Bæ bæ fésbók

Unga fólkið, fyrrum aðalmarkhópur fésbókar, er orðið leitt á að þvælast innan um öll hrukkudýrin þar. Það þolir illa  ömmur og afa, frændur og frænkur sem halda að það sé sjálfsagt að hnýsast þar ofaní mál krakkanna í gegnum fésbók og finnst voðalega sniðugt að setja athugasemdir við myndirnar og dægurhjalið sem er í raun eingöngu ætlað jafnöldrum þeirra. Ungt fólk nennir auk þess ekki lengur að eltihrella fólk, sem það þekkir sama og ekki neitt, út um allt net.

Samskipti unglinga við vini sína og kunningja fara í auknum mæli fram í gegnum smáforrit í símunum þeirra, öpp eins og Whatsapp, WeChatt og KakaoTalk. Þannig fá krakkarnir að vera í friði með einkasamskipti sín. Hið auglýsingalausa Whatsapp er t.d. komið úr Twitter hvað varðar daglegan fjölda skilaboða.

Það þarf því enga sérfræðinga til að sjá hrun fésbókar fyrir. Unga fólkið hefur hingað til leitt markaðinn í þessum efnum. Fólk hangir inni á fésbók af því að allir aðrir eru þar eins og er, ekki vegna þess að hún sé svo handhæg eða skemmtileg. Reyndar viðurkenndu fésbókarmenn þessa þróun sjálfir fyrir nokkru þegar þeir sögðu að notendum vefsvæðisins meðal ungs fólks fækkað daglega. - 


mbl.is Facebook gæti fjarað út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Facebook að fara að hljóta sömu örlög og Moggabloggið

Elías (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband