Herra Forseti, Tony Blair

tony_blair_war_criminalStjórnarskrá ESB, afturgengin í Lisbon sáttmálanum hefur loks verið samþykkt af Írum og þar með var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir stofnun embættis Forseta ESB sem margir pólitískir framgosar í Evrópu hafa augastað á. Enginn samt meira en fyrrum forsætisráðherra Breta, ný-kaþólikkinn og stríðsmangarinn Tony Blair.

Það er eftir ýmsu að slægjast fyrir Tony. Embættinu fylgir 250.000 punda árslaun, að mestu skattfrjáls, tuttugu manna skrafslið, örlát risna og fjöldi fríðinda.

king_blairEn sjálfsagt er Blair samt mest í mun að yfirskyggja í sögulegu tilliti,  stríðsmangara-orðstírinn sem hann varð sér út um með að fylgja vini sínum Bush út í ólöglega styrjöld við Írak.

Útnefning hans sem sérstaks erindreka til mið-austurlanda hjálpaði honum lítið í þvi tilliti.

Fái Íslendingar inngöngu í ESB og verði Blair fyrsti forseti sambandsins, verður það virkileg kaldhæðni örlaganna og kannski dálítið vandræðalegt komi Blair í heimsókn til þessa litla hrepps í ríki hans. Því það var vissulega arftaki hans og lærisveinn sem átti stóran þátt í að koma Íslendingum í þá stöðu að þeir áttu þann kost einan að reyna að komast inn í pappírsskjól ESB eða vera að öðrum kosti "sprengdir efnahagslega aftur á 19. öld."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eigum við kannski að segja 14. öld? Hann er líka erki kaþólikki ofan á allt og rassbreiðasti trúhræsnarinn hér á kúlunni.

Góð grein.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars virðist illa hægt að komast undanþessu glóbalistabandalagi. Ef fólk segir nei við sáttmálum eða inngöngu, þá er bara kosið aftur og aftur þar til jáið fæst. Sama gildir ekki um það þegar sagt er já. Það er ekki til umræðu að kjósa aftur á Írlandi meir.

Írland er raunar eina landið, sem hefður notið þeirrar náðar að fá þjóðaratkvæðagreiðslu í gegn. Nokkuð sem ráðið er ekki allskostar hrifiða af. Það þurfti slagsmál á þinginu til að fá það í gegn. Nú a að reyna að þvæla norðmönnum í gegnum aðildarumsókn í 3ja sinn. Tvisvar hafa þeir sagt nei, en í þessu mikla "lýðræðisbandalagi" er nei ekki tekið gilt.

Það verður fróðlegt að sjá upplitið á fólki, þegar við þurfum að fara að leggja okkar skerf til hervæðingar, eins og sáttmálinn heimtar. Hvað þá þegar Íslensk ungmenni verða rekrúttuð í framtíðarstríðum og hernaðarbrölti sambandsins. 

Menn verða líka hissa á því, þegar þeir komast að því að hér verður aðeins kosið á þing upp á punt og raunar sama hver fer með völd, því úrslitavaldið verður í Brussel. Viðskulum svo ekki ræða hvað verður til skiptanna, þegar auðlindirnar okkar verða komnar í púkk í þessari peningahít, sem sambandið er.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband