Brjálaðir borgarstjórar

Rob Ford borgarstjóri í Toronto í Kanada er á góðri leið með að hasla sér sess í stækkandi hópi klikkhausa sem kosnir hafa verið til valda af almenningi. íbúar í Toronto létu glepjast af gylliboðum Robs og lái þeim hver sem vill.

220px-Marionbarry001

En það er sem sagt ekkert nýtt að borgarstjórar og jafnvel þjóðhöfðingjar hafi misst glóruna ofan í vodkaflösku eða krakkpípu. Marion Barry borgarstjóri í Washington USA og Boris Yeltsin í USSR eru ágæt dæmi um slíkt.

Og það er freistandi að setja alla þá sem haga sér undarlega í virtum valdastöðum í einn hóp, en varla sanngjarnt.

1123mayors3

Ef við töku sem dæmi hegðun Arturas Zuokas borgarstóra í Vilnus sem ók sjálfur skriðdreka yfir Mercedes Benz bifreið sem hafði verið ólöglega lagt í reiðhjólastæði í miðborginni. Þetta gerði Arturas til að undirstrika að honum væri full alvara með að gera borgina reiðhjólavænni.

Þá hefur okkar eigin borgarstjóri Jón Gnarr oft gripið til óhefðbundinna leiða til að vekja athygli á einhverjum málum.

1123mayors2crop

Hann hefur opinberlega komið fram í bleikum hjól og geymverubúningi tuldrandi erindi úr söng Pussy Riot.

En það er langur vegur milli ástæðu hegðunar Rob Ford og Gnarrs. Rob hefur ekkert að markmiði með hegðun sinni en að svala eigin fýkn. Gnarr hegðar sér undarlega til að vekja athugli á hugsjónamálum sínum.


mbl.is Borgarstjórinn fullur og blótandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband