Afríka er kona heimsins.

Mago-DSC_1455-nelikko-smallFlestar styrjaldir  eftir 1990 hafa verið háðar í fátækum löndum, of fátækum til að kaupa vopn. Þrátt fyrir það skortir ekki vopnin. Milljónir handskotvopna er gefin af herjum sem eru að uppfæra sín eigin vopn og ótölulegur fjöldi vopna er fluttur á milli ófriðarsvæða og endurnýttur. Það er mun ódýrara en að geyma vopnin eða eyðileggja þau. Í sumum löndum Afríku eru Kalashnikov rifflar seldir fyrir sex dollara stykkið eða að hægt er að fá þá í skiptum fyrir geit, hænu eða fatapoka.

Síðan seinni heimstyrjöldinni lauk árið 1945 er áætlað að yfir 50. milljónir manna hafi týnt lífinu fyrir kúlum úr ódýrum fjöldaframleiddum handvopnum. 

23Þessi vopn eru svona vinsæl vegna þess hve endingargóð þau eru. En eru í notkun AK-47 og MI 6 rifflar sem notaðir voru í Viet Nam stríðinu og í suður Afríku má finna byssur allt frá fyrri heimsstyrjöldinni í höndum smádrengja. Að auki eru auðvelt að flytja vopnin. Nokkrir klyfjaðir hestar nægja til að vopna lítinn her.

á vesturlöndum hefur þetta vopnaflóð ekki mikil áhrif á daglegt líf fólks nema þar sem hryðjuverk og eiturlyf koma við sögu. Almenningur í ríku löndunum hefur algjörlega leitt fram hjá sér þjáningarnar og skelfinguna sem þessi vopn flytja með sér í vanþróuðu löndunum, sérstaklega Afríku. Talið er að  500 milljónir her-handvopna séu í umferð í heiminum í dag. 

Fyrir utan hversu ódýr vopnin eru og hversu framboðið er mikið af þessum vopnum eru aðrar ástæður fyrir vinsældum þeirra. Þau eru afar banvæn og hraðvirk. Hægt er að kenna barni á örskammri stundu hvernig á að nota þau og viðhalda þeim.

Vopnasala heimsins er afar flókin. Miklar byrgðir af vopnum fara löglega á milli landa á hverjum degi. Eftir að kalda stríðinu lauk seldu stórveldin vinum og samherjum þau vopn sem fallist hafði verið á að eyða. En ólögleg vopnasala er miklu umfangsmeiri. Í Afríku er orðið alvanalegt að greiða fyrir vopnasendingar í demöntum. Það er kaldhæðnislegt að demantarnir sem skreyta háls og fingur auðugra vesturlandabúa og eru í margra hugum tákn um eilífa ást,  kunna vel að hafa verið fengnir í skiptum fyrir hríðskotabyssur.  ColonialAfricaÍ sumum Afríkulöndum eru hópar af uppflosnuðum ungum mönnum sem hafast við á vergangi.  Kalashnikov riffillinn er atvinnutæki þeirra. Þeir ræna, rupla, drepa og meiða hvern dag og tilgangurinn er oft ekki annar en sá að hafa ofaní sig og á. Stundum eru þetta leifar af einhverjum uppreisnarhernum eða landflótta skæruliðum og stundum eru þetta það sem við mundum kalla venjulegir ræningjaflokka. Hvort sem er, stendur vesturlöndum á sama.  

Viðhorf okkar vesturlandabúa til Afríku og vanda hennar er ekki ósvipað og viðhorf karla voru til kvenna allt fram í byrjun síðustu aldar. Hún er réttlaus og óþarfi að taka nokkuð tillit til hennar nema þegar eitthvað þarf að nota hana.

Svona (sjá kort) skiptu Evrópulönd Afríku upp á milli sín á síðustu öld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ef fátækt er mikil þá eru meiri líkur á glæpum því að fólk hefur eingu að tapa. Þetta er slæmt með vopnin Ak47 er að mörgum talinn besta vopn 20 aldar af því að hún er svo auðveld í framleiðslu og viðhaldi og stendur eiginlega aldrei á sér en á til að ryðga.

Besta leiðin til að hjálpa afríku er að opna fyrir viðskipti með matvörur sem er það eina sem mörg ríki geta framleitt. 

Skattborgari, 5.6.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband