Fljúgandi mörgæsir, spennandi kostur

Stundum heyrir maður um hluti sem eru einfaldlega of ótrúlegir til að þeir geti verið sannir. En svo kemur í ljós að sannleikurinn er miklu ótrúlegri en skáldskapur getur nokkru sinni orðið. Íslendingar hafa sannreynt þetta aftur og aftur á síðast liðnum mánuðum.

Ofurhetjur heimsinsGrænmetissalar og búðarstrákar sem afgreiddu mig um kartöflupoka á góðum degi fyrir nokkrum árum, urðu einhvern veginn að ofur-krimmum eins og þeir gerast verstir í ofurhetju-teiknimynda-sögunum, sem við vitum öll að eru ótrúlegastar af öllum ótrúlegum skáldsögum. Þeir sátu með puttann á hnappinum, tilbúnir til að brjóta fjöregg þjóðarinnar ef þeim yrði ógnað. Og svo, alveg eins og í teiknimyndablöðunum gerðist eitthvað og allt fór í há loft en þeir voru snöggir til og ýttu á hnappinn og  tókst að flýja með allt sitt og komu sér fyrir í fylgsnum sínum út á eyðieyjum. Munurinn er sá að Þjóðin á enga súperhetju (Captain Ísland)  til að leita réttar síns á þeim. Þess vegna brosa þeir í kampinn í dag og láta taka við sig vitöl þar sem þeir segja drýgindalega hafa tapað miklu sjálfir og e.t.v. hefði það verið farsælast hefðu þeir haldið áfram að selja bara kartöflur út í búð.

BúðardrengurinnUpphæðirnar sem þessir drengir náðu að svindla út úr Íslendingum eru svo háar að það þarf sérstök útskýringa-myndbönd til að fólk fatti hversu miklir peningar þetta voru. - En satt að segja finnst mér upphæðirnar hættar að skipta máli. Þær hafa enga merkingu lengur fyrir mig og fá mig bara til að gapa eins og bjáni eina ferðina enn.

Þess vegna er líklega best að fá bara einhverjar ofurkonur með sæt nöfn og mikla reynslu utanúr heimi til að eltast við þessa bófa. Þá lendir heldur ekki einhver í því að þurfa handtaka og kæra besta vin sinn eða jafnvel bróður sinn.

En það sem kannski er verra er að fullt af frómu fólki reynir að sannfæra mig um að nú sé allt á leiðinni til betri vegar. Nýtt fólk sé að komast í valdastöðurnar, ný framboð séu í uppsiglingu og ný andlit séu að taka við af þeim gömlu í eldri framboðunum. Allt á að breytast nema, kerfið. Við því má ekki raska og mér líður eins og ég sé dottinn inn í kvikmyndina The Wall.

Mér finnst yfirstandandi  breytingar álíka trúverðugar og meðfylgjandi myndband. Myndbandið hefur það fram yfir framboðs-framagosa-hjalið að það er skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Videoið er trúverðugra en Ísland í dag og ólíkt skemmtilegra. 

Nú eru boðberar rétttrúnaðarins búnir að ná föstum tökum á háborðum borgarafundanna.  

Í Iðnó í kvöld voru Bjarni N1 Benediktsson og Atla lögmanni Alþingis framsögumenn ásamt öðrum talandi höfðum kerfisns. 

Eins get ég ekki betur séð en hagfræðigammurinn með sakleysissvipinn, hann Haraldur Líndal "Faraldur" sé farinn að venja komur sýnar við háborð borgarafunana, eftir að um hægðist hjá Nýsi, enda hefur hann lengi verið fundvís á nályktina .

Magnús Sigurðsson, 11.3.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband