Hverju trúir Mitt Romney um tilgang hjónabands

Barack Obama styður hjónaband samkynhneigðra. Hann er frjálslyndur og leggur miklu frjálslegri túlkun í merkingu orðsins hjónaband og tilgang þess sem stofnunar, en gert var hér áður fyrr þegar fólk var enn að reyna að fara eftir anda og bókstaf Biblíunnar.

Obama fylgir þannig almennum "nútímalegum" viðhorfum kristinna mana til málsins, frekar en kenningum biblíunnar eins og þær koma þar fyrir. Þeir sem sækjast eftir hjónabandsvígslum eru ekki að sækjast eftir að grundvalla eilífa guðlega stofnun eins og Biblían lýsir hjónabandinu heldur er tilgangur þeirra oft afar persónulegur og því mismunandi. 

Flestir og þar með samkynhneigðir eru fyrst og fremst að sækjast eftir einhverskonar samfélagslegri viðurkenningu á sambandi sínu, sem hefur lítið sem ekkert með boðskap Biblíunnar að gera, jafnvel þótt sóst sé eftir blessun og yfirlagningu prests við athöfnina.

Mitt Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins í USA tilheyrir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, en meðlimir hennar eru í daglegu tali er kallaðir Mormónar.

Innan þeirrar kirkju kveður við allt annan tón þegar kemur að hjónabandinu. Mormónar segjast fara alfarið eftir ströngustu túlkun Biblíunnar og bæta síðan aðeins við. Hér að neðan fer yfirlýsing þeirra um fjölskylduna og búast má við að Mitt Romney, komist hann til valda, muni beita sér fyrir að færa löggjöfina í Bandaríkjunum nær þeim viðhorfum sem þar koma fram, en hún er í dag.

Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins frá  Æðsta forsætisráðið og ráð postulanna tólf í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Við, Æðsta forsætisráðið og ráð postulanna tólf í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, lýsum því hátíðlega yfir að hjónaband milli karls og konu er vígt af Guði og að fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans um eilíf örlög barna hans. Allar mannlegar verur – karlar og konur – eru skapaðar í mynd Guðs. Hver þeirra er ástkær andasonur eða dóttir himneskra foreldra, og sem slík á sérhvert þeirra sér guðlegt eðli og örlög.

Kynferði er nauðsynlegur eiginleiki einstaklingsins, sem einkennir hann og samræmist tilgangi hans í fortilveru, jarðneskri tilveru og um eilífð. Í fortilverunni þekktu og tilbáðu andasynir og dætur Guðs hann sem eilífan föður og samþykktu áætlun hans, en samkvæmt henni gátu börn hans hlotið efnislíkama og öðlast jarðneska reynslu til að feta í átt að fullkomnun og að lokum gera að veruleika guðleg örlög sín sem erfingjar eilífs lífs. Hin guðlega sæluáætlun gerir fjölskylduböndin varanleg handan grafar. Helgiathafnir og sáttmálar í heilögum musterum gera mönnum mögulegt að komast aftur í návist Guðs og fjölskyldum að sameinast að eilífu.

Fyrsta boðorðið sem Guð gaf Adam og Evu varðaði mögulegt foreldrahlutverk þeirra sem eiginmanns og eiginkonu. Við lýsum því yfir að boðorð Guðs til barna hans um að margfaldast og uppfylla jörðina er enn í gildi. Við lýsum því jafnframt yfir að Guð hefur boðið að hinn helgi sköpunarkraftur skuli aðeins notaður milli karls og konu í löglega vígðu hjónabandi.

Við lýsum því yfir að leiðin til sköpunar jarðlífsins sé guðlega tilnefnd. Við staðfestum helgi lífsins og mikilvægi þess í eilífri áætlun Guðs. Eiginmaður og eiginkona bera þá helgu ábyrgð að elska og annast hvort annað og börn sín. ‘Synir eru gjöf frá Drottni, ávöxtur móðurkviðarins er umbuna (Sálm 127:3). Foreldrar bera þá helgu skyldu að ala börn sín upp í kærleika og réttlæti, að sjá fyrir líkamlegum og andlegum þörfum þeirra, að kenna þeim að elska hvert annað og þjóna hvert öðru, að virða boðorð Guðs og vera löghlýðnir þegnar, hvar sem þau búa.

Eiginmenn og eiginkonur og “ mæður og feður“verða ábyrg frammi fyrir Guði, ef þau bregðast þessum skyldum. Fjölskyldan er vígð af Guði. Hjónaband milli karls og konu er nauðsynlegt eilífri áætlun hans. Börn eiga rétt á því að fæðast innan hjónabandsins, vera alin upp af föður og móður sem heiðra hjónabandseiða sína af fullkominni tryggð. Hamingju í fjölskyldulífi hljótum við fyrst og fremst þegar við byggjum á kenningum Drottins Jesú Krists.

Farsælt hjónaband og fjölskyldulíf byggist og varðveitist á reglum trúar, bænar, iðrunar, fyrirgefningar, virðingar, kærleika, umhyggju, vinnu og heilbrigðrar dægrastyttingar. Samkvæmt guðlegri áætlun eiga feður að sitja í forsæti fjölskyldu sinnar í kærleika og réttlæti og bera þá ábyrgð að sjá henni fyrir nauðsynjum lífsins og vernda hana. Meginábyrgð mæðra er að annast börnin.

Við þessa helgu ábyrgð ber feðrum og mæðrum skylda til að hjálpa hvort öðru sem jafningjar. Sjúkdómar, andlát eða aðrar aðstæður geta gert persónulega aðlögun nauðsynlega. Ættingjar ættu að veita stuðning þegar með þarf. Við vörum við því að þeir sem rjúfa sáttmála skírlífis, sem misþyrma maka eða barni, eða sinna ekki ábyrgð sinni gagnvart fjölskyldunni, munu síðar meir verða að standa ábyrgir gerða sinna frammi fyrir Guði.

Enn fremur viljum við vara við því að sundrung fjölskyldunnar mun leiða yfir einstaklinga, samfélög og þjóðir þær hörmungar sem spámenn fyrr og nú hafa sagt fyrir um. Við biðjum alla ábyrga þegna og opinbera embættismenn alls staðar að efla þá þætti sem ætlaðir eru til að varðveita og styrkja fjölskylduna sem grundvallareiningu þjóðfélagsins.

Yfirlýsingu þessa gaf Gordon B. Hinckley forseti á aðalráðstefnu Líknarfélagsins sem haldin var 23. september 1995 í Salt Lake City, Utah


mbl.is Gagnrýna Obama fyrir stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Romney tapar þessum slag því þótt hann eigi marga skoðanabræður munu þeir óvissu halla sér að þeim frjálslynda frekar en þeim sem vill banna.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 17:32

2 identicon

Ég held sveim mér þá að þú sért staddur í vitlausri öld!!! Ef ég skil þig rétt þá ert þú að blanda saman alls konar kreddum úr biblíunni og hjónabandi milli tveggja einstaklinga!!! Að ætla að takamarka samlíf milli tveggja einstaklinga við karl og konu er jafn viturlegt og að banna rauðhærðum að giftast dökkhærðum.

Eftir c.a. 20 ár verður hlegið af því að mönnun skyldi hafa dottið í hug að banna tveimur einstaklingum af sama kyni að gifta sig. Þetta er svona svipað og bjórbannið hér á landi. Menn hlægja af því að mönnum skyldi hafa dottið í hug að banna bjór hér.

Að vitna sí og æ í biblíuna þegar menn tala um fjölskylduna er bara eldgömul kredda sem á ekki heima á 21. öldinni.

Það er vitað mál að bandaríkjamenn eru langt aftur í miðöldum(sumir að minnsta kosti) varðandi trúmál.

Að feður eigi að sitja í forsæti í fjölskyldu!!!!! Bíddu er ekki allt í lagi með þig? eða er ég að misskilja þig? Báðir einstaklingar(kall og kona eða kall og kall eða kona og kona) eru bæði jafn rétthá í fjölskyldunni. Það sem eyrir þarna af er einfaldlega hið gamla feðraveldi sem var alls ráðandi þegar biblían var skrifuð og er ennþá við lýði í múslima ríkjum í dag. Þú vilt kannski snúa aftur til þeirra tíma???

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 20:46

3 identicon

Hjónaband hefur engan raunverulegan tilgang í nútímasamfélagi nema sem lagalegur gjörningur varðandi eignir og erfðir, kemur fjölskyldumálum ekkert við, þetta er bara fordómaraus

steinunn fridriksdottir (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 20:56

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þorvaldur.Það væri kannski ráð að þú lesir pistilinn aftur. Þú ert greinilega eitthvað að misskilja efni hans. Ef ég skil þig rétt ertu að gera skoðanir Æðsta forsætisráðs mormóna að mínum.

Steinunn; Þetta er skoðun margra þeirra sem ekki vilja gangast undir neina hefðbundna skilgreiningu á hjónabandi á Íslandi og norður Evrópu. En hvað er það sem þú kallar "nútímasamfélag"? Og ertu þá að meina nútímasamfélag hér eða í Bandaríkjunum. Það er nefnilega mikill munur á viðhorfum ýmissa þjóða heimsins til hjónabandsins.

Stefán;Ég vona að þu hafir rétt fyrir þér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.5.2012 kl. 23:50

5 identicon

Ekkert skemmir sambandið eins og hjónaband... Aldrei mun ég ganga í hjónaband.
Hugsanlega verða það að mestu samkynhneigðir sem viðja hjónaband.. í framtíðinni; Prestar verða því að muna að vera góðir við samkynhneigða.. :P

DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 10:59

6 identicon

Er það virkilega orðið þannig í okkar þjóðfélagi að einstaklingur trúir því og ritar að hjónaband hafi engan raunverulegan tilgang ef frá eru taldir lagalegu kostirnir...svo toppar annar bullið með því að segja að ekkert skemmi samband meira en hjónaband... ja hérna.

Ég hlýt þá að vera mjög mjög mjög gamaldags, ef þetta er trendið í dag.

Ég gifti mig einungis vegna þess að ég elska konuna mína og mín reynsla er sú að hjónabandssáttmáli okkar gerði frábært samband ennþá betra.

Það var ekki þannig að allt breytti um lit, nei, þetta var/er skuldbinding okkar á milli, skuldbinding sem maður gerir ekki við hvern sem er.

Þín skoðun, Steinunn er góð og gild, ekki spurning, en grunar mig að þú hafir ekki ennþá fundið hinn eina sanna.

DrE, miðað við skrif þín í gegnum árin þá trúi ég að það sé alls ekki þitt val að vera ólofaður..vonandi skilur þú hvað ég á við....

runar (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband