Íslendingar bestir miðað við stærð

Þriðjudagurinn 19. nóvember n.k. verður örlagaríkur fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þá ræðst endanlega hvort því tekst að komast til  Brasilíu 2014 og gera Íslendinga þar með fámennustu þjóðina í heiminum til að keppa á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. - 

Þann heiður eiga sem stendur Trinidad - Tobago en þeirri þjóð tilheyra 1.3 milljónir manna  og á meðal hennar er þeirri staðreynd að landslið þeirra "The Socca Warriors" komst á heimsmeistaramótið 2006, dyggilega haldið til haga.

Íslendingar sem aldrei hafa náð að vinna sér inn þátttökurétt á stórmóti, eygja nú þann möguleika í fyrsta sinn. Þeir eru komnir í umspil og næstu tveir, mögulega þrír, leikir ráða þar öllu um.

Á næstu vikum fáum við eflaust að heyra allar klisjurnar og "máltækin" sem íþróttafréttamenn þjóðarinnar eru svo lagnir við að koma að. Kálið er víst ekki sopið, og það er enn langt í land og við ramman reip að draga og við öflugan andstæðing að etja og og og  .........

Og því miður eru þær allar sannar.

 

Andstæðingar íslenska liðsins, Króatíska landsliðið er í 22. sæti Elo listans en Ísland í því 79.

Íbúar Króatíu telja 4.3 milljónir og frá því að hún hlaut sjálfstæði sitt að nýju árið 1991 hefur landslið þeirra í knattspyrnu komast á öll heimsmeistaramót nema eitt og öll Evrópumeistaramót nema eitt. Á fyrsta heimsmeistaramótinu sem það tók þátt í 1998, endaði liðið í þriðja sæti.

Seinni leikur Íslands og Króatíu mun fara fram á Maksimir leikvanginum í Zagreb, þar sem króatíska landsliðið vann sér það til frægðar að tapa ekki fyrstu 36 heima-leikjum sínum. Sú heimaleikja-sigurruna endaði ekki fyrr en með tapinu gegn Englandi 2008.


mbl.is Ísland mætir Króatíu í umspilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband