Iceland kaupir Woolworth verslanir í Bretlandi - Útrásin enn á fullu

woolworth3Það var skýrt frá því í fréttum á Bretlandi í kvöld að Iceland, matvöruverslunin sem sérhæfir sig í að selja Bretum frosin mat, hefur fest kaup á rúmlega 50 Woolworth verslununum en sú keðja lagði upp laupana fyrir skömmu og var afhent skiptaráðenda. 

Engin kaupandi treysti sér þá til að endurreisa þessar gamalgrónu verslanir en skuldir þeirra voru taldar nema um 350 milljónum punda. 

Bretar furða sig mikið á því hvar Iceland og eigendur þeirrar keðju fundu peninga til að greiða fyrir kaupin en þeir standa þessa dagana jafnframt fyrir kröftugri auglýsinga-herferð fyrir Iceland í þeim tilgangi að auka markaðshlutfall sitt til muna sitt á Bretlandseyjum.

icelandFyrir tveimur mánuðum eða svo, tók við stjórntaumunum hjá Iceland verslununum íslenskur fjárglæframaður að nafni Jón Ásgeir Jóhannesson og hann stýrir verslunarkeðjunni fyrir Baugur Group sem er íslenskt fyrirtæki eins og allir vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Áfram Ísland!  eða hvað?

Magnús Sigurðsson, 9.1.2009 kl. 22:16

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Shit...fyrirgefðu orðbragðið, þetta var bara það fyrsta, sem mér datt í hug.

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Magnað alveg hreint!

Kristinn Theódórsson, 9.1.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband