Kona sem ekki hittir í mark

Það er auðvitað stórmerkilegt að kona skuli bursta  karla í skotkeppni. Það kom verulega á óvart að mati blaðamannsins og kannski fleirum. Þess vegna er vert að slá því upp í fyrirsögn. Hvernig má það vera að kona hafi betur í skotkeppni við karlmenn?

Að auki mætti hún ekki til umræddrar keppni í felulita-samfesting eins og karlarnir, heldur bara svona eins og hún hafi rétt brugðið sér úr eldhúsinu til þess arna.

Fréttin segir að Guðný Gréta bóndi í Fossárdal hafi "í orðsins fyllstu merkingu" skotið körlunum ref fyrir rass í þessari keppni, þrátt fyrir að hvorki hún né aðrir sem tóku þátt í henni hafi skotið á einn einasta ref, heldur aðeins uppblásnar blöðrur.

Þá veit enginn hver "fyllsta merking" orðanna "að skjóta öðrum ref fyrir rass" er,  þótt líklegt sé talið að líkingin sé  "dregin af því þegar refur er skotinn fram hjá rassi þess sem fyrir honum situr en verður hans ekki var“. -

Það er samt ávalt fróðlegt að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar hjálpa daglega við það að viðhalda ákveðnum hugmyndum um hlutverk kynjanna. 


mbl.is Kona skaut körlum ref fyrir rass
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bla bla bla...grín....bla bla bla. Slappaðu af.

Þóra Guðmunds (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 13:59

2 identicon

Það er nú ekki á hverjum degi sem að kvenfólk vinnur karlmenn í neinu, eftir því sem ég veit. Annars eru konur ofmetnar, eða vanmetnar kanski líka

maggi220 (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 17:04

3 identicon

Ég skynja styðjandi kvenleika hjá Þóru Guðmunds. Svanur seigir sannleikan og fólk eins og þú Þóra þarft að opna augun og mennta þig örlítið í kynjafræði.

Maxi (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 18:16

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er kanski vert að hafa í huga að þó að fyrirsögnin snúist um kyn Guðnýjar, þá er eiginlega meira mál og miklu stærri frétt að þessir ágætu menn sem hún rassskellti eiga að vera með reyndustu riffilskotveiðimönnum landsins.. En hún er til þess að gera nýbyrjuð að skjóta...

Það ætti í raun að vera fréttin.

Hitt er bara söluvænna og því verður það fyrir valinu...

Eiður Ragnarsson, 28.6.2013 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband