Wall Street nornin

greenÁrið 1998 safnaði bandaríska tímaritið American Heritage Magazine saman nöfnum 40 auðugustu Bandaríkjamanna fyrr og síðar miðað við gengi dollarans það sama ár. 39 karlmenn voru á þeim lista og aðeins ein kona. Enn í dag er hún talin auðugasta konan sem Bandaríkin  hafa alið. Hún hét Hetty Green og þegar hún lést árið 1916 voru auðævi hennar metin á rúmar 100 milljónir dala. (17 billjónir á núvirði bandaríkjadollara)

 Hetty Green var mjög fræg á sínum tíma, ekki fyrir auðævi sín, heldur fádæma nísku.

Hetty varð auðug á afar hefðbundin hátt, þ.e. hún erfiði mikið fé. Faðir hennar sem bjó í New Bedford í Massachusetts varð ríkur á hvalveiðum og þegar Hetty Howland Robinson fæddist árið 1834 var hann þegar orðin þekktur kaupsýslummaður. Hetty fékk snemma áhuga á fjrámálum  og lærði að stauta á læri föður síns sex ára að aldri, þegar hann las kaupsýslutíðindin. 13 ára hóf hún að færa bókhald föður síns og fjárfesti laun sín á verbréfamarkaðinum. Í öllum fjárfestingum sínum fór hún afar varlega og kom sér í því efni upp vinnureglum sem hún fylgdi allt til dauðadags.

Í "villta vestrinu" varð til málsháttur sem sagði; "Þegar að staðreyndir verða að goðsögn, prentaðu þá goðsögnina". Sögurnar af nísku Hetty voru frægar um öll Bandaríkin á sínum tíma. Sagt var að þegar hún varð 21. árs hafi hún neitað að tendra kertin á afmæliskökunni sinni. Daginn eftir afmælisdaginn tók hún kertin og skilaði þeim aftur í verslunina þar sem þau höfðu verið keypt og fékk þau endurgreidd.

Þegar að faðir hennar dó, erfði Hetty eina milljón dollar eftir hann og aðrar fjórar sem bundnar voru í sérstökum sjóði. Tveimur vikum eftir dauða föður hennar, lést auðug frænka hennar sem lofað hafði Hetty að hún mundi arfleiða hana að tveimur milljónum dollara. Þegar á daginn kom að frænkan hafði aðeins ánafnað Hetty 65.000 dollurum í erfðarskrá sinni, reiddi Hetty fram aðra erfðaskrá sem var handrituð af henni sjálfri. Hetty uppástóð að gamla konan hefði fengið hana til að rita nýja erfðaskrá skömmu áður en hún lést og þá ánafnað Hetty allan auð sinn. Það tók Hetty fimm ára baráttu fyrir dómstólum landsins að fá þessa nýju erfðarskrá viðurkennda en það gekk að lokum.

hetty%20greenHetty grunaði alla þá sem sóttust eftir að giftast henni að ágirnast auð hennar meira en hana sjálfa og því festi hún ekki ráð sitt fyrr en hún var orðin 33 ára. Hún giftist Edward Henry Green sem einnig var kaupsýslumaður. Hetty var öllu glúrnari í viðskiptum en Edward og þegar að hún neyddist til að borga fyrir hann skuld, losaði hún sig við skuldina og eiginmanninn í leiðinni.

Þegar að Ned sonur hennar var 14 ára, lenti hann í slysi á snjósleða. Annar fótleggur hans hrökk úr liðnum en móðir hans neitaði að leggja drenginn inn á sjúkrahús. Í staðinn reyndi hún að lækna hann sjálf og leita til læknisstofa sem veittu frýja þjónustu. Að lokum fór svo að drep hljóp í fótinn og taka varð hann af við hné.

225px-HettyGreen001aDóttir hennar Sylvía, bjó með móður sinni fram að þrítugu. Öllum vonbiðlum var hafnað þar sem Hetty þótti engin nógu góður fyrir dóttur sína.

Þegar hún loks leyfði ráðhag dóttur sinnar og Matthew Astor Wilks sem giftu sig 1909, lét Hetty Matthew skrifa undir kaupmála þar sem hann afsalaði sér öllu tilkalli til auðæva Sylvíu, þótt hann væri sjálfur ekki beint bláfátækur þar sem eignir hans voru metna á meira en 2. milljónir dala.

Hetty var skuldseig með eindæmum og greiddi aldrei reikninga án þess að röfla yfir þeim. Oftast enduðu ógreiddir reikningar á hendur henni í lögfræðiinnheimtu.

Sagt er að eitt sinn hafi hún eytt hálfri nóttu í að leita að tveggja senta frímerki.

Eftir að fyrrum eiginmaður hennar lést árið 1902, flutti hún frá heimabæ hans í Belloes Falls í Vermont til Hoboken í New Jersey, til að ver nær kauphöllinni í New York borg. Hún klæddist alltaf svörtu og fór á fund við kaupsýslumenn og bankastjóra á hverjum degi. Klæðnaður hennar og sérviska urðu til ess að hún var uppnefnd Wall Street nornin.

hettygreenAllt sem Hetty tók sér fyrir hendur virtist enn auka á munmælasögurnar sem af henni fóru. Hún bjó í herbergiskytru sem hún leigði og eyddi aðeins um 5 dollurum á viku til lífsviðurværis.

Hún gerði oft langan hlykk á leið sína til að kaupa brotið kex í heildsölu. Hún klæddist sama kjólnum dag eftir dag uns hann lak í sundur á saumunum. Þegar hún komst ekki lengur hjá að þvo flíkina, skipaði hún svo fyrir að hún skyldi aðeins þvegin að neðan þar sem hún skítugust.

Hádegisverður hennar var hafragrautur sem hitaður var á ofninum í skrifstofu hennar í Seaboard National Bank þar sem hún vildi ekki greiða leigu fyrir sér húsnæði.  Eini munaðurinn sem hún leyfði sér tengdist hundinum hennar, sem borðaði miklu betri mat en Hetty sjálf.

Oft leituðu borgaryfirvöld í New York til Hetty til að fá lán svo borgin gæti staðið í skilum. Í þrengingunum 1907 lánaði hún borginni 1.1 milljón dollara og fékk greitt í skammtímavíxlum.

Í elli þjáðist Hetty af slæmu kviðsliti en neitaði sér um læknisaðgerð sem kostaði hefði hana 150 dollara. Hún fékk slag oftar en einu sinni og var bundin við hjólastól síðustu ár ævi sinnar.

Hún óttaðist að henni yrði rænt og lét rúlla sér krókaleiðir til að forðast þá sem hún hélt að væru á eftir sér. Hún hélt því fram á gamalsaldri að eitrað hefði verið fyrir föður hennar og frænku.

Þegar að Hetty dó árið 1916, þá 81 árs, rann allur hennar auður til tveggja barna hennar, Ned og Sylvíu sem ekki tileinkuðu sér sama lífsmáta og móðir þeirra og eyddu fé sínu frjálslega og af gjafmildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á vinn sem er nánast jafn nískur og Hetty.

Ingó (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Margur verður af aurum api"

Sigrún Jónsdóttir, 8.5.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Eygló

Ég er nánast sama nánösin og Hetty.... bara ekki eins rík.  Sennilega sáttari þó.

Gaman að þessum fróðleiksmolum. Takk.

Eygló, 8.5.2009 kl. 00:42

4 Smámynd: TARA

Frábær grein og ég minnist þess að hafa lesið um Hetty fyrir mörgum árum.

TARA, 8.5.2009 kl. 01:18

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þvílíkur endemis nískupúki.  Svipað fólk hefur ratað á leið manns í gegnum lífið, en bara einu sinni, í hvert sinn.  Forðast að þekkja þessa púka.   Þetta er auðvitað sjúkdómur á háu stigi, og á ekkert skylt við sóunarfælni, sem ég held að Maíja vísi til, enda er andúð á sóun, göfug. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.5.2009 kl. 03:38

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Öfgar eru á alla bóga.

Hörður Halldórsson, 8.5.2009 kl. 07:42

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Skemmtileg lesning.

Þessi saga getur talist óræk sönnun þess að enginn er eins fátækur og sá stjórnast alfarið af peningum.  Erfingjarnir sáu þó til þess að allt fór vel að lokum.

Magnús Sigurðsson, 8.5.2009 kl. 08:21

8 identicon

Það er mikil fátækt að geta ekki notið þess auðs sem maður á, hvort sem það eru peningar eða annað.

Ólafur Bjarni (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 08:58

9 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll og blessaður Gísli minn.  Athyglisverð kona hún Hetty og mættum við Íslendingar af henni læra, ekki kannski nískuna, en aftur á móti sparnaðinn.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.5.2009 kl. 09:53

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Spurning hvort þú eigir peninginn eða peningurinn þig!

Rut Sumarliðadóttir, 8.5.2009 kl. 12:42

11 identicon

Einhvernvegin þá dettur manni í hug Walt Disney heitinn hafi tekið eftir kerlingu skapað tvær persónur úr henni: Jóakim frænda og Hexia de Trix.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:27

12 identicon

Óvanaleg kona.

EE elle (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:33

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir athugasemdirnar öll.

Mér fannst svo merkilegt að finna sannsögulega erkitýpu á borð við Hetty að mér fannst ég verða að segja frá henni. Mér var reyndar bent á að það hefur verið þýdd um hana bók sem komið hefur út á íslensku sem finna má upplýsingar um hér

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.5.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband