4.4.2012 | 05:09
Ólafur Ragnar hægri - Þóra Arnórs. vinstri
Þóra Arnórsdóttir fréttamaður vill verða forseti. Einhverjir halda því fram að framboð hennar sé pólitískt mótframboð vinstrimanna í landinu, einkum í Samfó, sem ekki þola hvað Ólafur hefur verið mikill hægri maður upp á síðkastið.
En það er jú staðreynd að Ólafur Ragnar hefur verið afar vinsæll meðal hægri manna, alveg frá því að hann hóf að hampa drengjunum þeirra ákaft og hrósa fyrir útrásar-landvinninganna alla. -
Ef í ljós kemur að framboð Þóru er svar vinstri manna við manni hægri manna þ.e. Ólafi Ragnari, þá mun Þóra bera sigur úr bítum, hands down.
Hún er miklu yngri, miklu myndarlegri og miklu skemmtilegri en Ólafur Ragnar. Og það eru einmitt pólitísku áhersluatriðin sem þjóðina skipta mestu máli.
Eftir kosningar verður Ólafur frjáls til þess að sinna þessum öðrum aðkallandi verkefnum sem hann gerði svo mikið úr um áramótin þegar hann sagðist ekki ætla í framboð, áður en hægri menn plötuðu hann til að halda áfram og fengu hann til að halda að hann væri ómissandi.
Og ef hann verður leiður á fræðimennsku logninu, getur hann alltaf boðið sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum, sem er og hefur verið í mikilli formannskrísu eftir að Geir Haarde hrökklaðist þar frá völdum. -
Þóra ætlar í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 786728
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf mann með guðspekireynslu til að sveigja sig að þessari niðurstöðu. Ólafur hefur verið illa þokkaður af hægri mönnum frá fjölmiðlafrumvarpsmálinu fræga og raunar frá því hann var kosinn. Hann fékk síðan uppreisn æru fyrir framgönguna í ICESAVE. Þú ert kannski búinn að gleyma því.
Það verður seint sagt um Samfylkinguna að hún standi undir nafni sem vinstriflokkur, því það er einmitt sá flokkur sem klappaði útrásinni hvað mest lof í lófa og varði útrásarkrimmana á hæl og hnakka. Sumir segja jafnvel að hún sé óskipt eign Bónusklíkunar.
Þóra er Samfylkingarmanneskja og er fyrrum formaður ungra Jafnaðarmanna og er jú framboð Samfylkingarinnar til kjösins. Það leynist engum. Hún á að sjá til þess að hér verði ekki frekari þjóðaratkvæði um þetta smámál sem innganga í ESB er.
Að segja að Ólafur sé hægri maður, segir mér að þú sért algerlega út á túni í Íslenskum þjóðmálum. Ef það er hægrimennska að vinna sér það til frægðar að koma í veg fyrir að einkaskuldir útrásarinnar yrðði skuldfærð á almenning, þá held ég að þú þekkir ekki muninn á hægri og vinstri.
En þú trúir bara því sem þú vilt Svanur minn. Það hefur enginn getað haggað því hingað til hversu vitlaus sem trúin er annars.
Þú kýst Þóru og verði þér að góðu með það. Ég hefði heldur kosið forsetaefni sem ekki er í framboði af annarlegum hvötum og að unndirlagi stjórnmálahreyfingar. Hlutlausa manneskju með fullveldi og sjálfstæði að leiðarljósi myndi ég frekar kjósa mér. Átæðan fyrir því að þú getur hvorki staðsett Ólaf til vinstri eða hægri á vitrænan hátt er einmitt sú staðreynd að hann hefur einmitt haft þessi grunnatriði að leiðarljósi sem eru hafin upp yfir hægri og vinstri og með því sýnt óvéfengjanlegt hlutleysi.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 05:56
Takk Jón Steinar, að líkingu væri mitt mál.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2012 kl. 07:24
Sammála Jóni Steinari hér
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2012 kl. 07:36
Sko herr johny stone. Það er aldeilis. Þú ert ansi eldsnöggur að draga ályktanir af engum upplýsingum verð ég að segja og fullyrðir svo eins og maður sem er frelsaður. - Fyrir það fyrsta hef ég hvergi lýst yfir stuðningi við fréttakonuna. Í öðru lagi, er greinin eins og svo margar aðrar sem ég hef skrifað um pólitík, háð.
Húmorsleysi hrjáir þig illa fyrst þú náðir því ekki.
Þessi kona hefur lýst því yfir að hún hafi aldrei verið skráð í stjórnmálaflokk.
Það eru fá málefnin, ef nokkur, sem andstæðingar ESB, sjá sér tækifæri í að nýta sem rök fyrir sínum málstað. Að gera að því skóna að Þóra sé að sækjast eftir embættinu til að ESB málið sleppi við þjóðaratkvæði, er samsæriskenning sem mundi sóma sér vel í bók eftir Dan Brown.
það eru bara gaddfreðnir steinrunnir stofuspekingar sem tala enn um Hægri -Vinstri í stjórnmálum, og meina það í fullri alvöru.
En þessi viðbrögð sanna vel að glósan hefur hitt í mark, og fyrir það þakka ég þér.
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.4.2012 kl. 07:41
Sé að hægri tröllin styðja þig í þessu Jón Steinar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.4.2012 kl. 07:43
Aftur opinberar þú þig Svanur, sem illa lesinn í þjóðmálaumræðunni.
"Þessi kona" hefur aldrei lýst því yfir að hún hafi aldrei verið skráð í stjórnmálaflokk.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2012 kl. 08:45
Já, Gunnar vel lesni, hún var í Röskvu og í Alþýðuflokknum þegar hún var tvítug. En upp frá því ekki viðriðin neinn flokk.
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.4.2012 kl. 09:13
Ég myndi skilja við Þóru með det samme, ef ég væri gifur henni... Running for president is the first sign of mental collapse ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 10:28
Í fyrsta skipti á ævinni þá ætla ég að kjósa ÓRG
hef þó sennilega séð nafnið hans jafn oft á kjörseðli og Svanur
þar sem við erum jafnaldrar
Grímur (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 16:29
Svanur skaut hér vorboðann svöðusári.
K.H.S., 4.4.2012 kl. 17:11
ég mun kjósa Þóru
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.4.2012 kl. 23:45
"Hún var í Alþýðuflokknum þegar hún var tvítug." Ja hérna. Þegar ég var tvítugur var ég marxisti. Fimm árum seinna kaus ég Sjálfstæðisflokkinn. Síðan liðu önnur fimm ár og þá kaus ég Framsókn og einu sinni kaus ég VG og einnig Alþýðuflokkinn þegar hann var og hét. Ég get rétt ímyndað mér hvernig bloggheimurinn myndi loga ef ég færi í framboð til forseta.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.