Svikamillan Astreus / Iceland Express

Svikamillan Astreus / Iceland Express er sprungin. Flugfélagið Astreus hefur ekkert að gera eftir að ferðaskipuleggjandinn Iceland Express sagði upp samningum við það og það fer í þrot. Áður hafði eigandi beggja félaganna, Pálmi Haraldsson, blóðmjólkað Astreus. -  þetta kann Pálmi Haraldsson að gera. Hann hefur gert það oft áður. - Keflavik Flight Services og starfsfólk þeirra er meðal fjölda fólks sem verður illa úti í þessari nýjustu lykkju í  "viðskiptafléttu" Pálma. Eftirfarandi frétt er enn öllum í fersku minni býst ég við;

Breska flugfélagið Astraeus, sem meðal annars leigir Iceland Express flugvélar, var fært undan Fons til félaga tengdra Pálma Haraldssyni áður en Fons var sett í gjaldþrot, að því er Morgunblaðið greinir frá og mbl.is vitnar til. Heimildir blaðsins herma að lágmarksverð hafi verið greitt fyrir. Pálmi var aðaleigandi Fons áður en félagið fór í þrot.

Í fréttinni segir síðan:

Færði líka Iceland Express

„Í vikunni var sagt frá því að hlutafjáraukning í Iceland Express, sem einnig var í eigu Fons, hinn 24. nóvember 2008 væri til skoðunar hjá skiptastjóra í þrotabúi félagsins. Þá var hlutafé aukið um 300 milljónir króna að nafnvirði. Fengur, annað félag í eigu Pálma, skráði sig fyrir öllu hlutafénu og eignaðist við það um 92 prósent hlut í flugfélaginu. Nokkrum vikum síðar var Fons lýst gjaldþrota.

Landsbankinn, sem átti veð í hlut Fons í Iceland Express, vissi ekki af hlutafjáraukningunni fyrr en hún var yfirstaðin, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bankinn heldur nú á þeim tæpu átta prósentum í Iceland Express sem ekki eru í eigu Fengs.

Miklar arðgreiðslur fyrir árið 2007

Fons greiddi sér 4,4 milljarða króna í arð vegna árangurs félagsins á árinu 2007. Arðgreiðslan var greidd til Matthews Holding S.A. í Lúxemborg, eignarhaldsfélags í eigu Pálma og Jóhannesar Kristinssonar.

Hagnaður Fons á árinu 2007, að teknu tilliti til óinnleysts hagnaðar og matsbreytinga hlutabréfa, nam um 4,7 milljörðum króna og bókfært eigið fé félagsins var 39,3 milljarðar króna. Samkvæmt ársreikningi voru eignir félagsins 112 milljarða króna virði.

Rúmu ári síðar var Fons tekið til gjaldþrotaskipta. Þá var talið að eignir félagsins næmu á bilinu tíu til tólf milljörðum króna. Íslensku bankarnir þrír eru helstu kröfuhafar í þrotabú Fons.“


mbl.is Þrjátíu sagt upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ásgeir hlýtur að vera ánægður með skósvein sinn Pálma Haraldsson.

Búin að svíkja meir út úr okkur !

Að fólk skuli versla enn við þessa menn! 'Ég flýg með Icelandair þótt það kósti meir, Styð ekki þessa ræningja !

Hvað heldur fólk að karfan í bónus hafi kostað í raun og veru ef allir milljarðarnir sem þessir ræningjar náðu, væru settar þar með ?

Og ég er ekki með Stöð 2. Höfuðpaurinn í öllu svindlinu, Jón Ásgeir er enn þar sem eigandi, ( ye right, konan hans skrifuð fyrir því)( how pathetic)

Íslendingar ! til að nýja Ísland verði til, þurfum við að hætta að versla við ræningana. Þótt það kosti fleirri krónur í upphafi, þá spörum við til lengri tíma !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 06:35

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Iceland Express er greinilega að búa til líkan af hruninu, til að minna okkur á hvað mikið var hægt að svindla fyrr á tímum. Er Iceland Express því kominn í rjúkandi samkeppni við Icelandair sem vil reisa dómkirkju sem aldrei hefur verið til.

Nú er bara spurningin, hvað vilja ferðamenn helst sjá dómadags ruglkirkju eða Hrunamennsku. Ég giska á, að ferðamenn vilji sjá hvorugt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband