Tvíeykið Ólafur og Dorrit í framboði

Það er haft fyrir satt að Ólafur Ragnar þakki þáverandi eiginkonu sinni Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur að hann var kosin forseti árið 1996. Víst er að framlag hennar í kosningaslagnum þegar á brattann var að sækja fyrir Ólaf vegna aðkomu hans að pólitík, var ómetanlegur stuðningur, enda Guðrún afar geðug og vinsæl kona.´

Nú blæs aftur ekki byrlega fyrir Ólafi. Fólk virðist almennt vera búið að fá nóg af honum og ýktum landsföðurlegum tilburðum hans í seinni tíð. - En Ólafur deyr ekki ráðalaus. Aftur vill hann nýta sér styrk og vinsældir eiginkonu sinnar til að ná settu marki.   Ólafur á afar vinsæla eiginkonu, svo vinsæla, aða sumir hafa haft á orði að ef hún væri í framboði, væri pottþétt að Ólafur þyrfti ekki að flytja frá Bessastöðum í bráð.

Þetta veit Ólafur mæta vel og þess vegna ákveður hann að  tíeykinu Ólafi og Dorrit skuli  teflt fram í næstu kosningum, frekar en honum einum.  Kosningasíðan hans heitir "Ólafur og Dorrit" og boðað er til kosningafunda vítt og breitt um landið sem "forsetahjónin" efna til. Og kosningabarátta Ólafs. hófst með því að Dorrit kom fram í vinsælum spjallþætti í Ameríku.

Ólafur tekur greinilega þann pól í hæðina að ef þjóðin hafnar honum mun hún verða að hafna Dorrit í leiðinni.


mbl.is „Ég er að byrja kosningabaráttuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er langt síðan að Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, gaf Óla falleinkun. Vinir Óla ættu að hvetja hann til þessa að draga framboðið til baka og það strax. Ef kallinn gerir það ekki, verður útkoman fyrir hans  “reputation” hörmuleg.  Hann á eftir að skít tapa fyrir Þóru. Hann á ekki sjans. Og ef hann heldur að hann geti krækt sér í atkvæði með sinni hégómalegu konu, demanta safnaranum, þá skjátlast honum hrapalega. Ekki sjans. Hann hefði aldrei átta að fara út í þessa vitleysu, hefði átt að standa við það sem hann sagði um áramótin, þótt hann hafi líklega aldrei meint það.  Óli lét svo Jón Val og Framsóknar Guðna safna undirskiftum, lét þá plata sig. Eins og hann lét útrásar-bófana spila með sig. En við höfum ekki efni á því að hafa forseta sem lætur plata sig og spila með sig. Allaveganna ekki lengur en í 16 ár.

 

“We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 12:25

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Mér sýnist nú Þóra flagga sínum maka í sínu framboði enda hefur hún sagt að hann sé mikilvægur þáttur í þessu öllu. Ég vil hvorki Þóru né Ólaf á Bessastaði skil ekki þessa dæmalausu hrifningu á sjónvarpskonunni þó hún sé bæði myndarleg og ágætlega vel máli farinn þá finnst mér hún samt hálfgrð barby dúkka. Vona að þjóðin sjá að sér og kjósi Andreu eða Ara Trausta því Þóra er bóla sem á eftir að srynga og þa´verður Óli áfram á stóli.

Þorvaldur Guðmundsson, 13.5.2012 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband