Stjórnvöld skjóta sig í fótinn, aftur og aftur

Það er ekki margt af viti sem komið hefur frá Alþingismönnum landsins um Landsdómsmálið, því miður.  Lögvitringarnir rífast enn um hvort hægt sé að draga kæruna til baka eða ekki og engin niðurstaða er komin í það mál.

Undantekning er þó með Kristján Þór Júlíusson og því sem hann hefur til málanna að leggja.

Hann bendir nú á hvernig íslensk stjórnvöld hafa skotið sig illilega í fótinn með þessari ákæru á hendur Geir H. Haarde. Með ákærunni viðurkenna stjórnvöld að íslenska ríkið hafi átt sökina að hruninu og málsókn ESA vegna Icesave, sem fríður og fjölmennur hópur lögfræðinga hyggist nú verjast fyrir hönd Íslands, sé gerð auðveldari. -

Hvernig er hægt að verjast í máli þar sem sekt er játuð af sakborningi? -

En annars í framhjáhlaupi, miðað við þann mannskap sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur úr að moða er óskiljanlegt af hverju Kristján Þór gegnir ekki formennsku fyrir flokkinn. Hann er til þess langsamlega hæfastur.


mbl.is Landsdómsmál auðveldar málsókn ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Er þetta ekki svolítið öfugsnúið hjá þér Svanur? Sama fólkið og höfðar mál gegn Geir vildi greiða Icesave. Þjóðin gerði þau afturreka með það og ekki er útilokað að ESA verði gert afturreka með Icesave málið. Þannig að þetta stenst alveg skoðun og ekkert skot í fótinn hjá stjórnvöldum þar held ég.

Vinni ESA málið hins vegar er Geir þá ekki sekur?

Hins vegar er ég sammála þér að af núverandi þingmönnum Flokksins er Kristján Þór langhæafastur.

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.1.2012 kl. 17:50

2 identicon

Sæll, Svanur Gísli. - Þær upplýsingar bárust mér og fleirum í gegn um myndasíðu Helga Kristjánssonar frá Ólafsvík, að þú hefðir kynnst þeim ágæta manni Karli Guðmundssyni, "Ólafsvíkur-Kalla" hér á árum áður og hann hefði sagt þér ýmislegt af ævintýralegu lífshlaupi sínu. Það eru ýmsir sveitungar mínir í Ólafsvík sem hafa áhuga á að safna saman því, sem vitað er um þennan víðförla og lífsreynda mann. Megum við nokkuð vænta liðsinnis þíns í því efni? Ef svo er, þætti mér vænt um að fá frá þér póst í netfangið thorkellg@fjolnet.is  - Fyrirgefðu svo að ég skuli misnota athugasemdir við bloggið þitt með þessum hætti. Með góðum kveðjum.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 17:57

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Erlingur; Það verður erfitt fyrir okkar lögmenn að skella sök á lélegt regluverk ESB ef stjórnvöld líta svo á að sökin liggi hjá Geir. ESA er ekki að höfða mál gegn einhverju "fólki", heldur ísalenskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra var jú Geir á sínum tíma, ekki satt? En hann getur ekki verið saklaus gagnvart ESE og sekur gagnvart okkur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.1.2012 kl. 19:07

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Þorkell og þakka þér fyrir orðsendinguna. Það er rétt að ég
kynntist Karli Guðmundssyni á Norðfirði veturinn 1971-2. Ég gerði þeim
kynnum dálítil skil í bloggi, sjá;
http://svanurg.blog.is/blog/svanurg/entry/588602/.

Ef ég get orðið þessu góða framtaki ykkar að liði þá er ánægjan mín.
Sjálfur er ég að hálfu Ólsari, en faðir minn var fæddur í Ólafsvík.

bestu kveðjur,
Svanur
--

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.1.2012 kl. 19:21

5 identicon

Sæll, Svanur.

Kalli er föðurbróðir minn en ég þekkti hann því miður ekki.

Ég hitti hann aðeins einu sinni sem barn og þá og í það eina skipti sagði hann mér eftirminnilegar sögur. Að sjálfsögðu heyrði ég um ævintýri Kalla. Móðir mín sagði að hann hefði verið góðum gáfum gæddur og mannkostamaður.

Takk fyrir að deila samskiptum þínum við Kalla.

Besu kveðjur,

Guðlaug

Guðlaug Sandra Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband