Allt Bjarna að kenna og þakka

Framsóknarflokkurinn er orðinn að hæli fyrir pólitískt flóttafólk úr Sjálfstæðisflokknum og víst er satt að einhversstaðar verða vondir að vera.  Flóttafólkið telur að það verði finna sér afdrep þangað til Hanna Birna getur velt Bjarna Ben úr sessi sem formanni.

En geta ekki flokksgæðingar Sjálfstæðisflokksins sjálfum sér um kennt? Þeir studdu ekki Hönnu Birnu þegar hún gerði tilraun til þess að taka völdin af Bjarna fyrir skömmu, og þeir hljóta því að naga sig nú í handarbökin því formanninum þeirra hefur tekist að ná fylgi flokksins niður í sögulegt lágmark og um leið koma fylgi Framsóknarflokks í sögulegt hámark.

Á meðan Sjálfstæðismenn kenna Bjarna um hrakfarir flokksins í undanförnum skoðanakönnunum, hljóta Framsóknarmenn að vera honum afar þakklátir og er vísir til að launa honum ómakið eins og þeim er einum lagið, þegar þeir komast að kjötkötlunum.

Þeir gætu til dæmis boðið honum með sér í stjórnarsamstarf og falið honum að útfæra öll innantómu loforðin með því að setja hann yfir fjármálaráðuneytið.


mbl.is Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ekkert sem bendir til þess að eins hefði ekki farið ef Hanna Birna hefði fengið formannssætið, e.t.v. hefðu fylgjendur Bjarna þá farið og kosið framsókn. Þessi óhlutlausa skoðanakönnun segir bara hálfa söguna og er því verri en engin og þeim sem tóku hana til skammar.

Espolin (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 10:10

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Skoðanakönnun þessi er að mörgu leyti alveg stórfurðuleg.

Alla vegana er ljóst af niðurstöðum hennar að aðalvandi Sjálfsstæðisflokksins virðist ekki vera stefnana, heldur einhverskonar ímyndarvandi BB og skortur á trúnaði.

Fróðlegt væri að sjá vangaveltur fjömiðla afhverju að Framsókn sé líka að taka við verulegu flóttafylgi frá Samfylkingunni og Vinstri grænum.

Einnig væri fróðlegt að sjá skoðanakönnun um það hvort að hægt yrði að hægja á eða jafnvel stöðva þetta mikla fylgis afhroð Samfylkingarinnar með því að skipta Árna Páli út úr formannsstólnum.

Eða hvort að afhroð Samfylkingarinnar stafi fyrst og fremst af aðalstefnumáli þeirra þ.e. öfgafullri stefnu þeirra í að vilja troða þjóðinni inn í ESB.

Ja nema þeir þyrftu að gera hvor tveggja það er skipta um formann og láta af þessari öfgafullu stefnu í ESB málinu ?

Gunnlaugur I., 11.4.2013 kl. 11:40

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Espolin;má ekki ætla að þeir sem eftir eru í XD séu diehard sjallar sem mundu kjósa flokkinn þótt þeir hefðu kartöflupoka fyrir formann.

Gunnlaugur; það má vel kalla það ímyndarvanda að hafa vafningssvindlara fyrir formann. Málið er að það var ekki talið skipta máli á flokksþinginu þegar Birna bauð sig fram. - Stefna Sjálfstæðisflokksins er og hefur ætíð verið fyrst og fremst, að vera við völd. Þess vegna skutu þeir sig þarna laglega í fótinn. - Samfylkingin er núna gersamlega sundurlaus hjörð. Hún var fyrir fólk sem hafði skoðanir á málum og vildi berjast fyrir þeim en er í dag aðeins varnarmálspípa fyrir mistök síðustu ríkisstjórnar. - ESB er hvorki fugl né fiskur. Það vita allir að það máli er jafn dautt og stjórnarskrármálið. Um ESB verður ekki einusinni kosið eins og til stóð. -  Völdin eru bak við tjöldin eins og ávalt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2013 kl. 12:46

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Svanur er vanur því í að sínum stjórnmálaheimi með Svavar Gestssyni, Indriða Þorlákssyni og Steingrími Sigfússyni að meirihluti landsfunda eigi að ráða, það er fámennar klíkur sem hann og þeir félagar ákveða hverjir gegna trúnaðarstöðum og hverjir ekki. Það vill svo til að tími ykkar er liðinn og lýðræðishugmyndafræðin tekur við.

Svanur laumar sér hins vegar inn á Landsfund Sjálfstæðisflokksins, en veit þar ekkert í sinn haus. Sennilega ekki allsgáður. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2013 kl. 19:31

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Svanur er vanur því í að sínum stjórnmálaheimi með Svavar Gestssyni, Indriða Þorlákssyni og Steingrími Sigfússyni að meirihluti landsfunda eigi að ráða, það er fámennar klíkur sem hann og þeir félagar ákveða hverjir gegna trúnaðarstöðum og hverjir ekki. Það vill svo til að tími ykkar er liðinn og lýðræðishugmyndafræðin tekur við.

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2013 kl. 21:20

6 Smámynd: Elle_

Af hverju heldurðu, Svanur, að Hann Birna verði nokkuð skárri en hann?  Og hvað lætur þig halda að fólkið 'hljóti að naga sig í handarbökin' yfir henni eða viljii hana frekar en hann?

Elle_, 11.4.2013 kl. 21:27

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður; Hvað varstu eiginlega að reykja?

Elle, ég hef hef enga skoðun á því hvort gosatrýnið Hann Birna verði betri en Bjarni. Ég vitna til og legg út frá fréttinni um að fylgi Sjálfstæðisflokks mundi aukast ef hún væri formaður. Þeir sem naga sig í handarbökin eru þeir sem höfnuðu Hönnu Birnu því þeir komast ekki að kjötkötlunum með Bjarna í forsvari.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2013 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband