Bjarni fær trúlega ekki umboðið

Af orðum Ólafs Ragnars um að taka þurfi tillit til fleiri þátta en stærðar og þingmannastyrks þegar umboðinu til stjórnarmyndunnar verður úthlutað, er hann í raun að undirbúa landsmenn undir að Framsóknarformanni verði gefið umboðið. -

Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn eru í beinni andstöðu við of mörg mál sem meiri hluti landsmanna vill að nái fram að ganga rétt eins og skoðanakannanir og þjóðaratkvæðagreiðsla bera vitni um.

Bjarni Ben er á móti því að stjórnaskráin verði samþykkt á grundvelli tillaga stjórnlagaráðs. Þar með er hann á móti leiðréttingu á 5% reglunni, auðlindagjaldinu og persónukjörinu. Hann hefur sýnt að hann vílar ekki fyrir sér að brjóta gegn þjóðarvilja.

Hann er einnig á móti því að umsóknarferlinu í ESB verði lokið og fólkið fái að kjósa um aðildina.

Af þessu sökum einum getur ÓRG ekki falið Bjarna stjórnarmyndunarumboðið. Skoðanir Bjarna og stefna Sjálfstæðisflokksins hafa engan samhljóm með skoðunum meiri hluta þjóðarinnar.

Af tvennum illum kostum er Framsóknarmaddaman fýsilegri kostur.


mbl.is Vill hefja viðræður við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

ÓRG má fara sínu fram ef hann forðar okkur frá BD.

Theódór Norðkvist, 29.4.2013 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband