8.1.2013 | 17:42
Hvenær er nauðgun nauðgun?
Á Indlandi er víða pottur brotinn í mannréttindamálum. Dauði ungu konunnar sem lést eftir hópnauðgun í strætisvagni í Nýju-Delí rétt fyrir jól á síðasta ári, hefur orðið til þess að vekja athygli heimsins á því hversu mikið kynja-misrétti ríkir í landinu sem birtist í fleiri myndum en fáum nauðgunartilkynningum og vægum dómum þeirra sem þó eru sakfelldir fyrir slíkan glæp.
Konur í Indlandi eru t.d. talvert færri en karlar því milljónum kvenfóstra er þar eitt fyrir þær sakir einar að vera kvenkyns. Ofbeldi gegn konum af mörgu tagi er hluti af menningu landsins og það er verndað af slælegu lagaumhverfi sem erfitt hefur verið að fá breytt.
Á Íslandi birtist okkur svipað misrétti hvað börn varðar og lagalega stöðu þeirra sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og misnotkun í æsku eins og mál Karls Vignis Þorsteinssonar ber vitni um.
Talið er að ekki færri en 1000 íslenskir karlmenn séu haldnir barngirnd og séu því líklegir til að leita á börn. Samt ríkir enn talsverð óvissa um hvort heimfæra megi alvarlegt kynferðisbrot gegn barni undir nauðgunarákvæði lagnanna. Samkvæmt íslenskum lögum eru kynferðisbrot gegn börnum ekki flokkuð undir nauðgun og þess vegna fyrnast þau oft áður en þau koma til kasta lögreglu.
Hluta af þeirri almennu yfirhylmingu og meðvirkni sem ríkir í landinu með barnaníðingum, má rekja til þessa óvissuþátta laganna.
Hefði löggjafinn einhvern áhuga á að bæta þetta misrétti, væri þeim það í lófa lagt með skýrari lagasetningu.
Segir nauðgunina konunni að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Athugasemdir
Um síðustu helgi var 19 ára pilti nauðgað af nokkrum mönnum í miðborg Reykjavíkur.
Virðist þetta engin frétt.
Ef hlutirnir gerast á Indlandi eða í BNA þá þorir fólk að tjá sig um þá.
Þetta virðist vera tabú hérna heima. Gæti skaðað ferðaþjónustuna og guð veit hvað.
Gummi (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 19:00
Íslenskt samfélag er rotið.
Bára (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 21:41
Nauðgun er árás á manneskju. Því dru dómar svo linir hér á landi fyrir kynferðir nauðgunarbrot. Í afríku er það dauðadómur í mörgum ríkjum.
Valdimar Samúelsson, 9.1.2013 kl. 09:45
Af hverju heldurðu að kynferðisbrot gagnvart börnum séu ekki flokkuð sem nauðgun?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 13:18
Nauðgun eins og hún er skilgreind skv. 194 gr. almennra hegningarlaga fyrnist ekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.1.2013 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.