Pældíðí mar

Það er óhætt að fullyrða að rétt eins og hver kynslóð tileinkar sér ákveðin klæðaburð, kryddar hún málfar sitt með tískuorðum. Hvernig ákveðin orð eða frasar komast í tísku og falla síðan í gleymsku, finnst mér áhugaverð pæling. Sérstaklega hvernig hópar sem kenna sig við ákveðna jaðarmenningu taka upp orð, oft gömul, og gefa þeim nýja merkingu. Sum þessara orða lifa reyndar áfram í málinu eins og t.d. sögnin að "pæla" sem komst í tísku upp úr 1960 en var sjaldan notað fram að því nema að hún tengdist jarðrækt eða mælingu á vatnshæð eða olíuhæð í tönkum. Upp úr 1960 voru allt í einu allir farnir "að pæla í gegnum" eitthvað eða bara "að pæla í" einhverju,  í merkingunni að hugsa um eða áforma.

groovyÞegar ég var unglingur notuðust hipparnir mikið við ensku orðin "groovy" og "heavy."  Þau orð heyrast lítið í dag en í staðinn eru komin orðin "cool" og "awesome".  Mestu töffararnir notuðu "groovy baby" og "heavy man".

Groovy var notað yfir eitthvað sem var mjög gott. Fyrst var það aðallega brúkað um tónlist enda ættað úr þeim bransa. Í kring um 1930 töluðu djass og swing aðdáendur um að vera "in the groove" og áttu þá við að allt væri komið af stað rétt eins og nálin væri komin í skorurnar (grooves) á hljómplötunni.

GroovyBabyLagið "Feeling groovy" með Art Garfunkel og Paul Simon var vinsælt hippalag og Dave Cash sem starfaði sem plötuþeytir hjá BBC 1 gerði frasann "Groovy baby" að slagorðum þátta sinna. Brátt varð allt sem hönd á fest "groovy" og  tónlistarmenn á þeim tíma töluðu um "ákveðið groove" um sérstakan áslátt eða tilfinningu við hljóðfæraleik.

Samt er ekki svo að skilja að íslenskir hippar hafi látið sitt eftir liggja þegar kom að hinni sérstöku íslensku málhreinsunarstefnu. Orðið "joint" varð að jónu og "stoned" að skakkur. Þannig sátu þrælskakkir unglingar og réttu á milli sín jónuna á mean allt var svo Groovy.

page225_4Orðið "heavy" var notað um allt sem þótti sérstaklega alvarlegt, mikilvægt eða krefjandi. "Heavy" kom líka úr tónlistarbransanum og var eiginlega andstæða þess sem var "groovy" í djassinum upp úr 1930. Hipparnir tóku orðið upp á arma sína og þegar að hljómsveitin Steppenwolfe notaði setninguna "Heavy metal thunder" í laginu Born to be wild árið 1968, fluttist notkun þess yfir á ákveðna tegund rokks, það sem íslendingar kalla þungarokk. Á Enskunni heitir það vitanlega "Heavy metal". Þungur málmur (heavy metal) hafði fram að þeim tíma aðeins átt við þungamálminn úraníum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þennan fróðleik Svanur

Óskar Þorkelsson, 25.5.2009 kl. 17:04

2 identicon

Skemmtilegur pistill .

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:01

3 Smámynd: Kommentarinn

Heví hefur nú samt komið með heví gott comeback. Maður getur notað það til áhersluauka og talað t.d. um heví góðann burger eða heví gott lag...

Kommentarinn, 26.5.2009 kl. 00:28

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér hefur fundist að orðið "feitur" hafi komið í stað heavy í dag..

Feitur bíll = flottur bíll.. td

feitur borgari.. stór hamborgari með öllu.. 

Óskar Þorkelsson, 26.5.2009 kl. 11:54

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta getur vel verið rétt hjá þér Kommi að heví sé aftur orðið vinsælt :) Og svo er að "rokka feitt" og "sukka feitt" eins og Óskarminnist á. Hvaðan kemur það? Þýðing á "big time" kannski?

Takk fyrir innlitið Hallgerður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2009 kl. 17:15

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég tel að þetta sé komið úr skandinavisku..kannski úr ensku þangað.. hvur veit

Fy fan det er en fet bil dette her ;) 

Óskar Þorkelsson, 26.5.2009 kl. 17:36

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég var að pæla í þessu með pælinguna Svanur. Var það ekki nær 1970 femur en uppúr 1960, sem við fórum að pæla? Einhvern veginn finnst mér það, en er ekki alveg viss. Að öðru leyti skemmtileg pæling hjá þér.

Gústaf Níelsson, 27.5.2009 kl. 00:07

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú segir nokkuð Gústaf. Ég verð að viðurkenna að ég varð mest var við umrætt orð sem tíksuorð um og eftir 1970 þótt ég hafi líka heyrt það notað endrum og eins nokkrum árum fyrr. Ég man að í stráka-fótboltanum í Keflavík notaði Sigurður Steindórsson þjálfari oft orðatiltækið "hvað eruði að pæla strákar" og það hefur verið upp úr ´65 eða svo.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 01:24

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur,

Er búin að pæla í einu stöku orði, sem hefur tekið stökkbreytingum á okkar ástkæru foldu s.l. ár.

Orðið er: snilld / snillingur

Uppúr 2004-5 fór ég að taka eftir ógnarofnotkun á þessu orði, og fanst miður, því ég ber lotningu fyrir þessu orði, og vil helst ekki klína það á hvern eða hvað sem er.  Mér var t.d. hugljúft að kalla tengdaföður minn "harmonikusnilling", enda var það bæði mín skoðun eftir rúmlega 30 ára samveru og svo Djara á Rúv.  Á sama hátt get ég gæsahúðarlaust kallað Laxnes ritsnilling, Jón Baldvin ræðusnilling ofl., nota samt stundum orðið náttúrusjéní um ýmsa þá sem ég hef átt saman við að sælda í gegnum lífið í starfi og leik, þegar ég hika við að nota orðið snilling.

Svo kom 2006 og þá var allt og allir orðið að snilld og snillingum, síðan kom 2007 og þá var betrumbætt þetta töfraorð, með orðinu "gargandi".  Síðan kom 6.október 2008, og þá breyttist allt í "helvítis fokking fokk".

Á Íslandi s.l. páska leitaði ég ljósum logum að boli með þessari áprentun, en enginn hafði húmor eða nennu til að prenta slíkt!

En punkturinn er þessi:  finnst gaman að pæla í svona tískuorðum, ef þau meika engan diff!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2009 kl. 03:31

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

PS  Born to be live er ennþá uppáhalds lagið sem ég "öskra mig hása"og hækka í botn, þó ég sé ein í bílnum. Kæri mig kollótta um hvað hinir hottintátarnir í hinum bílunum hugsa þegar ég lem á stýrið í áherslu:   "looking for adventure, ...... man ekki meir af þessum texta, fyrr en ég heyri lagið næst "on the wild highway".

Rock on!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2009 kl. 03:41

11 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

...  born to be wild  auðvitað,  bibbu heilkennin ávallt skammt undan!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2009 kl. 03:46

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú ert "snilli" Jenný. Takk fyrir þetta.  Persónulega tengi ég Born to be wild við Saltvíkurhátíðina 71. Lagið var spilað svo mikið í tjaldinu sem við komumst lítið út úr vegna rigningar að ég var með það á heilanum miklu lengur en fýluna sem fylgdi vonbrigðunum yfir misheppnaðri útihátíð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband