Hvað býr raunverulega að baki hjá Davíð

Ég velti tvennu fyrir mér þessa dagana.

Hvað vakir raunverulega fyrir Davíð að setjast í ritstjórastól Moggans....

og hvað býr raunverulega að baki ótta og reiði fólks yfir því að hann skuli hafa verið ráðinn í hann.

Ekki að ég sé haldinn þráhyggju varðandi Davíð. Þeir sem halda slíku fram eru bara þeir sem haldnir eru Davíðs blæti :)

Ég er alla vega kominn að niðurstöðu.

4a40f530deaa4Davíð hefur járnvilja. Án einbeitts vilja hefði hann aldrei getað gert það sem hann gerði. Vilji Davíðs hefur ekkert dofnað. Hann lofaði því opinberlega að ef honum yrði vísað úr starfi seðlabankastjóra og hann mundi nauðugur þurfa að yfirgefa embættið, mundi hann snúa aftur í stjórnmálin.

Það loforð ætlar hann að efna. Að ráða sig sem ritstjóra á víðlesnasta blaði landsins er snilldarbragð og fyrsta stig í þriggja þrepa áætlunar hans um að snúa  til baka, því hálfkveðin vísa er honum ekki að skapi. 

Úr ritstjórastólnum mun hann geta styrkt þá í trúnni sem áður voru einlægir átrúendur en héldu að goðið væri lagst í kör og þaðan getur hann laðað að sér nýja fylgjendur með beittum og skeleggum málflutningi á síðum Moggans. Að auki getur hann stýrt umræðunni með fréttaflutningi blaðsins þannig að þeir sem kunna að vera á móti honum í flokknum fara að líta illa út og  þeir sem ekki tilheyra flokknum enn verr.

Að ári verður Davíð orðinn óumdeildur foringi sjálfstæðismanna á ný og við tækifæri mun hann láta kjósa sig aftur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Síðan  mun hann freista þess að komast aftur í forsætisráðherrastólinn, þ.e. um leið og hægt verður að knýja fram nýjar kosningar.

Svarið er sem sagt það sama við báðum spurningunum. Einmitt þetta er orsök óttans og reiðinnar sem gripið hefur andstæðinga Davíðs. Þeir eru ekki svo mikið að spá í hvað hann hefur gert þótt þeir beri það fyrir sig. Það sem þeir óttist miklu fremur er hvað hann á eftir að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svanur, ertu frístundaspámaður? 

Ég held að þú hafir á röngu að standa. Davíð er nefnilega ekki Allah, sá sem þú reifst fyrir í fyrri færslum þínum. Þetta er ekki ótti hjá sumu fólki, heldur hatur, lýðskrum og mestmegnis múgæsing, sumar af verstu kenndum mannskepnunnar.

Það er rosalegt að sjá Íslending lofa trúarbrögð eins og Íslam og segja guð þeirra vera hinn sama og Íslendingar lofa. En Davíð Oddsson er greinilega djöfull og terroristi í þínum augum. Þetta er þráhyggja, ef eitthvað er það.

Hvar er hatrið út í Svavar Gestsson og þá ísensku stjórnmálamenn sem lofuðu verstu morðveldi heimssögunnar. Af hverju hafa menn eins og Einar Karl Haraldsson embætti? Ætti hann ekki að vera komin í klatkistuna fyrir skoðanir sínar?

Hvað er eiginlega að?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.9.2009 kl. 06:38

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hafna því algjörlega að bera hatur í brjósti gagnvart DO.  Þótti hann einn frísklegasti stundarkennari í versló forðum, auk þess var honum alltaf boðið í partý fyrir böll, og slík boð fengu bara þeir sem þóttu skemmtilegir.

Hef heldur ekki efast um "heiðarleika" hans og áræðni, s.s. þegar hann fór í einkaskrúðgöngu í Búnaðarbankann forðum til að gera áhlaup á bankann vegna veruleikafirringu kónana ungu Sigurðar og Hreiðars gagnvart eigið ágæti og hæfilegum launum fyrir það.

Get hins vegar ekki fyrirgefið DO fyrir að draga ekki Bjöggana í sama dilk, þar sem hann átti, mátti og hefði mátt vita að þeir gengu fyrir sama bensíninu.

Get ekki fyrirgefið að hann skuli ekki hafa staðið undir ábyrgð sinni sem Seðlabankastjóri og sett hömlur og höft á fáránleikann sem dafnaði í einkabankageiranum.

Óttast þessa spádóma Svanur af þeirri einföldu ástæðu að ég er sama sinnis.

Ofsatrú og persónudýrkun hefur leitt þjóðir í glötun.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.9.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Enda tala ég hvergi um hatur Jenný, ég tala um ótta og reiði. Það er Vilhjálmur sem les úr þessu hatur og blandar auk þess trúmálum í umræðuna. En hann hefur lag á að ýkja og bæta í þegar honum hentar, segir "suma"  "alla"  o.s.f.r.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Nefninlega, haturstal VÖV var hvatinn að ummælaskrifum að þessu  sinni.  Hatur er sterkt orð, sem er eiginlega bannað að nota á mínu heimili.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.9.2009 kl. 12:46

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það fer um mann nettur ótti þessa daganna.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.9.2009 kl. 13:06

6 identicon

LOFT ER LÆVI BLANDIÐ

Ísland skortir foringja

Davíð er foringi

á Íslandi er ekki einu sinni forysta

þjóðstjórn er óreynd

HVER VERÐUR ATBURÐARRÁSIN NÆSTU MISSERIN

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:16

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sérkennileg athugasemd hjá VÖV. Er að reyna að melta hana, þar ægir öllu saman. En fróðleg lesning færslan þín Svanur.

Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:24

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir kveðjuna Arinbjörn.

Sigurjón; Sú forysta sem Davíð býður upp á er að fá aðra til að gera það sem hann vill vegna þess að hann vill það.

Finnur; Vona að meltingarfæri þín séu sterk ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 15:51

9 Smámynd: brahim

Ætli vinstri armurinn í pólitíkinni óttist ekki Davíð vegna þess að hann er svo sterk persóna, hefur sterkan karakter og hefur einfaldlega bestu leiðtogahæfileikana.

Það er ekki öllum gefið að vera sterkir leiðtogar, En það var Davíð gefið.

Kæmi mér því ekki á óvart þó að hann birtist aftur sem leiðtogi Sjálfstæðismanna í næstu kosningum, enda á hann mikið inni og langt frá því að vera útbrunnin sem pólitíkus.

Sama verður ekki sagt um aðra fyrrum flokksformenn annarra flokka.

Fróðlegur að vanda Svanur.

Eitt að lokum. Smá broskall til Villa . Var búin að segja að hann fengi broskall þegar hann bullar.

brahim, 28.9.2009 kl. 16:37

10 identicon

Svanur Gísli;

er það ekki einmitt eðli allra foringja?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:22

11 identicon

Sigurjón var ekki þjóðstjórn á stríðsárunum.

Ingó (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:49

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Aðeins einn maður af þúsund er leiðtogi - Hinir 999 fylgja konum :)

Groucho Marx

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.9.2009 kl. 18:01

13 identicon

Ingó; við erum að ljúka fyrsta tug 21. aldarinnnar núna.

Svanur G; Góður!

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:39

14 identicon

Þú segir þjóðstórn er óreynd skilgreindir ekki við ákveðið tímabil.

Ég skildi þetta þannig að þjóðstórn hefði aldrei verið á Íslandi.

Ingó (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:55

15 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Málið er að ég held að margir séu einmitt að velta fyrir sér hvaða hvatir liggja að baki ákvörðunar Davíðs.
Ég sat um daginn skemmtilegan fund þar sem tæplega tuttugu manns tjáðu sig um sína skoðun á þessu máli og voru þær margar skemmtilegar. Flestir voru þó á því að hann væri að þessu til þess að geta komið sínum skoðunum tryggilega á framfæri.
Ég verð að viðurkenna að ég hlakka aðeins til að sjá hvernig hann mun spila úr þessu.
Hvort að þetta verði til góðs eður ei veit ég ekki og hef í raun enga skoðun á.

Aðalsteinn Baldursson, 29.9.2009 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband