10 leiðir til að nota dauð fóstur

Halda mætti að þessi framleiðsla Kínverja á barnslíka-dufti í töfluformi sé alveg einstæð villimennska. Því miður er það ekki svo. Eftir að fóstureyðingar urðu algengar og mannfóstur urðu fáanleg í miklu magni hafa mörg vestræn fyrirtæki freistast til að nýta sér þessa aukaafurð nútíma getnaðarvarna.

Einkum eru það fyrirtæki í fegrunarlyfja og snyrtivöru bransanum sem eru að sækjast eftir mennsku collageni, olíum og lífefnum til að blanda í anti-öldrunarsmyrsl sín og áburði. Ýmis lífverndarsamtök fullyrða að í dag sé á markaðnum fjöldi slíks varnigs.

Á áttunda áratugnum kom t.d. upp mál í Bandaríkjunum þar sem gámur fullur af fóstrum fannst í geymsluhúsæði sem tilheyrði fyrirtæki sem framleiddi skinnáburð fyrir hið virta Oil of Olay.

Fyrirtækið gerði sitt besta til að neita því að  mannleg fóstur væru notuð í framleiðslu þeirra. En glöggskyggnar konur fullyrtu að áhrifum fegrunarsmyrsla þeirra hafi hrakaði til muna eftir að þessi kvittur komst á kreik.

Elstu heimildir um iðnað sem byggir á nýtingu mennskra líkama eru líkalega að verða aldar gamlar. Í fyrri heimstyrjöldinni voru þýsk fyrirtæki ásökuð um að gera sápu úr mannslíkömum. Ákveðnar vísbendingar hafa einnig fundist um að Nasistar hafi framleitt sápu úr líkamsfitu fórnarlamba sumra útrýmingarbúðanna.

Á hinn bóginn ber þess að gæta að margir telja ekkert athugavert við að nýta það sem þeir sjá aðeins sem óhjákvæmilega aukaafurð þess sem í dag er álitin aðeins ein af mörgum leiðum til að koma í veg fyrir óæskilegar þunganir.

Nái þau sjónarmið fram að ganga og verða að almenn og viðurkennd siðræn viðmið, erum við ekki langt frá því sem ekki fyrir löngu var álitin framtíðar-fantasía og gerð voru skil t.d. í kvikmyndinni Soylent Green 1973.

Hevr er munurinn á að borða mennska líkami í duftformi eða bera hann framan í síg?


mbl.is Barnslík þurrkuð og sett í töflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir fyrir að fjalla hér um þetta skuggalega mál, Svanur Gísli.

Menn ættu að forðast allar vörur (m.a. sumar sjampógerðir!) með collegen. Minna er nú varla hægt að gera samvizkunnar vegna.

Jón Valur Jensson, 9.5.2012 kl. 19:35

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

COLLAGEN heitir það!

Jón Valur Jensson, 9.5.2012 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband