Icesave samningurinn frá sjónarhóli Breta

Ísland hefur samþykkt að endurgreiða breska og hollenska ríkinu þá fjarmuni sem þeir greiddu  innlánshöfum í kjölfarið á hruni Icesave sjóðsins.

Bretland lánaði Íslandi £2.3 miljarða á síðasta ári til að endurgreiða breskum Icesave sparfjáreigendum, eftir að allt íslenska bankakerfið var þjóðnýtt.  

Þannig hefst stutt grein BBC um nýgerða samninga Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave málið. Niðurlagið fer hér á eftir, en það er augljóst að ekki er gefið mikið fyrir þau sjónarmið sem þar koma fram almennri umræðu hér á blogginu.

Sparifé 300,000 almennra breskra innlánenda var þannig í hættu.

Atburðarásin ollu spennu milli London og Reykjavík á þeim tíma.

Bretland notað lögin gegn hryðjuverkastarfsemi til að frysta eignir íslensku bankanna í Bretlandi sem höfðu hrunið í kjölfarið á efnahagsþrengingunum.

Breskir sparifjáreigendur fengu greitt að fullu af Breska ríkissjóðnum.

Góðar fréttir

Eftir langdregnar samningaviðræður, féllst Ísland á að endurgreiða £2.3 miljarða plús vexti.

Talsmenn Breska ríkissjóðsins segja að samningarnir séu mjög jákvætt skref til að bæta samskipti þjóðanna.

"Þetta eru góð tíðindi fyrir breska skattgreiðendur og góð tíðindi fyrir Ísland" sagði talsmaður ríkissjóðs.

"Ríkisstjórnin fagnar skuldbindingu Íslands til að viðurkenna skyldur sínar samkvæmt öryggisreglum ESB um innlánastarfsemi banka og endurgreiða þeim sem lögðu fé inn á Icesave.  

Bresk bæjarfélög verða samt að bíða eitthvað eftir sínum peningum, því samkomulagið nær aðeins til almennra innlána. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þörf áminning - við Íslendingar erum oft alltof upptekin af okkur sjálfum til þess að hugsa til alls þess fjölda almennings, góðgerðarfélaga og sveitarfélaga sem áttu innistæður í Icesave. Ekki hefðum við verið sátt ef við hefðum lagt sparifé okkar í breska banka hérlendis, sem síðan hefðu farið á hausinn og skilið okkur eftir eignalaus.

Svala Jónsdóttir, 6.6.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband