Það líður senn að ögurstundu og brátt verða niðurstöður "stóru" skoðunarkönnunarinnar sem við köllum kosningar, ljósar.
Flokkarnir og framboðin hamast dag og nótt við að koma höggi á hvort annað, gömlu góðu klisjurnar bergmála í fjölmiðlunum og hýreygir lygarar brosa til okkar sem best þeir kunna og þess á milli núa þeir hvor öðrum um nasir misgjörðunum og óheiðarleikanum sem þeir allir eru ofurseldir.
Og hvernig mun fólk bregðast við? Þeir sem enn trúa á mátt og megin stjórnmálaflokkana munu eflaust skipta sér niður á þá sem þeir hafa ákveðið að halda með í þetta sinn.
En margir hafa ákveðið að taka ekki lengur þátt í þessari svikamillu sem kölluð er flokkapólitík.
"Minni" skoðanakannanir hafa upp á siðkastið gefið sterklega til kynna að stærsti hópurinn og þess vegna einu raunverulegu sigurvegarar þessara kosninga verði þeir sem skila auðu, kjósa ekki eða ógilda atkvæðisseðla sína á annan hátt. - Ef fer sem horfir getur það orðið allt að 30% þeirra sem eru á kjörskrá og er hærra hlutfall en fylgi nokkurs framboðs eða stjórnmálflokks sem býður fram miðað við skoðanakannanir síðust daga.
Talið er að allt að 12% muni skila auðu, 3% ógildu og 16% muni ekki mæta á kjörstað. Þessar tölur eru fengnar með því að taka mið af kjörsókn 2007 sem var 83,6% og hlutfalli ógildra og auðra seðla sama ár og nýlegum skoðanakönnunum. (Sjá hér)
Þetta háa hlutfall auðra og ógildra atkvæðaseðla sem búist er við að komi í kassana á kjördegi, má örugglega rekja til óánægju þeirra Íslendinga sem gera sér grein fyrir að ekkert bendir til þess að stjórnmálamenn ætli að taka öðruvísi á málum en hingað til hefur verið gert. Að skila auðu, ógilda atkvæðaseðilinn eða mæta hreinlega ekki á kjörstað, er beint framhald af andófinu sem fyrir nokkru var kallað "búsáhaldabyltingin".
Öllum stjórnmálflokkunum hefur tekist að drepa á dreif áherslumálum hennar og gert inngöngu í Evrópubandalagið að megin kosningamálinu. Það var svo sem fyrirséð, enda kunna þeir ekkert annað en einhverjar tæknibrellur til að hylja yfir andlega fátækt sína.
Kröfurnar um að flokksræði víki fyrir alvöru lýðræði, um persónukjör og stjórnlagaþing, hafa allar endað í skrumi alþingismanna og kvenna, sem samt sækjast flest eftir umboði kjósenda til að halda ruglinu áfram eftir kosningar.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði).
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Steinn Steinar
Og hverjir ætla svo að halda áfram að spila?
X-Autt
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:34 | Facebook
Athugasemdir
Ég pakka .... sé þig!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.4.2009 kl. 06:27
Alveg hárrétt hjá þér.
Heimir Tómasson, 22.4.2009 kl. 06:32
takk fyrir mig Svanur , og alla góðu pistlana þína undanfarnar vikur. Ég hef lítið geta svarað þeim vegna óstöðugsnet sambands í Thailandi.
Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 08:33
Velkominn heim í ófagnaðinn Óskar minn :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 08:45
Ótrúlegur kjánaskapur að ætla að kasta ábyrgðinni á okkur hin. Og hvað svo, ætlið þið svo öll að flytja úr landi og varpa ábyrgðinni af Íslandi líka á okkur hin?
Ef þið takið ekki samfélagslega ábyrgð eruð þið einfaldlega ekki þátttakendur í samfélaginu sem hér er. Þetta er nákvæmlega jafn gáfulegt og að ætla að refsa einhverjum sem þú ert reiður gagnvart, en veit ekki af því, með því að sitja bara heima og tala ekki við hann.
Siðlausu stjórnmálamennirnir eru EKKI að fara að taka til sín persónulega skilaboð um óánægju.
Já og fullyrðingar um að stefni í 30% eru alrangar að virðist - skv. könnun Gallup eru það innan við 10% í heildina.
Baldvin Jónsson, 22.4.2009 kl. 08:58
Kjánskapurinn er að halda að þú getir breytt einhverju og fengið út aðra útkomu með því að endurtaka í sífellu sama hlutinn. - Félagsleg ábirgð er að hætta að spila þegar þú veist að það er vitlaust gefið, í hvert einasta sinn. En þú vilt greinilega spila áfram. Verði þér að góðu.
Kynntu þér málin Baldvin, 16% sátu heima í síðustu kosningum og verða ekki færri í ár. Þessi 10% sem þú ert að vitna í eru bara Sjálfstæðismenn. Það er reiknað með að í heild skili a.m.k. 12% auðu og svo koma ógildir í ofanálag 2-3% eins og síðast. Hvað gerir þaðð í heildina. 30%
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 09:16
Takk Svanur fyrir skýringuna. Hún heldur þó ekki vatni að mínu mati.
Það kemur skýrt fram í könnuninni að aðeins 8,4% segjist ætla að skila auðu eða vel innan við 10%. 10% sem nefnd eru í könnuninni eru hins vegar þeir kjósendur D lista sem ætla að skila auðu. Þeir sem heima sitja eru þar af ýmsum ástæðum, þau töpuðu atkvæði munu ekki verða skilgreind sem hluti mótmæla heldur aðeins áhugaleysi.
En ég endurtek, gremju hegðunin sem í því felst að skila auðu ER stuðningur við núverandi kerfi.
Baldvin Jónsson, 22.4.2009 kl. 11:04
Það er enginn spámaður í sínu föðurlandi. Baldvin áttar sig ekki á því að Svanur er einn af þessum íslendingum sem hafa flúið klakann - og tekur þátt í þjóðfélagsumræðunni erlendis frá. Og Svanur býður Óskar velkominn heim í ófagnaðinn - heim hvert? Ég hélt að maður gæti ekki boðið einhvern velkominn neitt nema vera á sama stað sjálfur.
Gott að vita Svanur að þú ætlar að heiðra þjóðina með nærveru þinni á kjördag... og nýta atkvæðið þitt :-)
Nú eru bara 3 dagar til kosninga og ekkert bólar á lokakosningaspá Dr. Phil - átti hún ekki að koma viku fyrir kosningar?
Ég er algjörlega sammála þér Svanur um að kosningasókn verður léleg (sem er slæmt og ábyrgðarlaust) og að margir muni skila auðu og strika út nöfn af listum (sem er afstaða og gott). Ég er líka sammála þér um orð Steins Steinars - en ekki sammála þér um að ekki geti fólk í "spilltri" flokkspólitík landsins áttað sig á þeim sannleika alveg eins og hinir fjölmiðlagasprararnir, efnahagsspekingar, blaðamenn, frétta menn og bloggarar meðtaldir, sem ekki vilja steja ábyrgð bak orða sinna og gefa fólki færi á að velja þá til stjórnar landsins.
Flokkarnir og fólkið á þeim eru þeir sem við höfum úr að velja til að stjórna landinu. Það er engin samstaða um annað. Búsáhaldabyltingin kom og fór - en skóp eingöngu tækiæri fyrir Steingrím og hans VG leið. Kosningabarátta þessara "fyrrum" flokksfélaga þinna er snjöll og þeir hafa óspart notað óánægða Íslendinga eins og þig Svanur, sjálfum sér til framdráttar (nema bloggið þitt sé partur af kosningabaráttunni þeirra). Ódýrasta og snjallasta kosningabarátta "ever" að láta óánægða og blanka íslendinga borga kosningabaráttuna (meðvitað eða ómeðvitað) með atvinnulausum frítíma sínum. Það verður seint af þeim skafið þar á bæ, að þeir kunna að nýta tækifærin þegar þau gefast.
En ég bíð spennt eftir Spá Dr. Phil.
gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:12
Ég set tvistinn út!
Rut Sumarliðadóttir, 22.4.2009 kl. 13:30
og ég breyti í spaða...Rut.
gp; Ég skil alveg hversvegna 10% af gallhörðu XD fólki ætlar að skila auðu. Það er ekki XV að kenna eða þakka, heldur varð því óvart litið í eigin barm og líkaði ekki það sem það sá.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 15:04
Eins og ég sagði við manninn minn fyrrverandi; eftir að hann hafði haldið fram hjá mér .... og gaf þá skýringu að hann væri óánægður heima hjá sér: "Maður leysir ekki vandamálin heima hjá sér út í bæ". Fyrir Sjálfstæðismann að skila auðu - er ekki að líta í eigin barm. Miklu frekar er það að leysa vandamálin sem eru heima, út í bæ. Og vona að allt lagist af sjálfu sér ... án þess að leggja sjálfur eitthvað að mörkum. Sjálfstæðismenn þurfa að taka til heima hjá sér og það gera þeir ekki með því að skila auðu. En höldum frekar fram hjá, það er meira spennandi og miklu skemmtilegra. og vonumst til að vandamálin lagist að sjálfu sér ... eða með aðstoð Jóhönnu og Steingríms með tilheyrandi skattahækkunum, launalækkunum og ríkisafskiptum. Ríkisvæðum atvinnulífið með yfirtöku á öllum fyrirtækjunum sem eru á hausnum og hvort sem er í eigu ríkisbankanna. Ráðum svo alla til starfa á ríkisjötuna ... nóg eru ríkisfyrirtækin til að ráða fólkið til. Þá fáum við ekki "nýja Ísland" heldur "nýja Rússland" og allir verða happy ever after á nýja ríkisbílnum sínum með nýju ríkisfjölskylduna á ríkisslaununum. Og þá verður allt "ríkis" eitthvað, nema Stöð 2 og 365 sem verður í eigu Jóns Ásgeirs. Nema Ríkið, nýja Ísland verði í eigu Jóns Ásgeirs og innlimað í Iceland´s keðjuna hans í Bretlandi - og Íslenska ríkið verði ein deild í Breska fyrirtækinu hans. Þá verður sko gaman að lifa. Og allir verða happy ever after. !!!
gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:23
Eins og ég sagði við manninn minn fyrrverandi; eftir að hann hafði haldið fram hjá mér .... og gaf þá skýringu að hann væri óánægður heima hjá sér: "Maður leysir ekki vandamálin heima hjá sér út í bæ".
pfiff.. maður þarf ekki alltaf að éta heima hjá sér ;) það er vel hægt að fara eitthvað annað slagið og smakka þar líka.
Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 16:57
'Óskar, My point exactly, ... Þú ert glöggur maður. Margur heldur mig sig. Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Það er hægt að hafa mismunandi skoðanir á hlutunum - og horfa á þá frá mismunandi persónulegum hliðum. Með eigin heill, almannaheill, þjóðarheill eða alheimsheill. Það á við um sukkið og bullið, spillinguna og soran sem allir agnúast út í heima hjá öðrum ... en finnst svo sem sjálfum allt í lagi að þeir geri pínu, smá, svo lengi sem enginn sér. Þetta er sem sagt mannlegt eðli, skítlegt eðli - en ekki endilega þingmannseðli.
gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:33
Sæll Svanur
Þó það sé vissulega 'statement' útaf fyrir sig að skila auðu og að einhverju leiti líka að mæta ekki, þá hefur það engin áhrif og enga möguleika á að hafa áhrif. Mér finnst gaman að benda á bandaríkin í þessu samhengi en þar náði GWB kjöri fyrst með atkvæðum innan við 8% atkvæðabærra manna þar í landi. Ég er í grunnin til sammála því sem þú segir en ég sé bara 2 leiðir til breytinga; byltingu með ofbeldi eða byrja á að koma flokki til valda sem hefur það sem höfuðmarkmið að leggja niður flokksræðið og þar með sjálfan sig. Slíkur flokkur er til í dag.
Einar Þór (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:12
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 15:21
Önnur fær leið er þó í stöðunni fáist ekki samþykki Alþingis fyrir stjórnlagaþingi og hún er að við höldum bara sjálf stjórnlagaþing.
Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, við getum fylgt algjörlega þeim línum sem við viljum og komi að þessu nógu stór og breiður hópur mun þetta án nokkurs vafa skila miklu.
Bregðist Alþingi aftur þá höldum við bara okkar eigin stjórnlagaþing.
Baldvin Jónsson, 23.4.2009 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.