með duttu út öll innlegg þeirra á aðrar vefsíður, sem var mikill skaði, sem og innlegg annarra á vefsíður þessara tveggja. Ég bið menn að taka þetta sér ekki til fyrirmyndar! Og ég bið líka vefstjórn Moggabloggsins að endurreisa vefsetur Skúla Skúlasonar, en hafa samband við hann um þá hluti, sem viðkomandi vefstjórn telur sig ekki geta samþykkt í einhverjum greinum hans. En sjálfur er hann reyndar ábyrgur fyrir vefsíðum sínum skv. lögum, af því að hann skrifar þar undir nafni. Aftur á móti virðist mér sem vefstjórnin gæti lent í vandræðum með þau skrif nafnleysingja, sem brjóta ýmis landsins lög, sem rakin voru hér ofar í innleggi Skúla í gær kl. 11:11. Menn hugsi t.d. til hinna afar heiftúðugu skrifa "DoctorsE" um kristindóm og kirkju, sem hvað eftir annað brjóta þessi lagaákvæði ...
  • Með kærri kveðju til samfélags kristinna bræðra og systra á blogginu,

Jón Valur Jensson, 20.4.2008 kl. 09:52

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það voru einmitt þessi ummæli þín sem urðu til þess að ég sendi þér fyrirspurnina sem þér fannst ranglega valin staður og þú hefur ekki svarað enn Jón Valur.

Mér finnst nafnið á blogginu hans Skúla vera afar lýsandi fyrir það sem hann stóð fyrir og þess vegna vitnaði ég til þess með déi frekar en eði svo menn færu ekki í grafgötur með hvað ég meinti.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 10:36

14 Smámynd: Björn Heiðdal

Það verður nú bara að taka undir með Jóni.  Þetta er alltof róttæk aðgerð hjá mbl.is og er í raun greiði við Skúla.  Mér finnst að þessi síða og comment Skúla ættu að standa um aldur og ævi til vitnis um þröngsýni og þráhyggju ásamt slatta af fyrirlitningu í garð múslima. 

Hún opnaði augu mín um hvað er í gangi hér á netinu og hvaðan ýmsir frasar eru komnir sem mörgum "kristnum" er tamt að nota um múslima.  T.d. sagði Skúli að allir múslimar væru mögulegir hryðjuverkamenn, þyrftu bara að fá skipun um það frá næstu moskvu.  Þessi setning var síðan nákvæm þýðing á fyrirsögn á einni uppáhaldssíðu Skúla. 

Björn Heiðdal, 20.4.2008 kl. 11:07

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Björn.

Frá ákveðnum sjónahóli má segja að það sem þú segir sé rétt. Ég hef heimsótt útrýmingarbúðir og veit að þær gegna mikilvægu hlutverki sem minjar um atburði sem ekki mega endurtaka sig. En ólíkt sem var um bloggsíðu Skúla, eru þær óvirkar og niðurlagðar. - En ef ég ætti að taka dæmi um velheppnaða hatursherferð í netheimum, mundi "hrydjuverk.is" vera ofarlega á bladi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 11:39

16 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta sagði Skúli á einum stað hjá sér.

"En spurningin er þessi,  getur hvaða Múslími orðið hryðjuverkamaður,  hvenær sem er ef hann hefur nóg sprengiefni, fjármagn og tæknilegan búnað, og svo auðvitað skipun að ofan frá Allah (les frá klerkinum  í næstu Mosku.).

Mér finnst vera hér komið rannsóknarverkefni fyrir einhverja félagsdeildina í HÍ og HR, því það fer ekki milli mála að, hópur Múslíma í hvaða samfélagi villutrúarmanna sem er getur verið áhættuhópur. 

Skúli Skúlason, 1.10.2007 kl. 18:07"

Þetta virðist bara vera svona fræðilegar vangaveltur þangað til þú lest síðustu línuna.  Þar fer ekkert á milli mála hvað Skúla finnst um múslima.   

Björn Heiðdal, 20.4.2008 kl. 12:03

17 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mér þykir rödd Svans Gísla afar skynsöm og hófsöm í þessari orrahríð.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.4.2008 kl. 13:15

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Björn. Ég hef hingað til forðast að birta bein ummæli af "hrydjuverk.is" máli mínu til stuðnings vegna þess hve ógeðfeld þau eru. En ég sé að fleiri en ég eiga þau til í handraðanum.

Takk fyrir innlitið Georg :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 14:10

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sammála Georg.  Rödd Svans "skynsöm og hófsöm"

Eins og eg sá hann segja einhversstaðar annarsstaðar á þá leið að: Það eru ekki skoðanirnar sem slíkar sem er verið að deila á, heldur meðferð þeirra.

Mikil þolinmæði sem hann sýnir við að útskýra grundvallaratriði lýðræðissamfélags út fyrir fólki.

En með þessa tjáningu Skúla... þá var ég mest hissa á að það voru einhverjir tveir eða þrír sem tóku undir máflutning og framsetningu hans... og fannst texti hans jafnvel vanadaður og heimildaríkur ... og hafa upplýsingargildi !

Það sjokkeraði mig einna mest.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.4.2008 kl. 15:25

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sammála þér með niðurlagið Ómar. En ég held að þessi Skúlaskjaldborg fari þverrandi. Fólk sér að sér þegar það fer að pæla í hverskonar útgerð þetta var hjá honum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 18:10

21 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli og aðrir skrifarar !

Mátti til; að fara hér, inn á vettvang þinn, og mótmæla enn, viðhorfum þínum, sem og Björns Heiðdal - Georgs P.  og Ómars Bjarka, sem ýmissa annarra.

Gildir einu; þótt tjáningarfrelsi væri ríkjandi, austur í Persíu (Íran), hjá klerkaskröttunum þar.

Setjum svo; að ég, fylgismaður Rétttrúnaðar kirkjunnar, byggi þar, og þar væri starfandi maður nokkur, spjallsíðuhafi, hver fyndi trúnni, á okkar Hvíta- Krist, allt til foráttu.

Ætti ég þá rétt á, að krefjast þess, að síðu hans yrði lokað, með sömu formerkjum, og síðu spjallvinar míns, Skúla Skúlasonar, hér á landi ?

Hygg; að standi í ykkur, Svanur Gísli - Björn - Georg og Ómar, að svara þessu, skefjalaust.  

Og einnig; vil ég taka fram, við ykkur, að ekkert hatur er að finna, í skrifum Skúla, miklu fremur ýtrasta raunsæi, sem sönnum fræðaþul einum sæmir, eins og vænta mátti.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:08

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Óskar og velkominn.

Ef þú ert að meina hvernig tekið yrði á þér samkvæmt Írönsku lögum þá áttu rétt á því að fá haturssíðum lokað, svo fremi sem það eru Kristnir, Gyðingar eða Sabíar sem eiga í hlut. Væru það hinsvegar Bahaiar, trúsystkini mín, sem þú værir að úthúða, mundi enginn hreyfa legg né lið gegn þér, nema e.t.v af ótta við að alþjóðleg mannréttindasamtök létu til sín taka á einhvern hátt.

En ég verð að viðurkenna að ég treysti betur íslenskum stjórnvöldum til að halda uppi merkjum málfrelsis og að vernda það en klerkakúgaðri stjórn Írans. Sá tími mun koma að þeirri kúgun linnir og við munum fá tækifæri til að kynna okkur góðu lýðræðislegu gildi. Þá þurfum við ekki á neinum ofstækisfullum eldprestum að halda, hvort sem þeir heita Skúli að Abdúlah.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 23:41

23 identicon

Heill og sæll; á ný, Svanur Gísli og aðrir skrifarar !

Þakka þér; gestrisnina.

Hygg; að við verðum ei sammála enn, Svanur minn. Það er annars magnað, hversu þú, sem trúsystkini þín, eruð þolinmóð, gagnvart ofríki klerkaskrattanna, austur þar, og svo munum við báðir, örlög hinnar ágætu tvíeðlishyggju Zaraþústra, með falli Persaveldis, 653. 

Það er meðal annars; óvild mín, í garð Múhameðskra, hver stafar af eyðileggingu þeirra, á hinni kristnu Norður- Afríku, sem og Persaveldis, þótt þeir Zaraþústra fylgjarar, eða hluti þeirra, hafi náð að komast í skjól nokkurt, meðal Indverja, enda Hindúar yfirleitt öðru að sinna, en að troða sínum fræðum upp á náungann.

Þess vegna; vil ég meina, Svanur Gísli, að heimsmynd okkar, sem veraldar sagan öll, hefði orðið mun litskrúðugari, hefði Múhameð bölvaldur aldrei komist á legg.

Að þessarri skýrslu minni lesinni, hlýtur þú að skilja, fóstbræðralag okkar Skúla fræðaþular Skúlasonar, m.a. ! Þetta er aðeins einn partur margra, af mínum ástæðum, fyrir andstyggð þeirri, hver frá Mekku er sprottin. 

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 01:42

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Heill sértu sjálfur Óskar Helgi.

Sem betur fer hafa varðveist gögn um það ástand sem ríkti á Arabíuskaganum fyrir daga Múhameðs. Arabar voru að sönnu afar barbarísk ef þjóð skyldi  kalla því eina tryggð íbúanna var við sinn ættflokk. Múhameð sameinaði Araba og á örfáum árum urðu þeir í krafti kenninga Kóransins að siðmenntuðustu og lærðustu þjóð veraldar. Á gullaldarárum Íslam, sem svo margir öfgamenn samtímans lengir eftir að endurreisa, gengu þeir um í purpura frá Indlandi, borðuðu sæta ávexti frá Kína, skeggræddu sófíur Platós og lásu grískar kviður á frummálinu. Þeir reiknuðu út gang himintungla, gerðu líkön af hafskipum. Þeir böðuðu sig á hverjum degi, gátu læknað algengustu sjúkdóma með lyfjagjöfum og ilmefnum, bjuggu í upplýstum borgum með almenningssalernum á þriðja hverju horni.

Á sama tíma leituðu Evrópumenn sér lúsa og lifðu við sult og seyru í 35 ár að meðaltali, ólæsir, óskrifandi, óhreinir og óhamingjusamir. Sé sagan af Sæmundi fróða sönn, þá hlaut hann menntan sína af múslímum og gyðingum. Karlamagnús sem stofnsetti svarta skóla í París fékk til liðs við sig múslíma kennara frá Kordóvu á Spáni þar sem fyrsti Evrópski háskólinn hafði verið stofnaður öldu fyrr.

Ég harma sem þú afar grymmilegar aðfarir múslíma að magusum Zaraþústra og hef sjaldan orðið jafn snortinn er ég kom í musteri þeirra eitt sinn í USA fyrir margt löngu og horfði í eld sem þeir sögðu mér að fyrst hefði verið kynntur fyrir 3000 árum. - En um arfleifð Íslam er ekki að efast og þess vegna kannski erfiðara að umbera þá hnignun sem orðið hefur innan trúarbragðanna. Bókstafurinn kyrkir ætíð, hvar sem hann yfirtekur andann.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 02:32

25 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Vá skemmtileg umræða, finnst mér, Svanur minn!! Sumt er samt óskýrt...

Mig langar á fund..... hringdu.

Jónína Benediktsdóttir, 21.4.2008 kl. 04:43

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér algjörlega sammála Svanur og þeir sem hrópa hæst um málfrelsi hér, eru ekki endilega dyggilegur fylgjendur þess nema þegar það hentar þeim sjálfum. 

Þessi bloggari, sem ég las ekki nema einu sinni eða tvisar, var beðinn um að rétta sig eftir ákveðnum reglum eiganda lénsins en sá sér það ekki fært.

Málfrelsi hvað?  Ég á ekki orð.  Og takk fyrir þennan frábæra pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 09:22

27 identicon

Heill og sæll; enn, Svanur Gísli !

Held enn; við þá staðföstu skoðun mína, að helvítis (blessaðir) Arabarnir hefður betur haldið sig, við eldforn skurðgoð sín, sem andatrú ýmsa, fremur en að taka upp kenningu þessa fjanda, hver frá Mekku var sprottinn.

Jú; jú, eflaust hefði ýmislegt mátt betur fara, í hreinlætismálum Evrópu manna, sérílagi, í vesturhluta álfunnar, eftir fall Vestur- Rómverska ríkisins, Svanur minn, 476.

Það var svo margt; sem fór úrskeiðis, með falli þess, þótt svo Austur- Rómverska ríkið héldi sínu, um stund. Leiðist einnig ákaflega, þegar Arabar eigna sér, eða hefir verið eignað, ýmsar uppfinningar Kínverja - Indverja - Forn- Egypta - Persa - Grikkja o.fl., gegnum tíðina. Beinlínis sögu- sem menningarfölsun.

Auðvitað; hafa Semítar (Júðar og Arabar) marga góða kosti til að bera; en......... eingyðishyggjan virðist fara, misvel, í suma kynstofna, fremur öðrum, að kalla.

Allt um það; tilkoma Múhameðstrúarinnar, hefir fremur verið til skaða, á heimsvísu, og lítt friðvænleg. Aftur á móti hafa Vesturlönd svo sem ekkert heldur, neina hreina skildi upp á bjóða, sem dæmin sanna allvíða.

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:39

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Jónína

Þakka þér innlitið. Sumir hlutir breytast aldrei, og einn er að ég er ekki alltaf skýr :)

Jenný, takk fyrir að liggja ekki á afstöðu þinni frekar en venjulega. Ég hef lesið kommenta þín hvar sem ég sé þá.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 10:45

29 Smámynd: AK-72

Fyrir þó nokkru síðan meðal annars vegna mikils áhuga míns á seinni heimstyrjöldinni og Helfrinni, þá fór ég að krukka í að skoða hatursáróður og hvernig hann er uppbyggður. Eitt af þeim trixum sem var beitt var m.a. það sem SKúli gerði, finna trúarvers eða orð til að slíta úr samhengi og draga sem versta mynd upp ásamt því að hamra á illsku múslima með því að finna sem versta hluti um þá. Þetta er nokkuð sem höfðar til margra sem gleypa svona áróður hráan án gagnrýnnar hugsunuar og þegar hamrað er á allan tímann: hópur X er vondur, hópur X er vondur, hópur X er vondur, þá að lokum byrja þessir einstaklingar að trúa því að allir í hópi x eru vondir. Þegar við bætist að Skúli þýddi efni beint af þekktum haturs-vefum og bætti svo inn eigin "innskotum þýðenda" þar sem farið var níðrandi orðum um múslima, þá vissi maður alveg hvert hugur hans og áróður lá.

Ég ætla svo að sýna þeim sem efast aðeins um hug Skúla dæmi sem hann lét út úr sér í rökræðum á öðru bloggi hér hjá einum af verjendum hans og spyr hvort ykkur finnst þetta í lagi:

" Það varðar líka við lög að þegja yfir vitneskju um samsæri og stefnu hóps fólks til að drepa Íslendinga, sbr. Kóran 009:005  og 008:039 svo aðeins tvær málsgreinar séu nefndar.  Það geturðu séð  í hinum almennu íslensku Hegningarlögum.  Og meir að segja bent á það hér í færslum að ofan.  Það getur einnig varðað við sömu lög að þagga niður í þeim sem varar alþjóð við slíkum fyrirætlunum."
 

AK-72, 21.4.2008 kl. 23:37

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll AK-72

Ég er sammál hverju orði. Það eina sem gildir í þessi efni er uppfræðsla og þolinmæði. Það er tiltölulega auðvelt að hrekja þessa vitleysu svona vitsmunalega séð. Við erum svo heppin hér á Íslandi að vera í alflestum tilvikum ekki tilfinningalega ofurseld kynþáttahatri og trúarlegu ofstæki..enn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 23:53

31 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Þetta er eiginlega hræðinlegt að sjá hvernig Múslimar eru teknir fyrir hérna.

Svolítið fyndið að sjá einhver skrifaði hvað hefur skúli sagt sem er ekki satt. Fyrir utan þær óöruggu heimildir sem hann sótti reglulega til að sýna fram á hvað múslimar voru vondir, er ákveðin lýgi að sýna aðeins eina hlið og ala á ákveðni ímynd. í því fólst áróðurinn hjá skúla. Skúli sér ekkert að sínum skrifum og finnst hann ekki skulda neinum afsökunar beiðni.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.4.2008 kl. 00:00

32 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Nanna.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað Skúla gekk til. Kannski trúði hann þessu öllu, kannski gerði hann sér ekki grein fyrir skaðsemi orða sinna, kannski var hann í þessu eins og hverri annarri launaðir vinnu og áleit skyldu sína að skila daglega inn sínu "hrydjuverki".

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2008 kl. 00:40

33 Smámynd: halkatla

Savnur, ég er búin að svara því sem þú skrifaðir á mitt blogg. Þú ert nú meiri furðufuglinn verð ég að segja! og virðist búa yfir dáldið mikilli heift sjálfur. Veist ekkert um hvað þú ert að tala en ert einhverra hluta vegna að reyna að koma óorði á okkur sem tókum upp hanskann fyrir Skúla eða kvörtuðum vegna þessarar meðferðar á okkar dýrmætasta rétti, tjáningarfrelsinu!

afhverju finnst ykkur bara hræðilegt hvernig múslimar eru teknir fyrir en ekki t.d kristnir hér á blogginu, dag eftir dag? ég spyr ykkur Nanna og Svanur? Sjáiði ekki hvað þetta er stjórnlaus hræsni? Fólk birtir kafla úr helgiritum Islam, eitthvað sem er staðreynd að múslimar líta á sem heilagt, hvorki meira né minna, og þá er það kynþáttahatur og/eða fordómar gegn Islam? Ég skil þetta ekki, fólk á að mega fjalla um hvaða trúarbrögð sem er og glæpamenn sem nota þau til að réttlæta sínar gjörðir. Mér finnst þessi hegðun ykkar og margra annarra alveg hrikaleg hræsni og ég vona að þið fattið það einhvern daginn.

halkatla, 22.4.2008 kl. 09:31

34 Smámynd: halkatla

Svanur Gísli, ef Skúli þýddi allt svona ranglega, afhverju gat ég þá lesið þessa hluti allasaman í kóraninum (á íslensku og ensku) og miklu verri hrylling í hadiths? (á ensku)

halkatla, 22.4.2008 kl. 09:41

35 Smámynd: Auðun Gíslason

Takk fyrir, Svanur!  "Elskið óvini yðar."  Gaman á sjá hina "sann"kristnu afhjúpa sig.  En mikið er ég glaður!  Hef verið í dag að lesa sumt af þessu efni sem ýmsir setja hér um þennan "merka viðburð", þ.e. lokun bloggs SS.  Rifjaðist upp fyrir mér setning úr ágætri smásögu/dæmisögu:  "Ef þér líður vel í skítnum hafðu þá vit á því að þegja." Leiðinlegt að segja það, en kristnir, sumir hverjir, virðast haldnir einhverri áráttu í þá veru að snúa öllu til verri vegar, þegar kemur að trúarbrögðum annarra, já, og jafnvel sínum eigin!

Auðun Gíslason, 22.4.2008 kl. 21:25

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Anna Karen.  Ég hef líka svarað þérá þínu bloggi, en vertu velkomin hingað líka. Þú ritar;"Þú ert nú meiri furðufuglinn verð ég að segja! og virðist búa yfir dáldið mikilli heift sjálfur."

 Það er afar þekkt rökvilla að ráðast í upphafi máls síns á viðmælanda sinn með einhverskonar uppnefnum eða karaktersyfirlýsingum eins og þú gerir. Ég dreg þá ályktun af því að þú sért í vandræðum með að nðálgast málin málefnalega.

Óorðið sem þú talar um hlýtur að vera skyrskotun til orðsins "fordómafull" sem ég nota í fyrifsögn minni, eða hvað?

Ég sé ekki hvað það kemur málinu við hvaða annar ósómi veður uppi á blog.is. En ég endurtek að ég hef persónulega ekki séð neitt sem jafnast á við undirróðursíðan hrydjuverk.is.  Hvað hræsni er fólgin í því að sjá skynsemina í því að blog.is lokaði hrydjuverk.is? Hvað hefur sú staðreynd, að þeir (blog.is) hafa ekki lokað  síðum sem þér er greinilega í nöp við, með hræsni mína að gera? Skil ekki alveg lógíkina hjá þér Anna Karen. Þar að auki hef ég ekki tjáð mig um hvað mér finnst um aðrar útgerðir hér á blog.is,  þannig að þú gerir mér upp skoðanir.

Um þýðingar Skúla ætla ég ekki að fjölyrða efnislega. En ef þú hefur áhuga á þá skal ég senda þér kafla sem hann "þýddi" svo þú getir borið hann saman við þýðingu Helga Hálfdánarsonar.

Margt af því sem á netinu er að finna siglir undir fölsku flaggi fræðimennsku og viðtekinna sanninda. Það er afar auðvelt að blanda saman lygi og staðreyndum, rjúfa samhengi til að gefa til kynna eitthvað sem ekki er satt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2008 kl. 23:37

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Auðun.

Já, ég kannast við dæmisöguna held ég. Var ekki niðurstaða hennar sú að ekki eru allir sem drulla á þig óvinir þínir og ekki eru allir vinir þínir sem losa þig úr skítnum, eða eitthvað á þá leiðina? :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2008 kl. 23:46

38 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Fyrir utan það var engin helför í Serbíu gegn múslimum?

Vildi ég væri með útvarpsþættina enn með Micheal Savage(3 vinsælasti útvarpsmaður Bandaríkjana) þar sem hann eyddi 3 þáttum í að útskýra þetta mál og hvernig í raun eini glæpurinn var framinn gegn Serbum sem voru að verja sig

http://www.worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=55467 

http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=61859

Alexander Kristófer Gústafsson, 23.4.2008 kl. 01:36

39 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Alexander, alþjóðadómstólar eru bara svona vitlausir. Og svo allar þessar myndir, tómt fals. Og svo náttúrulega hundruðir vitna, fjöldagrafirnar og sú stapreynd að margir þeirra sem tóku þátt í morðunum, hafa játað sök sína. Maður getur nú ekki verið að láta svoleiðis nokkuð plata sig. Alla vega ekki þegar Míkael Savage segir eitthvað annað. Það er sko betra að hlusta þegar maður sem er staddur í pólitik soldið hægra megin við Idi Amin talar. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 02:03

40 Smámynd: halkatla

ég er búin að lesa kóraninn í þýðingu Helga Hálfdánarsonar og hef lesið hann í 3 enskum þýðingum sem ég nálgaðist gegnum viðurkenndar islamskar vefsíður. Ég hef verið að kynna mér sögu Islam, menningu Islam og trúarbrögðin Islam síðan ég var 13 ára... ég er sko ekki bara þessi rasisti sem les bloggið hans Skúla vegna þess að ég fyrirlít múslima stjórnlaust. Ég las hjá Skúla, að mér fannst, eðlileg viðbrögð við mörgum textum og hugmyndum sem opinberlega eru studdar af hinu Islamska kerfi, margt sem íslenskir múslimar myndu aldrei afneita! Þarna var hægt að sjá viðhorf sem er svipað mínu til þeirra hryllilegu glæpa og misnotkunar sem Islam umber og styður. Fordæming á mörgum þessum fyrirbærum er bara eitthvað sem mér finnst oft vanta sorglega mikið annarsstaðar í nafni "umburðarlyndis", á meðan nánast smávesen í öllum öðrum trúarbrögðum og hugmyndafræði er fordæmt lon og don. Islam heldur sér alveg í fréttunum sjálf sjáðu til, og ég hef ákveðna skoðun á mörgu sem þar er sagt frá og ef þær skoðanir þykja núna glæpsamlegar (ef þær eru tjáðar) þá er ég bara miður mín.

Og að lokum, þú skrifar hér bloggpistil og fyrirsögn hans er: "hryðjuverk og fordómafull skjaldborg um þau" og hefur ekki hikað við að hæðast að "ást minni á málfrelsinu" einsog þú sért að gefa í skyn að ég sé bara að æsa mig vegna einhverra undirliggjandi ástæðna sem ég er ekki að koma hreint fram með. En svo furðar þú þig á því að ég kalli þig "furðufugl" (ekki illa meint en svona vó þú ert skrítinn, slærð svona til fólks en gerir það í nafni þinnar yfirburða góðmennsku) - afsakaðu en mér fannst það ekki verra en að vera stimpluð sem meðlimur í hinni "fordómafullu skjaldborg", ég sé væntanlega ekki hvað þú ert hátt uppi af því að ég er svo langt niðri, en oh well

halkatla, 23.4.2008 kl. 07:10

41 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nú gerist það að við erum að tala um svo til sömu hlutina á tveimur stöðum. Við tölum til hvors annars í því samhengi, frekar en því sem lesa má hér.

En eins og sést á skrifum þínum vítt og breytt um bloggheima var þér stundum heitt í hamsi og tilfinningarnar réðu frekar en rökfræðin. Ég er ekki að segja og hef aldrei sagt að þú værir "rasisti". Fólk getur haft fordóma af öllum mögulegum toga og ég er engin undantekning þar á. Ég hef oft getið þess að ég lít ekki á fordóma sem vitsmunalegt vandamál, heldur tilfinningalegt. Þegar að tilfinningar yfirtaka vitsmunina í  afstöðu okkar til manna og málefna erum við í bráðri hættu.

Nú ritar þú á þínu bloggi; "takk fyrir svarið Svanur, en við verðum bara að vera ósammála - mér finnst ekki hægt að slíta hluti svona úr samhengi og að fá bloggum lokað útá það, en ég er farin að fá á tilfinninguna að kannski hafi þetta bara verið of harkalegt blogg?"

Þetta skulum við láta verða lokaorðin um þetta mál í bili, enda sé ég að þú ert kominn út í allt aðra sálma á þínu Bloggi. 

Bestu kveðjur,

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 10:50

42 Smámynd: Jonni

Ditto

Jonni, 25.4.2008 kl. 10:02

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir innlitið og  uppörvandi orð, Bárður, Jonni og Kurr.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.4.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband