Ding-Dong Nornin er dauð

wwDing-Dong! The Witch Is Dead" er gamalt lag úr Galdrakarlinum í OZ sem hatursfólk Margrétar Thatcher hefur um þessar mundir komið upp í fjórða sæti breska vinsældarlistans, í tilefni af andláti járnfrúarinnar. -

Á dögunum var gerð tilraun til þess í fjölmiðlum að líkja Hönnu Birnu við járnfrúna, en sú samlíking þótti dálítið langsótt og ástæðulaus, enda Hanna Birna talin frekar plastkennd.

Í ljósi þess sem Bjarni Ben hefur sagt um innherja-árásirnar á sig er ekki laust við að maður hafi ástæðu til að líkja Hönnu Birnu við sjálfa vondu Nornina úr téðu ævintýri.

hbHanna Birna sagði þegar hún tók við formannsstöðunni í Sjálfstæðisflokknum; " Ég veit varla hvað ég á að segja. Ég er hrikalega stolt og ofboðslega þakklát fyrir þennan mikla og afdráttarlausa stuðning og þá miklu vináttu og kraft sem ég finn á þessum fundi. Ég held að þetta skipti Sjálfstæðisflokkinn miklu máli, mjög miklu máli"

Hanna Birna leggur áherslu á hvað kjör hennar er gott fyrir flokkinn og að mikilvægt sé að flokkurinn njóti krafta hennar. Það er miklu mikilvægara en hún sjálf. Hún er svo fórnfús og óeigingjörn.

 Og núna þegar hún er næstum búin að hrekja Bjarna frá formannsstarfinu lætur hún hafa eftir sér orð sem minna á orð nornarinnar illu úr vestrinu; "Going so soon? I wouldn't hear of it. Why my little party's just beginning."


mbl.is Formannsskipti engin óskastaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er ótrúlegt hatursbullið sem stendur iðulega upp úr vinstri mönnum.

Skúli Víkingsson, 12.4.2013 kl. 17:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg burtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á stjórnmálastörfum Thatcher finnst mér ótrúlega lágkúrulegt, ef satt er, að nornarlagið að tarna er komið upp í 4. sætið á lista.

Ómar Ragnarsson, 12.4.2013 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband