Hvaða flokk kjósa ríkir Íslendingar

socialismo_vs_capitalismo-gifKlisjan segir að þeir ríkustu kjósi og hafi ætíð kosið Sjálfstæðisflokkinn. Þar hafi Kolkrabbar og önnur auðdýr hreiðrað um sig og í staðinn fengið ótakmarkað frelsi til að athafna sig í landinu og aðgang að bestu bitunum úr kjötkötlunum.

Þeir næst ríkustu héldu sig í námunda við Framsóknarflokkinn og þegar loks koma að því að einkavæða stöndug fyritæki í þjóðareign hafi framsóknarmenn og sjálfstæðismenn skipt þeim nokkurn veginn jafnt á milli sín.

En svo er bent á að fjölmargir verkamenn styðji og hafi stutt Sjálfstæðisflokkinn og stór hluti millistéttarinnar, þ.e. kaupmenn, tannlæknar, verðbréfabraskarar og aðrir vanabí ríkir.

Kommar og kratar segja þá vera þann hluta verkalýðsins sem ætíð sýni húsbóndanum hollustu, elski svipuna og telji það heiður að fá að taka við molunum sem af borði höfðingjanna falla, einskonar Tómas frændi íslensks mannlífs. Og að millistéttin sé ætíð sú sem hægt sé að sveigja til og frá með loforðum um betri afkomu.

Sjálfstæðismenn benda á móti á að að kommar og kratar séu upp til hópa undirmálsfólk sem horfi ætíð til ríkis og bæjar til að tryggja afkomu sína. -  Þeim sé hreppsómagalundin í blóð borin og sjálfsbjargaviðleitni þar á bæ sé hvergi að finna.


mbl.is Hvernig hugsa þeir 1% ríkustu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Sjálfstæðismenn benda á móti á að að kommar og kratar séu upp til hópa undirmálsfólk sem horfi ætíð til ríkis og bæjar til að tryggja afkomu sína. -  Þeim sé hreppsómagalundin í blóð borin og sjálfsbjargaviðleitni þar á bæ sé hvergi að finna."

Það eru þúsundir sjálfstæðismanna búnir að vera á framfæri hins opinbera í áratugi !

Þessum sjálfstæðismönnum var fyrirkomið inn í kerfinu hjá hinu opinbera með handafli flokksforystunar og það eru þessir sjálfstæðismenn sem ætti að henda út og láta þá vinna fyrir sér á almennum vinnumarkaði !   Þá gætir þú sennilega skrifað eitthvað skemmtilegt um þessa sjálfstæðismenn ?

JR (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband