Ísland ekki lengur í fyrsta sæti

Um árabil hefur Ísland trónað á toppi listans yfir þau lönd sem talin eru öruggust heim að sækja í veröldinni. Listinn sem kallaður er "Global pease index" setur nú Nýja Sjáland í fyrsta sæti enn fellir Ísland niður í það 4, niður fyrir Noreg sem er í 2. sæti og einnig Danmörku sem hann setur í 3. sæti.

Ástæðurnar fyrir falli Íslands á listanum eru raktar til efnahagslegs óstöðugleika landsins og versnandi afkomu þjóðarinnar.

Bretland er í 35. sæti og Bandaríkin í 83. Neðst á listanum sem fyrr í 144 sæti er Írak.

Við gerð listans eru 23 atriði höfð til viðmiðunnar. Þar á meðal þátttaka þjóðarinnar í styrjöldum, staða mannréttinda, tíðni morða, tala fanga, þátttaka í vopnasölu og tilhögun lýðræðis.

Í skýrslunni sem fylgir listanum er greint frá því hvernig  kreppan hefur valdið óróa og ófriði í flestum löndum heimsins og hvernig atvinnuleysi og hækkandi matvöru og eldsneytisverð hefur haft neikvæð áhrif á friðarstuðul þeirra.

Í dagblaðinu "The Guardian" er fjallað í dag um listann og sagt að þetta sé enn ein niðurlægingin sem Ísland hefur þurft að þola upp á síðkastið. Fyrirsögn fréttarinnar er "Færðu þig til hliðar óheppna Ísland."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta ku vera afleiðingin af því að við slógum í potta og pönnur!

Rut Sumarliðadóttir, 3.6.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband