8.10.2009 | 17:47
Kristnir eru fjölmennastir og herskáastir
Herskáustu þjóðir heimsins eru kristnar. Alla tíð frá því að þau trúarbrögð grundvölluðu sig sem megin átrúnaður rómverska ríkisins hafa áhangendur þeirra, í blóra við skýr skilaboð höfundar þeirra, stofnað til flestra og mannskæðustu styrjalda í sögu mankynsins. Flest þau stríð hafa ekki verið háð í nafni trúarinnar en engu að síður af áhangendum hennar.
Í dag eru kristnu trúarbrögðin þau fjölmennustu í heiminum, ca, 2,1 milljarður og enn fara kristnar þjóðir, sem flestar ráða yfir tæknivæðingu og ríkidæmi, fremstar með ófriði í heiminum, einkum í vanþróuðum löndum og gjarnan gegn óvinum sem ekki hafa stuðning neins sérstaks þjóðlands.
Hér að neðan sést hvernig mannkynið skiptir sér á milli trúarbragða og lífskoðanahópa.
- Christianity: 2.1 billion
- Islam: 1.5 billion
- Secular/Nonreligious/Agnostic/Atheist: 1.1 billion
- Hinduism: 900 million
- Chinese traditional religion: 394 million
- Buddhism: 376 million
- primal-indigenous: 300 million
- African Traditional & Diasporic: 100 million
- Sikhism: 23 million
- Juche: 19 million
- Spiritism: 15 million
- Judaism: 14 million
- Baha'i: 7 million
- Jainism: 4.2 million
- Shinto: 4 million
- Cao Dai: 4 million
- Zoroastrianism: 2.6 million
- Tenrikyo: 2 million
- Neo-Paganism: 1 million
- Unitarian-Universalism: 800 thousand
- Rastafarianism: 600 thousand
- Scientology: 500 thousand
Hér að neðan er listi yfir manskæðustu styrjaldirnar sem háðar hafa verið í heiminum.
- 60,000,00072,000,000 - World War II (19391945), (see World War II casualties)
- 36,000,000 - An Shi Rebellion (China, 755763)
- 30,000,00060,000,000 - Mongol Conquests (13th century) (see Mongol invasions and Tatar invasions)
- 25,000,000 - Manchu conquest of Ming China (16161662)
- 20,000,000 - World War I (19141918) (see World War I casualties)
- 20,000,000 - Taiping Rebellion (China, 18511864) (see Dungan revolt)
- 20,000,000 - Second Sino-Japanese War (19371945)
- 10,000,000 - Warring States Era (China, 475 BC221 BC)
- 7,000,000 - 20,000,000 Conquests of Timur the Lame (1360-1405)
- 5,000,0009,000,000 - Russian Civil War and Foreign Intervention (19171921)
- 5,000,000 - Conquests of Menelik II of Ethiopia (1882- 1898)
- 3,800,000 - 5,400,000 - Second Congo War (19982007)
- 3,500,0006,000,000 - Napoleonic Wars (18041815) (see Napoleonic Wars casualties)
- 3,000,00011,500,000 - Thirty Years' War (16181648)
- 3,000,0007,000,000 - Yellow Turban Rebellion (China, 184205)
- 2,500,0003,500,000 - Korean War (19501953) (see Cold War)
- 2,300,0003,800,000 - Vietnam War (entire war 19451975)
- 300,0001,300,000 - First Indochina War (19451954)
- 100,000300,000 - Vietnamese Civil War (19541960)
- 1,750,0002,100,000 - American phase (19601973)
- 170,000 - Final phase (19731975)
- 175,0001,150,000 - Secret War (19621975)
- 2,000,0004,000,000 - Huguenot Wars
- 2,000,000 - Shaka's conquests (1816-1828)
- 2,000,000 - Mahmud of Ghazni's invasions of India (1000-1027)
- 300,0003,000,000[91] - Bangladesh Liberation War (1971)
- 1,500,0002,000,000 - Afghan Civil War (1979-)
- 1,000,0001,500,000 Soviet intervention (19791989)
- 1,300,0006,100,000 - Chinese Civil War (19281949) note that this figure excludes World War II casualties
- 300,0003,100,000 before 1937
- 1,000,0003,000,000 after World War II
- 1,000,0002,000,000 - Mexican Revolution (19101920)
- 1,000,000 - IranIraq War (19801988)
- 1,000,000 - Japanese invasions of Korea (1592-1598)
- 1,000,000 - Second Sudanese Civil War (19832005)
- 1,000,000 - Nigerian Civil War (19671970)
- 618,000[95] - 970,000 - American Civil War (including 350,000 from disease) (18611865)
- 900,0001,000,000 - Mozambique Civil War (19761993)
- 868,000[96] - 1,400,000[97] - Seven Years' War (1756-1763)
- 800,000 - 1,000,000 - Rwandan Civil War (1990-1994)
- 800,000 - Congo Civil War (19911997)
- 600,000 to 1,300,000 - First Jewish-Roman War (see List of Roman wars)
- 580,000 - Bar Kokhbas revolt (132135CE)
- 570,000 - Eritrean War of Independence (1961-1991)
- 550,000 - Somali Civil War (1988- )
- 500,000 - 1,000,000 - Spanish Civil War (19361939)
- 500,000 - Angolan Civil War (19752002)
- 500,000 - Ugandan Civil War (19791986)
- 400,0001,000,000 - War of the Triple Alliance in Paraguay (18641870)
- 400,000 - War of the Spanish Succession (1701-1714)
- 371,000 - Continuation War (1941-1944)
- 350,000 - Great Northern War (1700-1721)
- 315,000 - 735,000 - Wars of the Three Kingdoms (1639-1651) English campaign ~40,000, Scottish 73,000, Irish 200,000-620,000
- 300,000 - Russian-Circassian War (1763-1864) (see Caucasian War)
- 300,000 - First Burundi Civil War (1972)
- 300,000 - Darfur conflict (2003-)
- 270,000300,000 - Crimean War (18541856)
- 255,000-1,120,000 - Philippine-American War (1898-1913)
- 230,0001,400,000 - Ethiopian Civil War (19741991)
- 224,000 - Balkan Wars, includes both wars (1912-1913)
- 220,000 - Liberian Civil War (1989 - )
- 217,000 - 1,124,303 - War on Terror (9/11/2001-Present)
- 200,000 - 1,000,000- Albigensian Crusade (1208-1259)
- 200,000800,000 - Warlord era in China (19171928)
- 200,000 - Second Punic War (BC218-BC204) (see List of Roman battles)
- 200,000 - Sierra Leone Civil War (19912000)
- 200,000 - Algerian Civil War (1991- )
- 200,000 - Guatemalan Civil War (19601996)
- 190,000 - Franco-Prussian War (18701871)
- 180,000 - 300,000 - La Violencia (1948-1958)
- 170,000 - Greek War of Independence (1821-1829)
- 150,000 - Lebanese Civil War (19751990)
- 150,000 - North Yemen Civil War (19621970)
- 150,000 - Russo-Japanese War (19041905)
- 148,000-1,000,000 - Winter War (1939)
- 125,000 - Eritrean-Ethiopian War (19982000)
- 120,000 - 384,000 Great Turkish War (1683-1699) (see Ottoman-Habsburg wars)
- 120,000 - Third Servile War (BC73-BC71)
- 117,000 - 500,000 - Revolt in the Vendée (1793-1796)
- 103,359+ - 1,136,920+ - Invasion and Occupation of Iraq (2003-Present)
- 101,000 - 115,000 - Arab-Israeli conflict (1929- )
- 100,500 - Chaco War (19321935)
- 100,000 - 1,000,000 - War of the two brothers (15311532)
- 100,000 - 400,000 - Western New Guinea (1984 - ) (see Genocide in West Papua)
- 100,000 - 200,000 - Indonesian invasion of East Timor (1975-1978)
- 100,000 - Persian Gulf War (1991)
- 100,0001,000,000 - Algerian War of Independence (19541962)
- 100,000 - Thousand Days War (18991901)
- 100,000 - Peasants' War (1524-1525)
- 97,207 - Bosnian War (1992-1995)
- 80,000 - Third Punic War (BC149-BC146)
- 75,000 - 200,000? - Conquests of Alexander the Great (BC336-BC323)
- 75,000 - El Salvador Civil War (19801992)
- 75,000 - Second Boer War (18981902)
- 70,000 - Boudica's uprising (AD60-AD61)
- 69,000 - Internal conflict in Peru (1980- )
- 60,000 - Sri Lanka/Tamil conflict (1983-2009)
- 60,000 - Nicaraguan Rebellion (1972-91)
- 55,000 - War of the Pacific (1879-1885)
- 50,000 - 200,000 - First Chechen War (19941996)
- 50,000 - 100,000 - Tajikistan Civil War (19921997)
- 50,000 - Wars of the Roses (1455-1485) (see Wars involving England)
- 45,000 - Greek Civil War (1945-1949)
- 41,000100,000 - Kashmiri insurgency (1989- )
- 36,000 - Finnish Civil War (1918)
- 35,000 - 40,000 - War of the Pacific (18791884)
- 35,000 - 45,000 - Siege of Malta (1565) (see Ottoman wars in Europe)
- 30,000 - Turkey/PKK conflict (1984- )
- 30,000 - Sino-Vietnamese War (1979)
- ~28,000 - 1982 Lebanon War (1982)
- 25,000 - Second Chechen War (1999 - present)
- 25,000 - American Revolutionary War (1775-1783)
- 23,384 - Indo-Pakistani War of 1971 (December 1971)
- 23,000 - Nagorno-Karabakh War (1988-1994)
- 20,000 - 49,600 U.S. Invasion of Afghanistan (20012002)
- 19,000+ - MexicanAmerican War (1846-1848)
- 14,000+ - Six-Day War (1967)
- 15,00020,000 - Croatian War of Independence (19911995)
- 11,053 - Malayan Emergency (1948-1960)
- 11,000 - Spanish-American War (1898)
- 10,000 - Amadu's Jihad (1810-1818)
- 10,000 - Halabja poison gas attack (1988)
- 7,26410,000 - Indo-Pakistani War of 1965 (August-September 1965)
- 7,00024,000 - American War of 1812 (1812-1815)
- 7,000 - Kosovo War (19961999) (disputed)
- 5,000 - Turkish invasion of Cyprus (1974)
- 4,588 - Sino-Indian War (1962)
- 4,000 - Waziristan War (2004-2006)
- 4,000 - Irish Civil War (1922-23)
- 3,000 - Civil war in Côte d'Ivoire (2002-2007)
- 2,899 - New Zealand Land Wars (1845-1872)
- 2,6047,000 - Indo-Pakistani War of 1947 (October 1947-December 1948)
- 2,000 - Football War (1969)
- 2,000 - Irish War of Independence (1919-21)
- 1,9754,500+ - violence in the Israeli-Palestinian conflict (2000 -)
- 1,724 - War of Lapland (1945)
- 1,500 - Romanian Revolution (December 1989)
- ~1,500 - 2006 Lebanon War
- ~1,400 - Gaza War (December 2008 - January 2009)
- 1,000 - Zapatista uprising in Chiapas (1994)
- 907 - Falklands War (1982)
- 62 - Slovenian Independence War (1991)
Um fjórðungur mannkyns múslímar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Athugasemdir
Hvar er Jón Valur núna ?
Finnur Bárðarson, 8.10.2009 kl. 19:15
Það er kanski bara komin tími á múslimana.
Þeir eru ekki háttskrifaðir á listanum núna en alltaf eins og þá langi til að komast hærra eða hvað! :)
Eins og þeir hamast alls staðar í dag með eldfærin sín...
Jón Ásgeir Bjarnason, 8.10.2009 kl. 19:53
Athyglisverðir listar.
Má ekki segja að mjög gróflega sé:
Rúmur þriðjungur manna kristinn.
Fjórðungur múslimar.
Afgangur ýmislegt annað.
Varðandi mannskæðar styrjaldir freistast maður síðan til að álíta heimsstyrjaldirnar tvær langalvarlegastar.
Sæmundur Bjarnason, 8.10.2009 kl. 19:55
En hvers vegna dettur þér fyrst í hug hverjir séu herskáastir, Svanur? Fjöldi látinna kann að vera meiri síðan kristni kom til áhrifa á samfélög, en mörg útrýmingarstríð voru háð áður fyrr og heilu ættflokkunum eða þjóðum nærri útrýmt. Brúðarbrennur og sýruskvettur sem tíðkast í löndum Hindúa og múslima eru enn lýti á þessum samfélögum. Sömuleiðis umskurðarvenjur múslima og Gyðinga.
Mér datt fyrst í hug hve erfitt það er í raun og veru að taka saman upplýsingar um trú manna. Þessar tölur segja ekki mikið um hvernig þetta fólk hugsar, lifir lífi sínu eða virkar á aðra í námunda við sig.
Frekar fáir múslimar hér á Vesturlöndum eru "strangtrúaðir" eða bókstafstrúarmenn (innan við 10%). Flestir þeirra eru "hófsamir" og iðka ekki reglulega bænahald (5 sinnum á dag) eða sækja föstudagsbæn í mosku.
En á listann vantar nokkur fjölmenn trúarbrögð:
Mormónar 12,2 milljónir
Vottar Jehóva 6,5 milljónir
Nýaldarsinna 5,0 milljónir
Svo læturðu þarna inn í listann hugmyndafræði stjórnvalda Norður-Kóreu Juche: 19 million og Neo Paganism sem tæplega er hægt að kalla trúarbrögð (frekar eins konar leikrænt andóf við siðvenjur trúarbragða.
Sigurður Rósant, 8.10.2009 kl. 21:40
... og hvaða fagnaðarerindi ertu að boða með þessu Svanur?
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 21:45
Múslímar (þ.e.a.s. Trú Friðarins) hafa framið 14191 banvænar hryðjuverkaárás frá 11. sept. 2001 víðsvegar um heiminn. Að sögn þeirra sjálfra vegna boðskapar og hvatninga úr Kóraninum og öðrum íslömskum ritum.
Mannfall í styrjöldum múslíma gegn hinum s.l. 1400 ár er talið 280 milljónir manns, mannfall múslíma sjálfra gæti verið álíka hátt.
Heimild: http://www.thereligionofpeace.com.´
Múslímar í Danmörk eru 5% af íbúum, en hirða 40% af Almannabótaféinu og víða fylla þeir um 60-70% af fangelsisrýminu.
FYRIR MÁLSTAÐ ALLAH. http://www.youtube.com/watch?v=1GeC3aR_OSE&feature=player_embedded
FRIÐUR.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:01
Jæja, nú lendirðu í því, Svanur minn, að svara honum Skúla.
Það er mesta mildi, að ekki hafa allir haft yfir tæknibúnaði "kristinna þjóða" að búa gegnum söguna. Vitaskuld væri þá mannfallið miklu meira. Kínverjar voru raunar vel tæknivæddir með sitt púður snemma og ærinn herafla sem hægt var að tefla fram, og fáir komust með tærnar þar sem Mongólarnir voru með hælana í þessum málum á miðöldum.
Sumt í þessum tölum hjá þér virðist raunar ónákvæmt (afnvel stórlega ýkt dæmi, s.s. Afganistanstríðið 2001–2002), og þegar maður smellir á línurnar, kemur engin upplýsingasíða í ljós. Hverjar eru þær heimildir?
Jón Valur Jensson, 8.10.2009 kl. 23:08
Ekki skal ég draga úr ábyrgð kristinna manna á manndrápum í styrjöldum.
Sýnist þó í fljótu bragði að beitt sé einföldun með því að lita styrjaldirnar í einum lit.
Japanir hófu í raun seinni heimsstyrjöldina 1937 með hernaði sínum á hendur Kínverjum og þar féllu tugir milljóna manna hjá þjóðum sem hvorug voru kristin.
Norður-Kóreumenn réðust inn í Suður-Kóreu 1950 og þótt það væru kristnar þjóðir sem sendu her SÞ þar inn, er mikil einföldun að skrifa Kóreustyrjöldina á kristnar þjóðir.
Lenin sagði að trúarbrögð væru ópíum fyrir fólkið og varla hægt að skrifa hernað Sovétríkjanna á trúarbrögð sem voru bæld niður þar í landi.
Síðan vantar í upptalninguna þær tugir milljóna sem Stalín og Maó drápu án þess að kommúniskar aðgerðir þeirra í landbúnaðarmálum væru skilgreindar sem styrjaldir.
Þar með erum við reyndar komin inn á svið stjórnmálastefna, sem líkja má við trúarbrögð þar sem tilgangurinn helgar meðalið.
Ekki það, að kristnir menn megi ekki verða hugsi yfir því að það voru kristnar þjóðir sem stóðu fyrir einhverri tilgangslausustu og fráleitustu styrjöld allra tíma, Fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem hermenn sungu jafnvel "Áfram kristmenn, krossmenn".
Og voðaverkin sem hin kristna þjóð Þjóðverjar frömdu undir stjórn brjálæðings og stríðsglæpir á borð við árásina á Dresden verða ævinlega skömm fyrir kristna menn.
Ómar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 23:26
Þakka þessar athugasemdir.
Vissulega má eitthvað gagnrýna þessar tölur en þær eru settar saman samkvæmt einhverjum stöðlum sem flestir greinilega sætta sig við enda fengnar af netalfræðibókinni eins og flestir efalaust sjá.
Sigurður Rósant reit; "En hvers vegna dettur þér fyrst í hug hverjir séu herskáastir, Svanur?" -
Mér datt þetta nú ekki fyrst í hug en þegar ég fór að rýna í hugsanlegan tilgang með þessari frétt sem er svo sem ekki frétt þegar öllu er á botninn hvolft, þá datt mér helst í hug að verið væri að ala á Islam-fóbíu.
Jóhanna Magnúsdóttirspyr um fagnaðarerindið: Það er margþætt, en einn liðurinn er að slá á þá marg-tuggðu klisju að trúarbrögð séu helsta orsök styrjalda og í annan stað að þeir sem styrjaldir heygja á annað borð, séu mjög fjarri þankagangi kristinna manna. Hvorugt er rétt samkvæmt þessum tölum.
Jón Ásger; Þú kannt vel að hafa rétt fyrir þér :)
Skúli;"Afrek" múslíma á sviði hernaðarbrölts og mannvíga fölna við hliðina á því sem kristnir menn haf gert sig seka um í gegnum tíðina. Og þeir eru enn að. Hvernig almannbætur í Danmörku skiptast milli þegna ríkisins blandast inn í þessa umræðu er mér ekki ljóst, nema að hún sé eitthvað tengt þeim ástæðum sem kunna að liggja að baki þessarar "ekki fréttar" sem ég blogga við.
Þetta er rétt ályktað hjá þér Sæmundur.
Það er von að þú spyrjir Finnur :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 23:29
Enginn verður óbarinn biskup...
Brattur, 8.10.2009 kl. 23:37
"Múslímar í Danmörk eru 5% af íbúum, en hirða 40% af Almannabótaféinu og víða fylla þeir um 60-70% af fangelsisrýminu."
Þess má geta, talandi um fangelsi - að á Íslandi eru konur um 5% af þeim sem eru í fangelsum og karlar um 95% þar af leiðandi. Býst við að meiri hlutinn séu kristnir karlmenn en eflaust blandað.
Feminismi er málið karlar mínir!
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 23:47
Ég held að það sé rétt Ómar, að þarna er málað í stórum dráttum en heildarlínurnar eru samt ljósar. Takk fyrir þetta.
Jón Valur; Kristnar þjóðir hafa aldrei búið til vopn sem ekki hefur verið beitt. Tæknilegir yfirburðir hafa gert þeim mögulegt að heygja árásarstríð þar sem mannfall í liði óvinaanna er hundraðfalt miðað við þeirra eigin mannfall. Persaflóa stríðið er besta dæmið um þetta og einnig "hið svokallaða "War on terror" sem enn stendur yfir. Enga miskunn eða hógværð að finna á þeim bæjum.
Brattur; Hver barði Karl?
Jóhanna; Go girl, go!
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.10.2009 kl. 00:14
Er þetta ekki almenn lögmál, Svanur minn, að stríðsmenn notfæri sér jafnan tæknilega yfirburði sína?
Annars er atómsprengjan ekki það sama og vetnisssprengjan, og nifteindasprengjunni hefur aldrei verið beitt.
Hins vegar hafa einmitt kristnar þjóðir tekið upp ýmsar takmarkanir við beitingu vopna, t.d. með banni við sinnepsgasi, ýmsum öðrum eiturefnum og sýklahernaði. Þessu fara ekki allir eftir, t.d. ekki trúlausir sovét-herforingjar í Afganistan 1979–89 og ekki Saddam Hussein í hernaði gegn Kúrdum.
Jón Valur Jensson, 9.10.2009 kl. 00:40
Og ég sem hafði læknast fullkomlega af Islam-fóbíunni, mest þér og séra Baldri Kristjánssyni að þakka.
En ég held að þú hafir frekar espað upp Islam-fóbíuna hjá þeim sem enn eru veikir, með því að snúa fréttinni á þennan veg.
Sumir þeirra muslima sem ég hef kynnst hér í Danmörku síðustu 3 árin, vilja sínu fólki helst að lýðræði komist á í föðurlandi þeirra. Þeir sjá að hér er efnahagsástand gott og hægt að gleyma Islam og skrópa á föstudagsbæn. Æ fleiri múslimar þrá að afla sér menntunar, komast í vinnu og lifa Vestrænu lífi eins og við hin. Þeir verða ekki meira til ama en kaþólsku nunnurnar þegar fram líða stundir.
Sigurður Rósant, 9.10.2009 kl. 08:56
mér fannst a-asíuþjóðir fyrirferðamestar á topp 10 listans.
ekki það að ég taki upp hanskann fyrir ein trúarbrögð eða önnur. finnast þau öll meira og minna sama ruglið.
Brjánn Guðjónsson, 11.10.2009 kl. 16:20
Reiði er afleidd tilfinning.
Kannski býr eitthvað að baki þessi stríðsbrölti.....
Haukur Baukur, 13.10.2009 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.