Hefðum aldrei átt að fara þaðan

Miðað við að því er virðast óþrjótandi og afar fjölbreyttar auðlindir Noregs, er ekki laust við að maður velti því fyrir sér hvort forfeður vorir Ingó og Co, hafi gert rétt með að flytja búferlum hingað og segja sig alfarið úr lögum við heimalandið.  Auðlindir Íslands eru ansi takmarkaðar miðað við þær norsku. Við eigum vatn, jarðvarma og fisk. Noregur á olíu, gas, vatnsföll, fisk, gull og ýmsa aðra verðmæta málma í jörðu. - Spurning hvort þeir myndu vilja taka við okkur aftur núna?
mbl.is Fundu gull í Norður-Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Voru landnámsmennirnir ekki glæpamenn? Það voru vopn í öðru hvoru kumli og afkomendur með alls kyns heilkenni og húðsjúkdóma. En auðvitað voru landnemarnir hér ekki eins leiðinlegir og þeir sem eftir urðu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.11.2011 kl. 09:10

2 identicon

En Svanur, ef menn hefðu haldið sig þarna, þá hefðir þú líkast til aldrei fæðst.. og gætir ekki verið að spá í hversu gott gullið og olían sé.

Alveg eins og Villi myndi ekki vera gerfigyðingur ef menn í den hefðu ekki búið til uppáhalds galdrasöguna hans.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 10:33

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

DoctorE er fyrirbæri sem Norðmenn prísa sig sæla yfir því að hafi fæðst á Íslandi. Hún DoctorE hefði líklega ekki fengið að fæðast í Noregi fyrir Guði.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.11.2011 kl. 10:55

4 identicon

En Villi, þú ert nægilega gamall til þess að vita að guðir eru ekki til.. Guðir eru manngerð stjórntæki mar

DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 12:13

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

mar.... og þar dó dr. honoris kássa E.

Point proven. Hörundssárir menn héldu til Íslands og eru með lélegar tölvur og hjarta.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.11.2011 kl. 16:42

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ísland stefndi í að verða meðal ríkustu þjóða heims við hlið Noregs áður en við "gáfum" fámennri klíklu auðlindina. Þessi heimska spillta þjóð á ekki skilið að eignast auðlindir á sama tíma og hún kýs yfir sig þingmanna hyski sem gengur erinda fámennis valdaklíku sem ætlar að yfirtaka allar auðlindir þjóðarinnar. Betra að við hefðum vopn okkar núna og kynnum að beita þeim.

Ólafur Örn Jónsson, 21.11.2011 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband