Fórninni hafnað

Hanna Birna, tiltölulega hrein og ósnert af pólitísku fláræði, græðgi og óheiðarleika, ákvað að bjóða sjálfa sig fram sem fórn fyrir flokkinn. Henni var ljóst að með Bjarna Ben áfram sem ásýnd flokksins mundi Þjóðin hafna honum í næstu kosningum eins og í þeim síðustu. Eitthvað þurfti að gera. Vinir hennar og stuðningsmenn fullvissuðu hana að hún ein gæti gert það sem þurfti, hún ein hefði nægilega sterkt bein í nefinu til að koma Bjarna Ben frá.

Hún tók ákvörðunina og ákvað að  bjóða sig fram. Undir niðri upplifði hún sig líkt og blóðfórn sem hreinsa mundi flokkinn og bera syndir hans af fórnfýsi og auðmýkt. Hún sjálf skipti ekki máli heldur flokkurinn. Skoðanir hennar skiptu ekki máli, aðeins stefna flokksins. - Og sá kraftur sem leysast úr læðingi þegar hún varpaði sjálfri sér í glóandi gíginn, mundi fleyta henni og flokknum fram til hæstu hæða í næstu kosningum.

En svo gerðist það sem svo oft gerist með hin hjartahreinu, fórnfúsu og saklausu lömb. Fórn hennar var hafnað. -

Auðmjúk tók hún höfnuninni, faðmaði Bjarna og kyssti og sagði landsfundinum að hún virti niðurstöður hans. Annað var hvort eð er ekki í stöðunni fyrir hana. - En úr henni var allur vindur.

Hún yfirgaf landsfundinn, flýtti sér heim og fór í langa sjóðheita sturtu og burstaði í sér tennurnar. Pólitísk framtíð hennar var ráðinn. Hún yrði aldrei formaður Sjálfstæðisflokksins og aldrei forsætisráðherra Íslands, en hún var frjáls. Frjáls til að segja aftur sínar skoðanir og ráða þeim sjálf. 


mbl.is Mín pólitíska framtíð óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála þér um fyrra "aldrei" en ekki það seinna. 

Hún mun brjóta blað í sögunni, ef hún bara nennir.

Fortíðadraugar eru oftast sjálfum sér verstir og þeim sem þeir unna mest. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.11.2011 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband