Draugapeningar ( Ekki Ísl. kr. )


Ghosts_of_China_paint_small

Í kínverskri alþýðutrú er heimurinn fullur af andaverum, bæði góðum og illum. Slíkar andaverur eru t.d. náttúruskrattar (kuei-shen), illir andar eða djöflar (oni) og vofur (kui).

Fólk trúir að illir andar forðist ljósið og því hafa þróast fjölmargir helgisiðir þar sem ljós og eldfæri koma við sögu, eins og varðeldar, flugeldar og kyndlar. Illir andar eru sagðir ferðast ætíð eftir beinum línum sem skýrir allar beygjurnar á kínverskum vegum :)

En ekki eru allir andar illir, - sumir eru aðeins óhamingjusamir. Eins og áadýrkun Kínverja bíður upp á, trúa þeir að sálir framliðna lifi líkamsdauðann og það verði að gera þær hamingjusamar og heiðra þær með fórnum.

Ef að andi er ekki hamingjusamur, til dæmis vegna þess að eitthvað var áfátt við dauðastund hans eða að graftrarathöfn var óvönduð, verður hann að vofu. (Stundum nefnd hungurvofa sem er hugtak sem kemur frá Búddisma) Vofur geta ráðist á menn og reynt að fá þá til að sinna þörfum sínum eða í það minnsta draga athygli að þjáningu sinni.

Vofur fá mesta athygli í svo kölluðum vofumánuði, sem er sá sjöundi í kínverska tunglárinu. Á fimmtánda degi þess mánaðar er haldin mikil vofuhátíð.HellMoney3

Á meginlandi Kína fer andatrúin dvínandi undir "trúlausri" stjórn kommúnismans. En í Taiwan sem klauf sig frá Kína árið 1949 trúir meiri hluti (allt að 90%) íbúa á vofur. Nætursjónvarpið er fullt af þáttum um draugahús og særingar og miðlum er greitt stórfé fyrir að gefa ráð til að friða óánægða framliðna ættingja.

HellMoney2Eitt af algengum vandamálum vofanna eru blankheit.  Til að ekki þurfi að brenna alvöru peningum (sem er leiðin til að leggja inn á þá) til að redda blönkum vofum, eru gerðir draugapeningar eða svo kallaður Joss pappír. Draugaseðlar eru venjulega búnir til úr bambus-pappír eða hrísgrjóna-pappír og hefðbundin seðill er réttur ferhyrningur.

Þegar forfeðurnir eru heiðraðir á sérstökum áahátíðum er ómældu magni af Joss brennt til að tryggja afkomu þeirra og hamingju í andaheiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Sýnir vel hvernig alræðisvaldið í Kína vil stjórna öllu og drottna yfir þegnunum.

Takk fyrir skemmtilega og fræðandi grein enn og aftur Svanur. 

Kveðja Skattborgari 

Skattborgari, 14.7.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: egvania

Svanur takk fyrir fróðleikinn þetta er orðið þannig að ég bara bíð eftir að ný skrif birtist hjá þér og ég geti fræðst um það sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera.

egvania, 14.7.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 08:15

4 Smámynd: Neddi

Þegar að ég var í Singapore fyrir tveimur árum var þessi hátíð einmitt í fullum gangi. Það var verið að brenna peninga hingað og þangað.

Ég tók einmitt nokkrar myndir af þessu út um gluggann hjá fólkinu sem að ég bjó hjá.
Mynd 1
Mynd 2

Fólkinu sem að ég var hjá var reyndar ekkert of vel við þetta því að annað þeirra var með astma og reykurinn frá þessu fór svolítið í hann.

Neddi, 15.7.2008 kl. 11:42

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Neddi: Takk fyrir þetta. ÞAð er ekki verið að spara til sé ég, þegar kemur að hinum látnu :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.7.2008 kl. 11:48

6 identicon

Skemmtileg grein þetta minnir mig á auglýsingu frá tælandi, skemmtileg auglýsing.

http://youtube.com/watch?v=XRFPf0dgfSg

Ingó (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 15:12

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er bæði fróðlegt og skemmtilegt. Þakkir hafðu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband