Að elska að hata Davíð

david-bjorgolfur-geirAllir þurfa að hafa skoðun Á Davíð Oddssyni ritstjóra og því sem hann hefur að segja. Davíð er umdeildur, umtalaður og oftast illa umleikinn af þeim sem um hann fjalla. - Hann er eins og Júróvisjón. Einu sinni á ári verða allir helteknir af honum hvort sem þeir hata hann eða elska.

Þeir sem elska hann (og þeir eru til) eru frekar latir við að verja hann þótt þeir hlægi að bröndurunum hans og orni sér um stund með honum við minningarnar af því þegar hann var einn í ríki sínu.  

Þeir mæra hann með klappinu en eru eitthvað feimnir við að verja hann málefnalega. Kannski að það sé ekki hægt. Það er maðurinn sem þeir elska og geta ekki að því gert, ekki málefnin eða hvað það nú allt heitir.

Og þeir sem elska að hata hann, gera það oft af svo mikilli innlifun og ástríðu að það virðist sjúklegt. Miðað við bloggin 16 sem hafa verið skrifuð á mbl.is einu saman, um þessa stuttu tölu hans á landsfundinum í gær, yrði ég ekki hissa ef hann þjáðist af krónískum hiksta næstu vikuna. -

Fólk virðist enn fá eitthvað kikk úr því að skeyta skapi sínu á þessum manni sem einu sinni var voldugasti og vinsælasti maður þjóðarinnar. - Nú er hann fallinn af stalli sínum og hver sem er getur veist að honum án þess að hann, eða nokkur  annar, beri af honum blak. Það er af sem áður var.

 


mbl.is Þrennt bjargaði Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ, þetta er orðin þreytt og margþvæld tugga Svanur.

Veki Davíð upp sterk viðbrögð hjá þjóðinni, þá er það skiljanlegt í ljósi frumkvöðlastarfs hans við innleiðingu græðgisvæðingarinnar og síðar hvernig hann brást þjóðinni sem Seðlabankastjóri.

hilmar jónsson, 20.11.2011 kl. 01:08

2 identicon

Fyrir hvað verður Davíð Oddsonar minnst ?

Það verður eftir því hver skrifar söguna !

Sjálfhverft lið úr sjálfstæðisflokknum, með Hannes Hólmstein fremstan, geir auðvitað af honum ódauðlega mynd !  Sú mynd birtist á landsfundi á hverju ári þar sem sömu brandararnir eru sagðir og allir standa upp og allir klappa til að halda í mndina af leiðtoganum ! 

JR (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 01:11

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nákvæmlega það sem ég er að segja; "þreytt og margþvæld tugga" Hilmar. Um hvað ert þú annars að blogga þessa dagana?

Jr: Þetta eru breyttir tímar. Nú erum við t.d. að skrifa söguna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.11.2011 kl. 01:41

4 identicon

,,Þetta eru breyttir tímar. Nú erum við t.d. að skrifa söguna."

Finnst þér það vera að gerast hjá sjálfstæðisflokknum á landsfundinum ?

Því miður !

Fróðlegt verður að sjá og heyra í þessu fólki, sem situr þarna, eftir helgi og það rennur upp fyrir því raunveruleikinn !

JR (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 03:01

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé að þarna eru komnir tveir, sem vakna með honum og sofna með honum og gnísta tönnum yfir honum þess á milli, rétt eins og þetta væri einhver fíkn. Davíð hefur verið þeim efst í huga frá hruni og líf þeirra er undirlagt af þessu eins og hjá fleiri gremjubloggurum hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2011 kl. 08:35

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stjórnmálviðhorf hinna grömu gallpenna mótast af Davíð. Fyrst Davíð vildi hafna Icesafe, þá börðust þeir fyrir að við greiddum það. Fyrst Davíð var á móti ESB inngöngu, þá vilja þeir absolútt inn.  Engin rök eða heimildir, bara Davíð.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2011 kl. 08:41

7 identicon

Óljúgfróður sem er á landsfundi Sjallana sagði mér að Bjarni Ben hafi gert mínútu hlé í sinni ræðu, svo viðstaddir gætu grátið grimm örlög Geirs Gungu, en hann ku vera á leiðinni í Litla-Hraun. Hinsvegar gleymdist að gera slíkt hið vegna Baldurs Innherja Gunnlaugssonar, sem verður líklega herbergisfélagi Geirs á fyrrnefndri stofnun. Í hléum skáluðu menn svo ótæpt í fríu rauðvíni, að vísu ódýru mjög (bara níska í LÍU!), fyrir kúlulánum Þorgerðar Katrínar og arðgreiðslum. En aftur gleymdist að gera slíkt hið sama fyrir kúlulánum Tryggva Þórs. Þannig fór margt úr skorðum. Hinsvegar var fimmaura-bröndurum Dabba vel tekið, gott ef ekki með “standing ovation”. Allt í allt, fremur lágkúruleg Sjalla-samkunta.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 09:19

8 Smámynd: hilmar  jónsson

,,Þetta eru breyttir tímar. Nú erum við t.d. að skrifa söguna." ? ?

hilmar jónsson, 20.11.2011 kl. 12:38

9 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Hvað um Stofnfjáreigandann Össur í SPRON, Haukur Kristinsson? Var ekkert gruggur við það. Og heldur þú að það hafi aðeins verið sjálfstæðismenn sem þátt tóku í kúlulánasukkinu. Eru menn svo grænir? Og hvað sem þér finnst um Geir Gungu eins og þú kallar hann og málaferlin gegn honum þá finnst mér nú mestu gungurnar þeir sem ákváðu að draga hann einan til ábyrgðar en forðuðu sínum undan því, sem vissulega báru líka fulla ábyrgð. Skammarlegt!

En Það eru reyndar ær og kýr Samfylkingar, kenna alltaf öðrum um ófarir en eigna sér það sem vel er gert ef eitthvað er. Tel reyndar að Samfylking hafi aldrei gert neitt sem ástæða er til að hæla sér af. Ekkert!

Viðar Friðgeirsson, 20.11.2011 kl. 17:30

10 identicon

Doddsson væri best vistaður á viðeigandi stofnun. Og hann er það. Á Morgunblaðinu.

Ybbaði einu sinni gogg (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband