Örkumlaði konu sína

Hawa AkhterAfbrýðissamur eiginmaður á á hættu lífstíðardóm fyrir að höggva fingur af eiginkonu sinni vegna þess að hún stundaði nám í háskóla á laun. Rafiqul Islam, 30, batt bindi fyrir augu konu sinnar Hawa Akhter og límband fyrir munn hennar, og sagðist ætla að koma henni á óvart með gjöf.

Í stað þess að gefa henni gjöf, bað hann hana að halda út annarri hendi og hjó af henni alla fingur hægri handar. Einn af ættingjum hans kastaði síðan fingrunum í ruslið svo læknar gætu ekki grætt þá á aftur.

Herra Islam sem er farandverkamaður í Sameinuðu furstadæmunum hafði varað konu sína við alvarlegum afleiðingum þess að halda námi sínu áfram eftir að hann snéri aftur til síns heima í Bangladess.

Islam var handtekinn og játaði þegar verknaðinn. Hann býður nú dóms í höfuðborginni Dhaka en mannréttindasamtök þar í borg krefjast líftíðar fangelsisdóms fyrir að örkumla konuna.

Komið hefur í ljós að ástæða verknaðarins var afbrýði. Islam hafði aðeins lokið skyldunámi sem svarar til áttunda bekkjar en kona hans hélt áfram námi og innritaðist í háskóla.

Akhter segist nú vera að læra að skrifa með vinstri hendi og að hún sé staðráðin í að halda áfram námi.

Árásir af af þessu tagi á konur í Bangladess hafa færst í aukana síðustu misseri. Í júní mánuði t.d. stakk eiginmaður augun úr konu sinni sem var aðstoðarprófessor við háskólann í Dhaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband