Kúkur og krít upp við alþingishúsið

Mótmælendur sem búa í tjöldum á Austurvelli þurfa ekki að haf mikið fyrir því að komast á forsíður fjölmiðla. Krítarmoli og smá krot sem auðvelt er að þvo burtu nægir til að Skrifstofustjóri Alþingis nái ekki upp í nefið á sér af bræði og beiti hvæsandi þingvörðum á krakkana og krotið - og kalli til ljósmyndara.

Eða er það ekki krítin sem er mest að bugga hann? -  

Hann heldur því nefnilega líka fram að mótmælendur gangi örna sinna upp við þinghúsið. Það er öllu alvarlegra mál. Eitt er að kríta á stéttina við Alþingishúsið og annað að kúka á hana. -

Hann bendir á að Það vanti sárlega hreinlætisaðstöðu á Austurvöll og Forsætisnefnd Alþingis er  búin að klaga það fyrir  borgarstjóra. -

Nú væri snaggaralegt hjá Jóni Gnarr sem stendur óbeint fyrir þessari togstreitu við Alþingi og hefur gaman að, að senda nokkra kamra niður á Austurvöll. Það mundi leysa málin snyrtilega. - Krítina má auðveldlega má í burtu, ólíkt afleiðingum þess sem verið er að mótmæla. -


mbl.is Krotað á veggi þinghússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála, kæmi mér ekki á óvart að Jón Gnarr vilji hafa alþjóðlega occupy hreyfinguna í RVK til sýnis 

Friðbjörn Davidsen (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 13:26

2 identicon

Ég held að þetta hafi ekki verið neinn af okkur í Occupy Reykjavik sem var að kríta þarna, og ég skil ekki allt þetta tal um Salernisaðstöðu, það eru fullt af veitingastöðum þarna í kring með mjög snyrtileg klósett eins og t.d. kaffi París, síðan er klósett/kamar við ingólfstorg sem er opinn allan sólarhringinn þannig að þetta hefur aldrei verið vandamál.  Síðan veit ég ekki um neinn úr okkar röðum sem að hefur verið að pissa á þinghúsið, það verður að skiljast að við tjaldbúðirnar safnast allskonar fólk og þegar að fólk er að drekka mikinn bjór á það til að pissa úti stundum. Við getum ekki verið gerð ábyrg fyrir öllum sem ganga um austurvöll.

maggi220 (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband