Réttu atkvæðin

Það munaði 150 atkvæðum á milli Bjarna og Hönnu Birnu. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýndu yfirgnæfandi meira fylgi við Hönnu Birnu meðal almennra fylgismanna flokksins, skipti það engu máli.

Hjá Sjálfstæðisflokknum er það réttu atkvæðin sem telja, þ.e. þeirra sem hafa rétt til að kjósa á Landsfundi. -

Og þannig verður fyrirkomulagið í flokknum um ófyrirsjáanlega framtíð. Tillögu um hitt var hafnað á fundinum.  Í stað þess að leyfa hinum almenna flokksmanni að kjósa sér formann á landsfundi, verður það mál áfram í höndum viðráðanlegs fjölda kjörmanna. Viðráðanlegs, af því þú þarft aðeins að tryggja þér meiri hluta hans til að sigra.

Bjarni sækir sem sagt ekki umboð sitt sem formaður til hins almenna félagsmanns heldur tiltölulega fámenns hóps kjörmanna sem greinilega eru ekkert í takt við skoðanir almennra flokksmanna.


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þessu.

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.11.2011 kl. 16:20

2 identicon

Þetta er svo hárrét hjá þér Svanur. Sýnir hvernig lýðræðinu er stjórnað.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Landsfundurinn hafnaði þeim möguleika að opna gluggann og hleypa vorinu inn. En hitt er svo annað mál að það er með öllu óljóst hvort nokkuð hefði vorað í flokknum þó glugginn hefði verið opnaður. Það munum við víst aldrei vita.

En landsfundinum ber að þakka að hafa ákveðið að skila flokknum enn veikari frá sér en hann tók við honum, er hægt að fara fram á meira?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2011 kl. 17:01

4 identicon

Þið vitið það, mafían hefur aldrei viljað konur til metorða !

Þessi mafía gerir það ekki heldur !     Þetta var ákveðið fyrir löngu síðan !

Annars er þetta ekki það markverðasta við þennan landsfund, heldur hvað ætlar ESB armur sjálfstæðisflokksins að gera núna ???

Allir atvinnurekendurnir sem hafa barist fyrir ESB-aðild ? 

Það verður fróðlegt að sjá og heyra í þeim sem sóttu þennan landsfund og verða komnir í raunveruleikan eftir helgi ?

JR (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 17:34

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

FLokkurinn er náttúrulega vonlaus með viðskiptasóða eins Bjarna við stjórnvölinn. Hvað er hann aftur með mörg gjaldþrot á bakinu sem stjórnarformaður? BNT, N1, Vafningur.

LOL, FLokkurinn er að grafa sína eigin gröf og er það kannski vel. Ekki mun ég gráta hann.

Guðmundur Pétursson, 20.11.2011 kl. 22:17

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Skrítið að hafa formannskjörið á sunnudegi.Mikið af fulltrúum utan af landi .

Hörður Halldórsson, 20.11.2011 kl. 22:42

7 identicon

Já flokks og foringjaræðið er ofar lýðræðinu í 4flokknum öllum.

Þjóðin mun ekkert komast áfram fyrr en við afneytum öllum flokkum sem ekki aðhyllast lýðræði og stjórn kjósenda þ.e. vilja meirihluta.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 23:57

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hey heyr Arnór!

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.11.2011 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband