Mikilvægasta verkefnið að komast aftur til valda

Davíð Oddsson, Geir H. og Bjarni Ben sameinast um ein skilaboð til flokksins og þjóðarinnar. Mikilvægasta verkefni flokksins er að komast aftur til valda. Til hvers? Til að hrinda einhverju af eigin hugmyndum í framkvæmd mæti ætla.

Svo er ekki. Þeir segjast vilja fyrst og fremst, ef marka má málflutning þeirra, komast til valda til að stöðva og koma í veg fyrir að þær ákvarðanir sem teknar hafa verið af núverandi ríkisstjórn gangi eftir.

Það þarf að stöðva EB inngönguferlið. Það þarf að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um það. Það þarf að stöðva réttarhöldin yfir Geir. Það þarf að stöðva allar hugmyndir sem hrófla við kvótakerfinu nái fram að ganga og það sem er mikilvægast af öllu, stöðva þá skelfilegu þróun að allar mikilvægar ákvarðanir sem teknar eru á Íslandi séu ekki bornar undir þá sem hæstráðandi eru í Sjálfstæðisflokknum. Þá og aðeins þá er hægt að tryggja að réttir menn fái réttar úrlausnir og rétt viðhorf breiðist út í samfélaginu.

Helsta aðferðin til að komast aftur til valda, trúa þeir, er að afneita öllu sem hugsanlega gæti tengt þá við ástæðurnar fyrir því að þeir hröktust frá völdum á sínum tíma. Öll aðkoma þeirra að hruninu var hárrétt. Allt sem þeir ráðlögðu og þær aðgerðir sem þeir gripu til, voru kórréttar. Ef þjóðin bara sér þetta, verður sigurinn vís og völdin tryggð.


mbl.is Þjóðin horfir til Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þjóðin horfir svo sannarlega til Sjálfstæðisflokksins.

Með hryllingi!

Árni Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 19:52

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Aumingja karlarnir þið þurfið bara hengja upp mynd af Jóhönnu og Steingrími fyrir ofan rúmið ykkar, svo þið getið nú sofið fyrir þessum Landsfundi Sjálfstæðismanna.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.11.2011 kl. 20:50

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þá fyrst mundu nú martraðirnar hefjast Ragnar

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.11.2011 kl. 21:06

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er mikill sannleikur í þessum lokaorðum þínum Svanur.  Þjóðin þarf að sjá hvert núverandi Ríkisstjórn er að leiða hana.

Ef þjóðin horfir yfir sl. þrjú  ár og metur  þann árangur sem Ríkisstjórn hefur náð,  þá mun  þjóðin sjá þá spillingu sem  Ríkisstjórn sumra okkar hefur staðið fyrir. 

Þegar augu þjóðainnar opnast þá verður sigurinn vís fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ef þjóðin einungis  skoðar spillingarþáttinn, þá verður sigurinn afgerandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Eggert Guðmundsson, 19.11.2011 kl. 21:21

5 identicon

Eggert, taktu lyfin þín, elsku karlinn.

Ybbaði einu sinni gogg (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband