Saga úr stríðinu...af flóttakonu

 Þar til að stríðið barst til heimabæjar hennar, lifði Móna Ghunnam hamingjuríku lífi. Hún átti ástríkan eiginmann og fjögra ára dóttur. Í nágrenni við hana bjuggu foreldrar hennar og fjórir bræður.

Árið 2003 varð sprengjuflaug móður hennar og föður að bana. Hún grandaði líka bræðrum hennar fjórum og lítilli dóttur hennar. Sjálf lamaðist hún að hluta.

Eiginmaður hennar, lögreglumaður, reyndi að fá aðhlynningu handa henni á vestrænu sjúkrahúsi en gat sjálfur ekki sætt sig við bæklun hennar. Hann kastaði henni á götuna og flutti inn til nýrrar eiginkonu.

Móna sem hafði verið kennari var ein þeirra 750.000 Íraka sem lentu í hrakningum og enduðu á götum Amman borgar í Jórdaníu. Hún býr í eins herbergis kjallaraholu án hita, vatns eða salernis.

Flestar stundir grúfir hún sig upp að vegg í herberginu og grætur. Hún er ekki lengur, móðir, eiginkona, dóttir eða systur.

Mónu hefur verið boðið að setjast að í landinu sem grandaði fjölskyldu hennar en hún er hikandi.

"Ég trúi ekki lengur að ég verði nokkru sinni hamingjusöm aftur" segir hún."Skömmin er yfirþyrmandi, ég var skólakennari nú er ég betlari. Síðasta minningin af dóttur minni er að hún var að leika sér á meðan aðrir í fjölskyldunni stigu út veröndina til bæna þann 31 mars. 2003. "

"Passaðu að detta ekki" sagði hún og brosti við dóttur sinni um leið og hún snéri sér í átt til Mekka.  Það næsta sem hún vissi var hún stödd á sjúkrahúsi með þrjú sprengjubrot í höfðinu, heyrnarlaus á hægri eyra og lömuð vinstra megin líkamans.

Hún spurði eftir dóttur sinni og fjölskyldu en fékk engin svör. Eftir þrjár aðgerðir hélt hún heim. Eiginmaður hennar sagði henni að öll fjölskylda hennar væri látin. "Það var erfiðasti dagur lífs míns. Mér fannst eins og ekkert væri eftir" sagði Móna um þann dag.

Hann sagði að best væri að þau seldu hús sitt og flyttust frá þorpinu og settust að í Austurríki. Móna gaf eiginmanni sínum leyfi til sölunnar. Nokkru seinna sagðist hann ekki hafa neinn áhuga á að yfirgefa Írak og lýsti því yfir að hann vildi eignast aðra konu. "Hann fórnaði mér" sagði hún með tárin flóandi niður kinnarnar."Hann fékk húsið mitt og launin mín sem hann notaði til að kaupa nýjan bíl. En nú var ég þurfalingur, óvinnuhæf, byrði".

Móna gaf öll föt dóttur sinnar og leikföng. "Hárspennurnar, fyrsta afmæliskertið hennar, litina hennar, öll mjúku leikföngin sem sum hver hún hafði ekki einu inni leikið sér enn að".

"Ég pakkaði niður í ferðatösku og fór".

Móna dvaldi um hríð hjá aldraðri konu sem bjó í grenndinni, eða þar til maður hennar kom með prestinn til að skilja við hana. Hún tók hönd eiginmannsins og kyssi fingur hans og bað hann um að skilja ekki við sig. Hann kippti til sín hendinni og sagði að hún væri ekki lengur kona sín og hefði því ekki rétt til að kyssa hann framar.

Fjarlægir ættingjar hennar töldu sig ekki geta tekið á móti henni í því ástandi sem hún var´og það eina sem beið hennar var vergangur.

"Ég seldi það sem ég átti, jafnvel giftingarhring móður minnar og hélt af stað út í buskann."

"þegar ég kom til Jórdaníu dvaldist ég á gistihúsi þar til því var lokað. Nú bý ég í þessu herbergi og eigra þess á milli um göturnar hlægjandi. Ég veit ekki af hverju ég er hérna eða hvert ég er að fara".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er svo sorglegt.  Auðvita eigum við að hjálpa þessu fólki ef við getum og við getum svo mikið betur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband