Goðsagan um íslenska hrunið breiðist út

Eftir að Íslendingar höfnuðu Icesave samningunum í Þjóðaratkvæðagreiðslu hefur smá saman orðið til í útlöndum, goðsögnin um þjóðina í norðri sem neitaði að greiða skuldir bankanna, líkt og t.d breska ríkisstjórnin gerði þegar Northern Rock og aðrir breskir bankar komust í hann krappann.

Goðsögnin um að Íslendingar hafi á einhvern hátt staðið upp í hárinu á peningavaldinu, með forseta landsins í fararbroddi, hefur orðið til, einkum hjá glaðbeittum þjóðernissinnuðum pennum Evrópulanda, sem oftar en ekki virðast ekki þekkja mikið til mála á Íslandi, en eru ekki smeykir við að herma eftir og endurtaka það sem þeir hafa heyrt fleygt og virðist verða  málstað þeirra sjálfra til framdráttar. Þetta á einkum við þá möguleika sem Íslendingar höfðu til að stjórna handvirkt gengi krónunnar. -

Viðhengi við mítuna er að Íslendingar hafi sótt bankaræningjana til saka og velt úr sessi þeim ráðmönnum og pólitíkusum sem gerðu svikamillurnar og hrunið í kjölfar þeirra mögulegt. -

Auðvitað verða goðsagnir ekki til úr engu en þær eru oftast ýkjusögur. 

Íslendingar höfnuðu að greiða Icesave á þann hátt sem þingið vildi, en borga þarf nú skuldirnar samt eftir öðrum leiðum.

Íslensku ríkisstjórnirnar dældu vissulega almannafé í að endurreisa bankanna, þótt það hafi verið gert með þeim formerkjum að mögulegt væri ða ná því til baka.

Og þótt fjöldi manna hafi verið rannsakaðir í tengslum við hrunið, hefur ekki einn einast hlotið dóm fram að þessu.

Að hrunflokkunum hafi verið hegnt fyrir sinn þátt í hruninu, er rétt á vissan hátt en sú hegning virðist ekki ætla að vera langvarandi. Aðal hrunflokkurinn er aftur orðin stærsti flokkurinn í landinu og hinn hefur setið við völd allan tímann.

 


mbl.is Írar horfi til Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar létu taka sig algerlega ósmurða í rassgatið.. Hér eru sami 4flokkur, sama fólk á alþingi, sama elíta að kaupa allt upp á gjafprís.. þar með talið húsnæði fjölskyldna...

Já, íslendingar eru mestu aumingjar í heimi, töldu sig hafa gert eitthvað merkilegt með eldhúsáhaldamótmælum.. sem voru bara djók, og allt grínið á kostnað almennings.

Við erum aumingar... face it

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband