28.6.2013 | 00:34
Kattafárið í Kópavogi
Þótt allir viti að kettir séu afar sjálfstæð dýr og fari sínu fram hverju sem tautar, treysta einhverjir Kópavogsbúar sér samt til að koma skikki á ferðir þeirra og athafnir.
Sagt er að mannfólkið skiptist í tvo hópa, katta og hundafólk. Í Kópavogi býr aðallega kattafólk sem samt vill að kettirnir þeirra hagi sér eins og hundar.
Í bæjarstjórn Kópavogs er líka greinilega mannskapur sem vanur er að fást við smölun katta og þess vegna fær tillagan um að gera þar lausagang þeirra á ákveðnum tímum ársins ólöglega, örugglega góðar viðtökur.
Slík lög hefðu reyndar átt að vera í gildi um bæjarstórnarmeðlimi bæjarins á sínum tíma.
Vandamálið er að inn í Kópavog hættir sér ekki orðið nokkur spörfugl, af ótta við að verða étinn. Á því verður ráðin bót með væntanlegri reglugerð. Skiltin sem voru sett upp í görðum bæjarbúa þar sem fuglarnir voru varðir við í skýru máli að kettir kynnu að vera þar á ferð, eru greinilega ekki að virka.
Lögfræðingar bæjarins sitja með sveitta skallana og reikna hvað hægt er að græða mikið á köttum sem neita að fara að lögum á meðan skelkaðir bæjarbúar hamstra ólar, gluggahespur og rammgerða lása fyrir útidyrnar hjá sér. Sérverslanir fyrr kattaspennitreyjur er nú að finna á hverju horni og margir græða vel.
Þá vill fyrrverandi formaður kattavinafélagsins þar í bæ, merk kona og mæt, helst að kettir í Kópavogi hagi sér eins og siðmenntuðu kettirnir í Prag , Helsingi og Vancouver. Þar kunna þeir sko að fara að lögum og hlusta á húsbændur sína með óttablandinni virðingu. Þar fá engir kettir um frjálsan rass að sleikja og þar er líka fugladýrðin slík að sjálf paradís skammast sín. Þar eru styttur allar hvítar af driti sem úr marmara væru og þar þverfótar fólk ekki fyrir fleygum rottum á öllum torgum.
Mikið hlakka ég til að heimsækja Kópavog þegar hann verður orðin eins og Helsingi eða Prag.
Vill banna lausagöngu katta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Facebook
Athugasemdir
Það er orðið löngu tímabært að banna alla lausagöngu katta í þéttbýli. Sama fornaldarhugsunin og þegar menn sögðu að hundar ættu bara heima uppi í sveit. Köttum líður mun betur og almennt væri betur hugsað um ketti ef fólk héldi þá innandyra hjá sér. Allt of margir kettir enda á götunni þar sem enginn hugsar um þá. Það er ekkert mál og miklu snyrtilegra fyrir alla að halda ketti algjörlega innandyra,bæði myndi fólk þrífa dýr sín miklu betur og svo losna nágrannarnir við sprænandi og skítandi ketti úr görðum sínum.
Þórður (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 12:47
Hvernig væri bara að banna að hafa hunda og ketti á íslandi...
Arnar (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 13:00
Það er alger óþarfi að snúa umræðum upp i vitleysu. Það vill enginn banna hunda og ketti á Íslandi. En þar sem við búum í samfélagi með öðrum þarf líka að taka tillit til annarra. Hunda og kattaeigendur verða að taka tillit til annarra sem og hinir verða að bera fullan skilning á köttum og hundum annarra. Þetta er ekki flókið. Kettir og hundar eiga ekki að ganga lausir nema í görðum eigenda sinna eða á þar tilteknum svæðum. Ekki í görðum nágranna sinna frekar en að þú viljir að ég sé að míga og skíta í þinum garði.
Þórður (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 13:29
Ég hef líka áhyggjur af því að fuglarnir mígi og skíti í garðana okkar. Við verðum að ná tökum á því vandamáli með t.d. almenningsklósettum fyrir fugla.
Og hvað með mýsnar, hvar skíta þær ?
Í rauninni ættum við að hafa öll dýr jarðarinnar í bandi, þá fyrst verður gaman að vera til - og hvalina líka - megum ekki gleyma þeim. Öll höf eru að verða fulla af kúk úr hvölum - svo vilja menn banna hvalveiðar! Það er ekki nema von að hitastigið á jörðinni fari hækkandi, það er út af öllum þessum kúk og gasi.
Láki (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 00:29
Það ætti bara eitt dýr að vera í bandi Láki minn en það erum við mennirnir. Eina skepna jarðar sem er jörðinni böl.
Ella (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 11:39
Spursmálið um ketti er meira og annað en að þeir mígi kannski og skíti í annara manna garða. Það er ansi þröngt sjónarhorn. En gott og vel. Hér í bakgarðinum eru margir sómaettir og ég hef aldrei orðið var við úrgangsvandræði af þeirra völdum. En hér er líka undirgangur og þar er ekki um farandi vegna hlandstækju úr mönnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.6.2013 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.