Ill öfl innan Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Ben segir að öfl innan flokksins hans, séu að gera að honum aðför. Hann segir að  stuðningsmenn Hönnu Birnu láti gera kannanir sem sýni að flokknum mundi ganga betur í næstu kosningum ef hún væri stjórinn.

HB B KMaður sem á sér slíka vini, sem halda í höndina á manni sigrihrósandi á landsfundi, en undirbúa svo launráð,  þarf ekki óvini.

Nema auðvitað að Hanna Birna viti ekkert hvað helstu stuðningsmenn hennar aðhafast, sem er afar ólíklegt.

Hún er að verða alvöru pólitíkus sem kann að horfa í aðra átt þegar ódæðisverkin eru framin, svo fremi að hún hagnist á því á einhvern hátt.

Þessi lúalega aðför að Bjarna varð til þess að hann íhugar nú að hlaupast undan merkjum.

Allt fyrir flokkinn auðvitað.

Svo er hugsanlegt að hann sé líka mannlegur og svíði soldið undan vanþakklætinu í flokksystkinum sínum.


mbl.is „Ég útiloka ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ef það opinberast nú að "ill öfl" séu innan Sjálfstæðisflokksins sem standa fyrir meintri aðför að sitjandi formanni, Bjarna, hvaða fólk getur þá hugsað sér að kjósa flokkinn með "illa" nýja hirð í fararbroddi?

Kristinn Snævar Jónsson, 12.4.2013 kl. 00:10

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég efa að Hanna Birna viti um þessi áform stuðningsmanna hennar, ef um áform er að ræða. Hvers vegna bauð hún sig ekki fram á móti bjarna á Landsfundinum sem hefði verið mjög jákvætt, en ekki fara að eins og verið er að gera núna? Það hefði ekki skemmt neitt fyrir flokkinum, en þetta er bein aðför að flokkinum og ekki ætlað til neins nema niðurrifs, og það er of seint að skipta um formann núna! Ég hef haldið með Hönnu Birnu fram að þessu, en úr því sem komið er mun ég halda með Bjarna Ben Flokksins vegna!!

Eyjólfur G Svavarsson, 12.4.2013 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband