Efnahagslegur stöðugleiki / stöðug fátækt

Þorsteinn Víglundsson bregður fyrir sig frösunum eins og þaulvanur pólitíkus. Hann talar um að markmið launasamninga sé fyrst og fremst að koma á eða varðveita svo kallaðan efnahagslegan stöðugleika. Efnahagslegur stöðugleiki fyrir þá sem ekki geta framfleytt fjölskyldum sínu af launum sínum, merkir einfaldlega áframhaldandi og stöðuga fátækt. Þetta vita þeir sem felldu samningana á dögunum. Það sem boðið var upp á í þeim náði engan veginn að breyta nokkru um afkomu þeirra. Kjarasamninga sem hafa að markmiði að viðhalda misskiptingu í nafni "efnahagslegs stöðugleika" ber líka að fella.
mbl.is Niðurstöðurnar valda vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband