Mamma þín gengur í hermannaklossum

Talað er um Jihad Al Nikah (kynferðislegt heilagt stríð) þegar að karlmaður (hermaður) gengur í skammtíma-hjónaband með konu til að geta haft við hana mök. Um er að ræða útfærslu á "Nikah-al Mutáh"  hugtakinu (Hjónaband ánægjunnar vegna) sem á sér veika stoð í Kóraninum en hefur verið stundað af Aröbum frá því fyrir tíð Múhameðs. Um "Nikah-al Mutáh" gilda strangari reglur. T.d. verður hjónabandið að vara a.m.k. þrjá daga og konan má ekki vera hrein mey.

Í tilfelli kvennanna frá Túnis virðist ben Jeddou ráðherra, vera að gera að því skóna að konurnar fari yfir til Sýrlands til að styðja þar við málstað uppreistarmanna. - Sjálfar hafa nokkrar stúlkurnar upplýst í viðtölum að þær þáðu greiðslu fyrir ómakið. Um er því að ræða illa dulbúið vændi. Það sem helst virðist trufla ráðherrann er að þær komu ófrískar til baka.

Kynferðisleg lausung, að ekki sé talað um ofbeldi, er engin nýlunda á stríðssvæðum heimsins, hvort sem stríðin töldust heilög eða ekki. Mikill fjöldi vændiskvenna fylgdi ávalt herjum heimsins, hvert sem þeir fóru. T.d. er til þess tekið hversu margar vændiskonur fylgdu krossförunum sem ætluðu að frelsa Jerúsalem úr höndum múslíma á sínum tíma. 

Þá er það heldur ekki nýlunda að gera vændi opinberlega hluta af stríðsrekstri, einkum þar sem hermenn voru og eru langdvölum fjarri heimilum sínum. 

Í Viet Nam stríðinu voru sem dæmi, fjölmargar vændiskonur á launaskrá bandaríska hersins, sem varð til þess að setningin "Your Mother Wears Combat Boots" varð að háðsyrði.


mbl.is Stunda kynlífs-jihad í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband