Hugsað í öldum

Ögmundur Jónasson hvetur landa sína til að hugsa um framtíðina, ekki bara nánustu framtíð, heldur langt fram í aldir. Hann vill koma í veg fyrir að útlendingar nái eignarhaldi á auðlindum landsins um alla eilífð,  en telur of seint að banna þeim að fjárfesta í atvinnulífinu. -

Þetta er fremur holur málflutningur hjá Ögmundi. Hann veit betur en er að reyna að gera sér sem mestan pólitískan mat úr vinsælli ákvörðun sinni um að hafna hinum kínverska Huang um að kaupa Grímsstaði.

Ögmundur veit að með því að gera einkaaðilum mögulegt að eignast auðlindir Íslands, eins og gert hefur verið með fisk, raforku, vatn og jarðvarma, er ekki hægt að koma í veg fyrir að útlendingar séu þar á meðal.

Það sem vakir fyrir erlendum fjárfestum, sem sækast eftir að eignast íslenskar auðlindir, er að græða á þeim. Þeim er nokk sama hvernig eignarhaldið er skráð, svo fremi sem arðurinn lendi í þeirra vasa.

Eina leiðin til að halda í eignaréttinn er að gera allar auðlindir landsins að þjóðareign og banna alla erlenda fjárfestingu í landinu. Og til þess að það verði mögulegt þarf að segja upp talvert af milliríkjasamningum og breyta lögum landsins á víðtækan hátt.

Erlendir fjárfestar hafa þegar komið ár sinni vel fyrir borð á Íslandi og sjúga til sín fé almennings í gegnum fjarfestingasjóði og banka sem Íslendingar reka fyrir þá. -

Til þess að sú framtíðarsýn sem Ögmundur er að boða verði að veruleika þarf að vinda ofan af tímanum um það bil eina öld aftur á bak.


mbl.is Hurð skall nærri hælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heirðu vinur, nú ertu farinn að sigla á þurru landi ... gersamlega úti að aka.

Hvern andskotan heldur þú að útlendingar séu að fjárfesta í Íslandi, til að græða á því? 

Margt af því sem þú hefur sagt, hefur verið mjög gott ... en nú ertu bara hreinlega ekki á jörðinni.

Hvað lærið í skólum þarna á klakanum,   Þið virðist ekki hafa skynmat á nokkrum sk0puðum hlut, annað en að monta ykkur eins og fífl.  Mér blöskrar svona kjánaskapur, með afbrigðum hreinlega ... afsakaðu orðbragðið.  En þið verðið að reina að fara skoða hlutina í öðru ljósi.

Menn eru að ná tangarhaldi á löndum, upp á framtíðina.  Þetta er alveg 100% rétt hjá Ögmundi.  Norðmen væru ekki svona ríkir í dag, ef þeir ættu ekki þessar eyjur sem þeir moka olíu uppúr í dag.  Þjóðir heimsins væru ekki með stórfeldar framkvæmdir á antartíku, nema til þess að tryggja sér aðgöngu að þessum löndum ... upp á framtíðina.  Og hér er verið að hugsa "aldir" fram í tímann.

Ísland á ýmiss auðæfi, sem ekki er hægt að nýta í dag... en, í framtíðinni ... framtíð barna og barna barna þinna.  Þá geta þessi auðæfi verið gífurleg, og vel nýtanleg.

Og það þarf ekki að vinda eitt eða neitt, aftur á bak góði.  Það þarf bara að fara að lögum, en ekki finna uppi tiktúrur til að veita vinum og vandamönnum undanþágu.

Eitt skaltu einnig hafa í huga, það eru margra augu sem beinast að Íslandi ... vegna þess hversu illa fær, þið erum að stjórna ykkur sjálf.  Og hversu spillt þið eruð.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband