Rændu sjóræningjaskip

BountyÝmsum mununum hefur verið rænt úr "sjóræningjaskipinu" sem notað var við gerð kvikmyndanna þriggja um Sjóræningjana í Karíbahafinu á meðan það lá við festar í skoskri höfn.

Þjófarnir stálu úr seglskipinu HMS Bounty, sem lá við Custom House Quay í Greenock,  á milli fimmtíu og hundrað pundum í peningum og fatnaði merktum skipinu. Þá höfðu þjófarnir á brott með sé þurrbúning, bók, björgunarhring og bandaríska fánan. Þessi munir fundust þó seinna skammt frá skipinu sem á hringferð um Bretland og mun koma við í mörgum höfnum á leiðinni. 

622_Pintel_and_Ragetti_Duo_PirotsHMS Bounty er  nákvæm eftirlíking af hinu sögufræga skipi Bounty sem sigldi undir stjórn William Bligh skipstjóra til Tahiti og vestur-Indía árið 1789. Gerð var uppreisn um borð og skipstjórinn ásamt 18 af áhöfninni sem fylgdu honum að málum settir í smábát út á reginhafi.

Eftirlíkingin var smíðuð 1962 fyrir Uppreisnina á Bounty, fræga kvikmynd sem gerð var um þessa atburði með Marlon Brando í aðalhlutverki

Skipið var notað sem kaupskip í sjóræningja-myndunum um Jack Sparrow (Johnny Depp) og ævintýri hans í Karíbahafinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjóræningjarnir hafa örruglega heilað margan drengin á uppvaxtar árum sínum. Sjóræningjarnir höfðu mjög áhugavert lýðræðislegt stjórnkerfi á skipum sínum og var það mun mannúðlegra fyrir einstaklinga að gerast sjóræningjar en að ráða sig um borð á kaupskipi eða herskipi þar sem tíðkaðist af foringjum að berja mennina áfram með svipunni.

Það var líka mun hagkvæmara fyrir fólk að fara í eina ferð á sjóræningja skipi sem oft leiddi til þess að menn gátu sest í helgan stein eða stofnað fyrirtæki fyrir hagnaðinn af sjóráninu. miða við að menn fengu varla kaup fyrir að ráða sig á kaupskip eða herskip.

 En ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur meira um sjóræningja þá mæli ég með bókinni "Honour among thieves eftir Jan Rogozinski"

Ingó (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Ingó. Fréttin er harla ómerkileg en mér datt strax og ég las hana einmitt þetta í hug og var að hugsa um að láta fyrrisögnina vera "Engin heiður meðal þjófa". Nú kemur þú með þessa fínu athugasemd sem "réttlætir" fyllilega birtingu fréttarinnar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.9.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband