13.5.2012 | 13:07
Pólitíkusinn Ólafur Ragnar sýnir klærnar
Ólafur Ragnar gerir að ekki endasleppt og innkoma hans í þennan forsetakosningaslag hlýtur að vera einsdæmi í sögu íslenskra forsetakosninga. Hanskarnir eru strax komnir af og Ólafur kemur grenjandi til leiks og heggur í átt til allra pólitískra óvina sinna, fyrrum félaga sinna úr stjórnmálunum.
Þarna er gamli góði rammpólitíski Ólinn kominn aftur og sýnir klærnar. Ólinn sem kann að spila á strengi sundurlyndis og ósættis pólitískra andstæðinga sinna og láta sjálfan sig líta út fyrir að vera saklaust fórnarlamb. -
Það er fyrirsjáanlegt að þessi kosningabarátta verður rammpólitísk. En það sem verra er, að með því að fara þessa leið hefur Ólafi tekist að gera embættið sjálft rammpólitískt og þar með svipt það öllu sem gerði það að þeim friðarstóli sem það átti að vera samkvæmt stjórnarskrá.
Ólafur nýtir sér óhikað óánægju og upplausnarástandið sem ríkir í þjóðfélaginu og gerir að því skóna að hann einn hafi það sem þarf til að standa vörð um lýðræðið og sjálft sjálfstæði þjóðarinnar. Ólafur hljómar þannig í ískyggilega eins og lýðskrumarar og mannkynslausnarar gerðu í Evrópu um miðbik síðustu aldrar.
Segir Jóhönnu í herferð gegn sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 786800
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólafur ætlar sér að reka forsetaembættið sem stjórnmálaflokk.
Nokkuð sem þjóðin þarf síst á að halda né hugnast.
hilmar jónsson, 13.5.2012 kl. 13:13
Já já. þarna kom nú ,,sameiningartáknið" fram.
Maður spekúlerar samt í hvort þetta hafi ekki verið of mikið í lagt svona sem fyrsta útspil. það var barasta hent bombum hægri vinstri og allt völlurinn var rjúkandi rúst eftir viðtalið. það var RUV og það var Jóhanna og það var EU og ég veit ekki hvað og hvað - Jú, og flestir fjölmiðlar undir skildist manni.
Maður spyr sig hvort þetta hafi ekki verið soldið yfirdrifið. Eða vill fólk almennt hérna á landinu þetta? þ.e.a.s. þessa taktík í öllum málum, líka varðandi forsetaembættið. Maður spyr sig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2012 kl. 14:10
Líklega er ÓRG búinn að átta sig á að leikurinn er tapaður. Eftir performansinn hjá sme í morgun, þá er ljóst að á eftir það getur hann ekki verið sameiningartákn, það er af og frá. Hann er búinn að kalla stóran hluta þjóðarinnar beinlínis óvini sína. Það er því ljóst, að ef svo ólíklega færi að hann næði enn og aftur kjöri, yrði honum eftirleikurinn fráleitt auðveldur.
Tortóli (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 15:08
Sæll Svanur Gísli æfinlega; og aðrir gestir, þínir !
Tortóli; góður !
Síðan hvenær; hafa Íslendingar þurft á einhverju ''sameiningar'´tákni, að halda ?
Aldrei nokkurn tímann; hafa landsmenn sýnt samstöðu, um mikilvæga hluti - og fara tæpast, að taka upp á því, úr þessu. Enda; samansafn upprunnið, úr ýmsum Asískum og Evrópskum ættbálkum, hvort eð er, Tortóli minn.
Hins vegar; er SJÁLFSAGÐUR HLUTUR, að Ó. R. Grímsson, veiti þeim landsmönnum forystu, sem merja vilja niður - og murka; hið ógeðfellda alþingi, sem hefir allt, frá endurreisn þess, vera einka klúbbur sérgæðinga og sérhagsmuna, Helvízkt !
Með kveðjum góðum; úr gjólunni í Árnesþingi, öngvu; að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:01
Svanur. Er það rammpólitískt að leifa þjóðinni að kjósa um mjög umdeild mál sem misvitrir og/eða spiltir stjórnmálamenn reyna að troða upp á þjóðina.
Benni (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:18
Það þarf ekki endilega að vera rammpólitíkst Benni. Forsetinn hefur rétt til að skjóta umdeildum málum til þjóðarinar og sá réttur er sjálfsagður og óþarfi að líta á það sem einhvern hetjuskap að gera það. Ólafi er þakkað fyrir að skjóta Icesave til þjóðarinnar og það var ágætt. Hitt er annað mál að því máli er hvergi lokið og er núna fyrir dómstólum. - Það er hiunsvegar óeðlilegt að draga allkonar pólitískar flokkslínur í forsetaframboðið eins og ÓRG gerði í dag. Eða er það svo að fólk getur ekki einu sini ímyndað sér ópólitískan forseta, sem skjóti umdeildum málum fyrir þjóðina eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir?
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 16:27
Óskar Helgi. Það ríkti sátt bæði um forseta sem persónu og um embættið sjálft í tíð Kristjáns og Vigdísar. - Þess vegana er afar óheppilegt að forseti skuli koma úr röðum póltíkusa því hann getur ekki annað en dregið með sér alla þá ósiði og lágkúru sem slíkir menn iðka inn í embættið.- Það hefur svo sannarlega sannanst á ÓRG í dag.
Forseti á að standa í stríði við Alþingi eða aðra, jafnvel þótt hann skjóti umdeildum málum til þjóðarinnar. Ólafur hefur ekkert verið að kvarta undan því að vera ofsóttur fram að þessu. Nú þegar hann sér að hann er í þann mund að tapa, geysist hann fram og heggur frá sér í allar áttir svo ekki stendur steinn yfir steini. - Það er pólitísk lágkúra.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 16:37
Forseti á EKKI að standa í stríði......átti vitanlega að standa þarna :=)
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 16:38
Stundum verður forseti að standa í stríði, til að verja rétt lýðsins. Lýðsins sem vinnur hörðum höndum og borgar skatt til embættis-stjórnarinnar í stjórnarráðinu seðlabankastýrða.
Við getum ekki horft fram hjá staðreyndum, ef við viljum að mögulegt sé að taka mark á okkar málflutningi.
Þetta er í raun ein hringavitleysa heims-auðkýfinganna siðblindu.
En enginn þorir að segja það svona hreint og beint. Fjölmiðlar ríkja eru gerðir út af þöggunar-pólitískum öflum heimsmafíunnar.
Til "hamingju" Íslands-RÚV, að vera komnir í djúpt sokknu heimsspillinguna siðblindu og helsjúku.
M.kb.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 17:28
Gleymir þú ekki Svanur
Valdi forsetans varðandi stjórnarmyndun
er það ekki rammpólitískt?
Ef maður vill fiðrarstól á Bessastaði þá kýs maður Ástþór.
Grímur (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:54
Komið þið sæl; á ný !
Svanur Gísli !
Rétt; sem skylt, að minna þig á, að Vigdís Finnbogadóttir SVEIK landsmenn í griðum; Veturinn 1992 - 1993, þá hún hunzaði óskir þorra fólks, um þjóðar atkvæðagreiðslu, um EES gjörningana. Hver; var ópólitískur, þá ?
Skoða þu ögn betur; framvindu mála, áður en þú ákveður fyrirfram, hver tapi kosningunum 30. Júní næst komandi Svanur minn, áður en lengra er haldið, fornvinur góður.
Tek undir; með hinni mætu Önnu Sigríði, í mörgu því, sem frá henni kemur - sem oftar, reyndar.
Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri, gott fólk /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 18:00
Hlutverk við stjórnarmyndun er auðvitað ekkert pólitískt. Bara formið.
þetta með Vigdísi Forseta og EES þvargið á sínum tíma - að þá reyndar var hún alveg með´etta. Hennar orð eldast vel og mættu gjarnan sumir lesa þau vandlega og íhuga í nkkra daga:
"Frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur embætti forseta Íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkzt sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenzka þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu Íslendinga, tákn sameiningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættisins er, að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Alþingi, sem tekið hefur sínar ákvarðanir með lögmætum hætti."
Nú, hitt er annað, að ef þjóðin hérna vill hafa pólitískan forseta og jafnvel einráðan forseta eða einvald sem kallast - þá auðvitað andskotast menn til að samþykkja það á þar til gerðan lýðræðislegan hátt! Ekkert flóknara en það. Menn hafa nú bara haft einhver 70 ár til þess. það hafa þeir hinir sömu innbyggjar eigi gert. Meðan svo er - þá er allt tal um politískan forseta og einvald hérna barasta útí himinbláinn og flík er bara alveg útí móa.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2012 kl. 18:11
Grímur, einhverveginn komust forverarnir, Kristján og Vigdís hjá því að feykja upp pólitísku molldviðri þrátt fyrir að verða gefa heimildir til stjórnarmyndunar. - Þú getur, ef þú villt gert allt pólitískt, eða bara haldið þig við hefðirnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 18:25
Burt séð frá því hvaða skoðanir fólk hefur á ÓRG, þá er alveg ljóst að Samfó er í herferð gegn honum þar sem hann vísaði arfavitlausum Icesave samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfó er nefnilega alveg meinilla við lýðræði,sama í hvaða mynd það birtist.
Guðmundur Pétursson, 13.5.2012 kl. 19:39
Guðmundur, OK samfó er á móti ÓRG en XD fylkir sér um hann. Hvað getur það orðið pólitískara?
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 20:07
Ómar. Hvernig á forsetinn að verða einvaldur? Bentu mér á eitthvert ákvæði í stjórnarskránni sem veitir honum þá heimild. Er það einveldi forseta að geta vísað máli til þjóðarinnar? Málið er, að hann er líklega hugrakkasti forseti sem Ísland hefur átt. Segðu mér svo. Hvað höfum við að gera með forseta sem sameiningartákn? Er Íslenski fáninn Ekki fínn sem slíkur? Hann er allavega ódýrari.
Benni (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 20:36
Svanur. Þetta ekki flokksbundið, nema af hálfu samfylkingar, enda ætlar að koma okkur í ESB, hvað sem raular og tautar.
Benni (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 20:43
Benni, hvar hefur þú séð að hægt sé að ganga í ESB án þess að um það verði kosið fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 20:51
Og hvað segir Þóra Arnórs um málið?
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 21:25
Benni, fólk er að tala þannig eins og það sé eftirsóknarvert að fó pólitískan forseta með mikil pólitísk völd og hann geti verið að vasast í öllum málum. Sem sagt að hann ráði sem mestu. Fólk er að tala þannig.
það sem eg bendi á, heilt yfir og almennt séð, er að fólk er ekkert búið að hugsa þetta til botns eða til enda. að er hvergi það fyrirkomulag að einhver gæi útí bæ geti hrært í öllum samþykktum lýðræðislega kjörins þings - gjörsamlega án ábyrgðar.
Annaðhvort er hefðbundið þingræði eins og td. á N-Löndum eða forseti með völd - sem styðst við þingið í viðkomandi tilfellum. (Í stuttu máli). Íslenska leiðin er algjörlega ótæk.
Hitt er annað, að ef fólk hérna vill fá að kjósa um öll mál í þjóðaratkvæði eða geta krafist þess - nú þá andskotast hið sama fólk til að samþykkja það á þar til gerðan lýðræðislegan hátt! það hefur bara haft 70 ár til þess. Aðeins. Nei nei. Á eim tíma hefur það kosið Sjalla til valda hérna slag í slag, trekk í trekk! Flokk sem algjörlega er á móti slíku!
Ef fólk vill þjóðaratkvæði þá er einfaldasta mál í heimi að setja reglur um að visst hlutfall geti krafist þjóðaratkvæðis. það er gjörsamlega tilgangslaust að vera að blanda einhverjum forseta útí bæ í það.
Fólk er ekki mara útí móa með þetta - það er útí Hádegismáa!
Hinsvegar er það mitt mat að það sé skaðlegt landinu að fara að setja öll mál í þjóðaratkvæði. Skaðlegt landinu og þ.a.l. þjóðinni. Eg vara við því. Eigi veldur sá er varar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.5.2012 kl. 21:26
Já, já, hún getur fullyrt að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla. En sá skrípaleikur er aðeins ráðgefandi fyrir hið spillta alþingi sem hikar ekki við að gera það sem þeim sýnist, þrátt fyrir að liggi fyrir í skoðanakönnunum að 80-90% sé á móti hinu og þessu, þá skiptir það engvu máli fyrir þetta pakk. Svo ég noti orð Óskars Helga, hið ógeðfellda alþingi, sem hefir allt, frá endurreisn þess, vera einka klúbbur sérgæðinga og sérhagsmuna, Helvízkt !
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 13.5.2012 kl. 21:50
Þessi "ráðgefandi " mantra er orðin nokkuð þreytt. Vitanlega mun Alþingi og forseti lúta úrslitum Þjóðaratkvæðagreiðslu. - Annað hefur aldrei komið til greina. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 22:01
Svanur. Þú kemur akkúrat að kjarna málsins. Ég vil hafa Ólaf til staðar ef þetta "neyðartilvik" kemur upp. Og þá síst samfylkingar og evrópusinnan, Þóru. Og Ómar. Svo ég spyrji aftur. Hvernig á forsetinn að ráða öllu? Ég veit ekki um neinn sem vill að það eigi að hafa þjóðarathvæði um öll mál. Ég er sammála Sigurði. Mér finnst skjóta skökku við, miðað við álit þitt á alþingi, að þú sért andsnúinn málskotsréttinum.
Benni (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.