Stutt spjall við vændiskonu um nýju vændislögin

prostitute-gnomeÉg hringdi í íslenska vinkonu mína sem stundar vændi á eigin vegum í Reykjavík til að spyrja hana hvernig nýju vændislögin sem gerðu starfsemi hennar löglega á Íslandi, legðust í hana. Hún var fljót að taka það fram að í raun væri starfsemi hennar ekki að fullu lögleg, þar sem það væri enn ólöglegt að henni væri borgað fyrir vændið og að þeir sem keypu þjónustu hennar gætu þurft að borga sektir eða jafnvel lent í fangelsi ef það sannaðist á þá að þeir hefðu borgað sér fyrir hana. Henni fyndist  ekki réttlátt að geta sjálf selt vöru, en enginn mætti kaupa af henni vöruna. Hún sagðist ekki alveg sjá hvernig það kæmi heim og saman við frjálsa og óhefta viðskiptastefnu.

Hún var samt mjög ánægð með að ekki væri lengur hægt að gera greiðslur til hennar upptækar, svo fremi sem þær hefðu verið reiddar fram og  það væri vissulega mikil bót fyrir hana persónulega að þurfa ekki að óttast það að verða kærð fyrir ólöglega iðju.

Hún sagði líka að miðað við hvernig vændi væri að stærstum hluta stundað á Íslandi, þar sem flestar vændiskonur hafa fasta og áreiðanlega viðskiptavini, væri mun erfiðara fyrir lögreglu að sanna það að einhver hefði borgað fyrir vændið. Sjálf sagðist hún aldrei sjá peninga orðið, allt færi fram með kortagreiðslum, millifærslum og innlögnum, sem aldrei færu inn á einkareikninga, heldur beint inn á skráð þjónustufyrirtæki.  

Hún sagði að þær stelpur sem hún þekkti í bransanum væru fyrir löngu búnar að koma sér upp leiðum svo að ekki væri hægt að rekja greiðslurnar til þeirra svo auðveldlega.

Hún taldi einnig að nýleg lög ættu eftir að koma verst við stelpur sem væru að selja sig af því þær væru í dópinu því þær þyrftu reiðufé strax til að fjármagna neysluna. Lögin mundu fæla frá þeim kúnanna því lögreglan mundi einbeita sér að þeim frekar en viðskiptavinum stelpna sem þeir vissu að þeir gætu aldrei sannað neitt upp á. Í kjölfarið mundu dópstelpurnar trúlega hrekjast meira út í afbrot eins og þjófnaði og rán.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Athyglisverð nálgun á þessu.

Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 03:03

2 identicon

Voru lögin ekki þannig að það var í lagi að borga fyrir þessa þjónustu svo framalega að tekjunar væru gefnar upp til skatts. Þá mátti ekki heldur hafa aðaltekjunar af þessari iðju þinni.

Fyrir nokkrum árum náðist vændiskona sem auglýsti ákveðin tíma sem var hægt að fá þessa þjónustu keypta af henni. Vegna þess að hún auglýsti þetta þá var hægt að hanka hana á þessu þar sem hægt var að skilgreina þetta sem vinnu tíma.

 Það er skrítið að búa á Íslandi.

Ingó (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:18

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Flott færsla Svanur.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.4.2009 kl. 10:33

4 identicon

Fyrri ríkisstjórn var nú reyndar búin að lögleiða vændi áður og verður að teljast athyglisvert að svo vændiskona sem er svo upplýst um þessa starfsemi hér, hafi ekki verið búin að frétta það.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heimir Eyvindarson, 21.4.2009 kl. 12:30

6 Smámynd: Mofi

Hvernig er það Svanur, telur þú það vera í lagi af þessari vinkonu þinni að stunda vændi?  Hvað með að kaupa vændi af henni? Myndir þú ráðleggja einhleypum einstaklingi í Bahaí samfélaginu að kaupa af henni þessa þjónustu?

Mofi, 21.4.2009 kl. 12:48

7 identicon

Svona raddir heyrði maður nú þegar samskonar lög vorur sett í Svíþjóð, nákvæmlega svona, það kemur samt fullt af peningum í kassann hjá yfirvöldum þar í landi.

Ísland er lítið land og mjög auðvelt að komast að því hverjir kaupa vændi ef þeir á annað borð  nenna, svo hafa líka 'tablot' blöðin (þau borga líka) og hafa velt sér upp úr þessu og það gefur líka feitan pening.

Victoria (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:04

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi: Ef þér finnst það mikilvægt innlegg í þessa umræðu, þá ráðlegg engum að kaupa sér kynferðisþjónustu né selja hana.

Victoría: Auðvitað nálgast Svíar þetta frá efnahagslegu sjónarmiði og hafa því skattlagt vændi eins og hverja aðra þjónustu, líkt og við getum líka gert núna. Einhvern veginn fannst mér samt umræðan hér á landi vera á þeim nótunum að mannúðar og manréttindasjónarmið væru ofar hinum efnahagslegu. Ég get auðvitað haft rangt fyrir mér í því.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2009 kl. 13:25

9 Smámynd: Mofi

Svanur, er það rangt að kaupa eða selja þessa þjónustu samkvæmt þinni trú?

Mofi, 21.4.2009 kl. 14:06

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi:

Í Íran þar sem stærsti trúar-minnihlutahópurinn eru bahaíar, neita yfirvöld að viðurkenna hjónavígslur þeirra. Eiginkonur bahaia þar í landi eru því álitnar vændiskonur af almenningi og stjórnvöldum.

Í Bahai trú er ekki aðeins fjallað um vændi í hefðbundinni merkingu, þ.e. sölu og kaupum á kynlífi, heldur einnig á "vændi" sem tengist list, iðnaði og ýmsum þáttum mannlífsins sem oftast eru ekki teknir með í umfjölluninni um vændi. Kenningar trúarinnar leggjast gegn þeim öllum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2009 kl. 14:28

11 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta sætir mikilli furðu, ég sem hélt, eins og Kolbrún og allir hinir Vinstri Grænu réttlætissinnarnir, að lagasetning myndi þurrka út vandamálið.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 21.4.2009 kl. 15:21

12 identicon

ég ættla ekki að gerast málsvari fyrir vændi en ... hvers vegna er ekki hægt að lýta á þetta sem hverja aðra þjónustu og löggilda hana sem slíka ? Kolbrún Halldórsdóttir hefur´hvað eftir annað ráðist á alla íslenska karlmenn og gert þá að vændiskaupandi þrjótum. Það er ljótt. Annað og mergur m+álsins - hvers vegna meiga ljótir - feimnir - fatlaðir og fleiri minnihlutahópar sem ekki eiga auðvelt með að stofna til náinna kynna ekki kaupa sér þessa þjónustu ?

Finnbogi Marinósson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:45

13 Smámynd: Mofi

Svanur, takk fyrir svarið.

Mofi, 21.4.2009 kl. 16:40

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurgeir. Ég átta mig ekki alveg á tilgangi þessara laga heldur. Í Svíþjóð þangað sem fyrirmynd laganna er sótt, hefur vændi síður en svo horfið, þótt starfsreglurnar hafi breyst eitthvað.

Finnbogi:  Miðað við svör vændiskonunnar sem ég vitna til, var ekki að heyra að "minnihlutahóparnir" sem þú minnist á séu stærsti viðskiptavinahópurinn. Síður en svo. Fæstir fatlaðir hafa t.d hafa fjárráð til að kaupa þessa dýru þjónustu í einhverjum mæli. Feimni er heldur ekki almennt ástæða þess að karlmenn kaupa sér kynlífsþjónustu. Ætla mætti miklu frekar að hér sé um að ræða vel stæða karlmenn, oftast gifta eða í sambúð, sem eru að leita eftir tilbreytingu. -

Ekkert að þakka Mofi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2009 kl. 17:19

15 identicon

Ef ég myndi vilja selja á mér rassgatið... þá get ég ekki séð að nokkrum manni komi það við.... ef ég færi út í að stunda slíka iðju þá væri mér miklu betur borgið ef ég þyrfti ekki að vera í felum eins og glæpahundur...
Það er allra hagur að ekki sé bann við þessu...

DoctorE (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 17:59

16 identicon

Ég held að við verðum að spyrja okkur að því hvort við værum sátt við það að dætur okkar eða synir stunduðu vændi.

Ingó (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:15

17 identicon

Ekki er nú öll vitleysan eins. ER það sem sagt rétt skilið hjá mér að löglegt er að selja vændi en karlmenn mega ekki kaupa þjónustu af vændiskonum? Þýðir það að konur mega kaupa kynlífsþjónustu af vændiskonum og vændiskörlum? Ég átta mig ekki alveg á hvaða mannréttindi var verið að leiðrétta með lagabreytingunni. Var lögunum ekki breytt þannig fyrir tveimur árum að aldurinn var hækkaður úr 14 ára í 18 fyrir þær sem máttu stunda vændi - og vændi hafði aldrei verið ólöglegt á Íslandi. Og aukinn heldur máttu konur undir lögaldri stunda iðjuna. Og núna með a karlar ekki kaupa þjónustuna.

gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 01:44

18 identicon

Ingó, ég væri ekki sátt við það ef synir mínir ynnu í álveri.

GP, vændi var ólöglegt á Íslandi þar til fyrir 2 árum. Þá komust menn að þeirri niðurstöðu að það væri rangt að refsa fólki fyrir að þiggja greiðslu fyrir kynlíf, m.a. vegna þess að vændiskonur ættu í erfiðleikum með að kæra obeldi ef þær þyrftu að óttast lögsókn. Eftir sem áður var bannað að auglýsa vændi og að hagnast á kynlífi annarra.

Samkvæmt nýju lögunum eru kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð. Það á jafnt við um karla sem konur. Hugmyndin er sú að vændi sé í eðli sínu ofbeldi og byggir á þeirri skoðun að allir sem þiggja greiðslu fyrir kynlíf séu viljalaus verkfæri og/eða sjúklingar sem séu ófærir um að taka upplýsta ákvörðun um það á hvaða forsendum þær (karlar eru í miklum minnihluta) hleypi manni upp í rúm til sín. Eftir sem áður er hvaða manni sem er velkomið að riðlast á sauðdrukkinni konu sem samþykkir það svo fremi sem hann réttir henni ekki peninga. Lauslátar konur (og annað fólk í kynlífsþjónustu) virðist samkvæmt þessu verða fyrir skyndilegum dómgreindarmissi þegar þær sjá fram á að geta greitt skuldirnar sínar.  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband